Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 44

Orðlaus - 01.03.2003, Blaðsíða 44
i ii > > > Stúdentaferðir eru söluaðilar þess sem áður var í sölu hjá Ferðaskrifstofu stúdenta og Vistaskipti & nám. Þar er hægt að finna Kilroy stúdentafargjöld, interrail, ævintýraferðir, au pair, starfsþjálfun, málaskóla og margt fleira. peninginn og keyra upp á jökul.til dæmis Snæfellsjökul, og labba bara upp brekkurnar. Safaríferð Hægt er að fara í skipulagðar ævintýraferðir um Afrlku og Aslu með hinum ýmsu ferðafélögum, en ef þú ferð á eigin vegum verður það ennþá meira ævintýri. Lestu þér vel til áður en þú leggur í ferðalagið því margt er ólíkt í menningunni og ýmislegt sem ber að varast. Gerðu gróflegt ferðaplan þvf oft þarf að fá bólusetningu gegn allskonar bakteríum og sjúkdómum. Þessar ferðir þurfa ekki að vera dýrar ef farið er á eigin vegum og það er hægt að prútta verðið á öllu, sérstaklega í Asíu, niður um allt að níutíu prósent hvort sem það eru hótel, matur eða leigubílar. Þú þarft að velja þér góðan ferðafélaga sem er þolinmóður og hugulsamur og kemur kærastinn þá sterklega til greina. Þið verðið að geta hugsað vel um hvort annað ef þið verðið veik, verðið að sætta ykkur við skítug hótel og ógirnilegan mat, magakveisur og klósett sem eru bara gat í gólfið. Þetta er ekki fyrir pempíur og fæstir koma heim brúnir og sætir en ævintýri sem þessu átt þú eftir að muna eftiralla ævi. Ferðalag innanlands Sumarfríið þarf ekki alltaf að vera fólgið í því að fara til útlanda því ferðir innanlands geta verið alveg jafn skemmtilegar. Það er bæði hægt að fara í skipulagðar ferðir með ferðafélögum eins og Útivist og Ferðafélagi Islands og fara á eigin vegum. I skipulögðum ferðum er hægt að fara ( einfaldar rútuferðir, trússferðir eða göngu- ferðir þar sem gengið er með allan farangur á bakinu og gist í göngutjöldum eða skálum. Þá er gott að verða sér úti um lista hjá ferðafélaginu hvað maður eigi að taka með sér því hvert kíló skiptir máli. Ef þú ætlar að fara á eigin vegum er ekki ráðlagt að fara einn. Þú verður að hafa með þér áttavita og staðsetningartæki og skrifa næstu dagleið I gestabókina ef þú gistir í skála. Það er svo auðvelt að villast af leið á hálendinu og oft getur skollið á vitaust veður með engum fyrirvara. Enn annar möguleiki er að hoppa upp í bíl og keyra um landið sem getur verið alveg rosalega skemmtilegt og óteljandi fallegir staðir sem vert er að skoða. Texti-.SteinunnogKristlnSoWa Sólarlandaferð Þetta eru klassískustu ferðirnar sem hægt er að fara í. Það er hægt að fara á fjölmarga staði og eykst fjölbreytnin með hverju árinu, það er fleira til boða en Benidorm, Krít og Mallorca. Þú getur slappað af í sólinni á daginn og farið út að dansa á kvöldin, borðað góðan mat og drukkið ódýr vín. Kostnaður við þessar ferðir er í meðallagi miðað við hvað hótelin eru yfirleitt í ágætu standi, en eins og alltaf er hægt að fara yfir um á vísakortinu og þá getur reikningurinn auðveldlega orðið ansi hár. Þú hefur ekkert að gera við fjögur bikiní, stráhatt, henna- tattú, fínar vindsængur og asnalega boli þegar þú kemur aftur heim til (slands. Svo eru drykkirnir á börunum ekki eins ódýrir og ætla mætti. í sólarlandaferðir getur þú í raun farið með hverjum sem er en þó þarf að samþætta tilgang ferðarinnar. Ef þú vilt eingöngu fara út að skemmta þér á stórum næturklúbbum ertil að mynda ekki ráðlagt að fara með þeim sem hafa það eina takmark að koma brún og sæt heim. Interrail Interreil eru tilvalin fyrir lltinn afmarkaðan hóp, annaðhvort með kærastanum eða nokkrum mjög góðum vinum, helst ekki fleiri en tveimur ef hópurinn á ekki að tvístrast. Mjög mikilvægt er að allir séu tilbúnir til að gista með ókunnugu fólki í herbergi, vera sturtulaus í nokkra daga og þurfa ef til vill að gista í lestunum eða á lestarstöðvunum. Farfuglaheimilin eru yfirleitt ódýr og snyrtileg.en ráðlagt er að panta gistingu með tveggja daga fyrirvara í stærstu borgunum því að það eru ekki alltaf laus herbergi. Ef það er yfirbókað alls staðar er hægt að fara i upplýsingarnar á lestar- stöðvunum og fá ábendingu um aðra ódýra gististaði. Það er ótrúlegt frelsi sem felst í því að vera með einn lestarmiða og bakpoka og geta hoppað upp í hvaða lest sem er, hvert sem er. Þú getur elt góða veðrið, farið á tónleika, á ströndina, skoðað stórborgir og kynnst næturlífinu, allt í einum pakka. Ef þú setur þér fjárhagsáætlun getur þetta verið mjög ódýr og þægilegurferðamáti sem endaryfirleitt í einu allsherjar ævintýri þar sem enginn fararstjóri er búinn að skipuleggja friið fyrir þig. Gott ráð er að pakka eins litlu og þú getur og taka með sér gamla, þægilega strigaskó sem þú getur svo bara hent á leiðinni. Tónleikaferð Það hafa allir gaman af því að fara á tónleika og tónleikafestival er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að upplifa með góðum vinum og kunningjum. Þó að Hróarskelda klikki sjaldan þá eru fjölmargar aðrar tónleikaferðir í boði. Má þar nefna Reading í Bretlandi sem haldin er í ágúst, Ozzfest sem fer um Bandaríkin yfir alltsumarið ogVfestival íBretlandi 16-17ágúst þar sem stórsveitir á borð við Red Hot Chili Peppers, PJ Harvey og David Gray skemmta tónleikagestum. Hróarskelda 2003 er heldur ekki afverri endanum íárog munu Iron Maiden stiga aftur á svið ásamt Metallica, Coldplay, Queens of the Stone Age og mörgum fleirum. Eina sem þarf að huga að er að hafa með sér vatnshelt tjald og hlý föt, því það er ekki alltaf sumar og sól f útlöndum,og svo bara skemmta sér vel# , Menningarferð Menningarferð þarf ekki að kosta mikið og oft er hægt að kaupa tilboðspakka til hinna ýmsu stórborga í Evrópu sem og utan hennar.Góður undirbúningur er lykilatriði og ef farið er í stórum hóp er gott að einn taki að sér það hlutverk að vera hálfgerður leiðsögumaður. Ef lítill tími er til stefnu er gott að finna sér bæklinginn„What's on in xxx" sem inniheldur upplýsingar um allt það helsta sem um er að vera í borginni sem þú ert í þann mánuðinn. Þessir bæklingar liggja til dæmis oft á kaffihúsum eða upplýsingamiðstöðvum. Það er margt sem ber að hafa í huga, til að mynda hvenær leikhúsin eru opin, hvenær er frítt í söfnin og fleira. Helstu menninguna er einnig ekki endilega að finna á stærstu söfnunum eða í stærstu hverfunum því lítil söfn, kaffihús, tónleikas litlar skemmtilegar götur í minni borgunum geta haft upp á mun meira að bjóða. Verslunarferð ( verslunarferð er best að fara með einni vel valinni manneskju og þá mun ferkar vinkonu en kærasta. Best er að fara ekki í styttri ferð en þrjá til fjóra daga þannig að þú hafirtíma til að skoða og finna bestu búðirnar, en annars er gott að vera búin að kanna á netinu hvar helstu verslunirnareru áðuren þúferð út,efþú þekkir borgina litið. Mjög mikilvægt er að vera með gjaldmiðilinn á hreinu (þægilegt að taka með sér lítinn vasareikni) og vita hvað þig vantar. Gerðu verðkönnun, því oft eru merkjavörur dýrari úti, en ekki fara með því hugarfari að spara. Þá kemur þú heim með fulla tösku af Ijótum fötum í stað þess að kaupa þér nokkrar finar flíkur. Reyndu einnig að komast hjá því að fara af stað með langan lista fyrir aðra. Oftast fer mun meiri tími í að afgreiða slikan lista en að versla fyrir sjálfa þig.Varaðu þig einnig á að detta inn í„lókal" týskuna, hugsaðu hvað þú myndir nota heima á (slandi. Auk þekktra verslunarborga eins og Parísar,London og Dublin er hægt að gera góð kaup í flestum stórborgum Evrópu og hafa þær einnig upp á margtannaðað bjóða. Nú nálgast sumarið óðfluga og flestir eru líklega farnir að huga að því hvernig verja skuli sumarleyfinu. Það er margt í boði og fer það nokkuð eftir því með hveijum þú er að fara og hversu miklum peningum þú er tilbúinn að eyða. Við tókum saman helstu ferðirnar og vonum að þetta geti auðveldað þér valið. Góða ferð! Skíðaferð Ef þú átt mikla peninga og hefur áhuga á skíðaíþróttum og útivist er þetta eflaust skemmtilegasta ferðin sem þú gætir farið í. Það jafnast ekkert á við að renna sér niður almennilegar brekkur í Ölpunum í glampandi sól og hita. Það er einnig hægt að sparað

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.