Orðlaus - 01.04.2003, Blaðsíða 21

Orðlaus - 01.04.2003, Blaðsíða 21
cW : Óvirðing við lýðræðið Á ófriðartímum er oft lítið sem almenningur getur gert, ríkisstjórnin getur ákveðið eitt þó að almenningur vilji annað. Það eina sem fólkið í samfélaginu hefur er málfrelsið, rétturinn til að standa upp í nafni sjálfstæðra skoðana sinna og segja:„Þetta er ekki rétt!" Margir Bandaríkjamenn, sem telja sig þjóðernissinna, eru í þessum hópi meðal annars vegna þess að þeir telja Bush vera að óvirða lýðræðið. Víða eru einnig mótmæli gegn ríkisstjórnum fyrir að styðja utanríkisstefnu Bandaríkjanna og höfum við Islendingar tekið hressilega við okkur þar. Mótmælendur ganga um með skilti, sem á stendur:„Ekki í okkar nafni" og taka þá um leið undir með öðrum þjóðum eins og Bretum, Spánverjum, Áströlum, Egyptum og svo mætti lengi telja. Með þeirri ákvörðun fjölda ríkisstjórna að styðja þessar aðgerðir þvert tók lýðræði í heiminum stórt stökk Þetta má sjá svart á hvítu á hverjum degi í skoðanakönnunum. Samkvæmt nýlegri könnun sem birtist í Fréttablaðinu 5. apríl eru 82% íslensku þjóðarinnar andvíg stuðningi ríkisstjórnarinnar , 40% Breta eru andvígir innrás, 52% Dana,68% Svía og 58% Normanna. ^>v Mannréttindin Það hefur einnig valdið tortryggni að Bush (eldri) skyldi á sínum tíma hika og Ijúka ekki aðgerðunum í fyrra Flóastríði árið 1991 með því að hrekja Saddarn frá völdum eins og Bandaríkjamenn vilja gera nú. Þá útrýmdu útsendarar Saddams íbúum í heilu þorpum Kúrda og Shiíta með eiturgasi eftir uppreisn gegn Saddam. Af hverju eiga Irakar að treysta því nú að þeir fái aðstoð að stríði loknu þó að búið sé að lofa að byggja upp nýtt og frjálst Irak? Hvernig á sú stjórn eftir að líta út sem tekur við? Þótt beinum stríðsrekstri í Irak kunni,sem beturfer,að Ijúka fyrr en ýmsir hafa ætlað í Ijósi nýjustu frétta er allt í óvissu um framhaldið.Bandaríkjamenn segjast nú ekki ætlaað skipa þá stjórn sem eigi að ráða landinu,heldurætla þeireinungis að „hjálpa"(rökum að velja hana sjálfir.Til fróðleiks má nefna að þeir hjálpuðu Baath-flokknum og Pinochet að ná völdum og komu óbeint að valdatöku Talibana. Það er bara óskandi, vegna fólksins (Irak, að það takist að koma á stöðugu þjóðskipulagi í landinu án þess að komi til borgarastyrjaldar milli hinna ólíku trúflokka og þjóðarbrota sem landið byggja. * N JlTERIÐ 0 EF EIT AÐRIRA á vilja kjósenda i l \ ökk aftur á bak. J -S-V sS .<50 0 CL „Ekkert blóð fyrir olíu" Yfirlýstur tilgangur innrásar Bandaríkjamanna og Breta í (rak hefur verið að afvopna Saddam Hussein og frelsa írakska þegna hans. En þeir sem mótmæla stríðinu trúa ekki að þetta sé hin raunverulega ástæða.. Bandaríkjamenn eiga gríðarlegra hagsmuna að gæta í Mið- Austurlöndum vegna auðugra olíulinda og margir halda því fram að stríðið sé einungis ein af aðgerðum Bandaríkjanna til að auka völd sín í heiminum. Málið snúist ekki um frelsun Iraka heldur sé þetta nýlendustríð um olíu og yfirráð. ✓ $ r Gamlar aðferðir,gömul mistök Innrásarherir Bandaríkjamanna og Breta ná hverju vígi íraka á fætur öðru og um leið láta æ fleiri hermenn og óbreyttir borgarar lífið. Hvað réttlætir þetta? Hvers vegna studdu Bandaríkjamenn Saddam áður fyrr og hjálpuðu honum í stríði íraks við (ran en snerust gegn honum eftir innrásina í Kúvæt? Var stríðsrekstur (raka gegn Iran í lagi en ekki gegn Kúvæt? Afstaða Bandaríkjanna virðist fyrst og frems hafa mótast af eigin hagsmunum stórveldis en ekki umhyggju fyrir hagsmunum fólksins í löndunum sem áttu í stríði. Þannig var þetta einnig í Víetnam og fólk er orðið þreytt á mistökunum og trúir því ekki sem ríkisstjórn Bandaríkjanna segir um tilgang stríðsins. £ V v HEFUR ITAÐVERKEF fERTLANDE iFAST EIT IMMA, ÍGUM K ru ekki að í sjálfsvörn. 2. Nágrannaríkin eru mótfallin ái Bandaríkjamanna og Breta. 3. Það eru litlar sem engar sannanir fyrir beinum tengslum Iraks við Al Qaeda eða önnur hryðjuverkasamtök óhliðhollum Bandaríkjunum. 4. Það er engin óbifanleg sönnun fyrir því að írakar séu að framl gereyðingarvopn núna þó talönd sín lengur t sér ógnað. árdfska fekari A Forleikur anarkisma Ef ríki leyfir sér að sniðganga ákvarðanir stofnana alþjóðasamfélagsins getur það haft mjög afdrifaríkar afleiðingar. Ef Sameinuðu þjóðirnar megna ekki að hindra ólöglegar hernaðaraðgerðir getur það virkað sem hvatning fyrir önnur ríki eins og (ran og Norður-Kóreu til að koma sér upp góðum forða af kjarnorkuvopnum sem öryggisráðstöfun. Öryggi heimsins gæti verið í húfi. Hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna hafa aukið hatur í garð þjóðarinnar í löndum Araba og verða án efa til að efla hryðjuverkamenn. Öryggisráðið hafði gildar ástæður til að neita að leggja blessun sína yfir núverandi hernaðaraðgerðir og það er einnig ásæða fyrir því að aðrar þjóðir virða ákvörðun þess. Með því að ganga gegn vilja Öryggisráðsins grafa Bandaríkjamenn og Bretar undan heildaröryggi í heiminum og valdi Sameinuðu þjóðanna og opna dyrnar að alþjóðlegu stjórnleysi. Stofnanir alþjóðakerfisins halda uppi einhverri reglu og setja lög sem þjóðir mega ekki brjóta. Hingað til hafa alþjóðalögin haft nokkurn hemil á forystumönnum þjóðanna svo að þeim hefur reynst erfiðara en ella að efna til stríðs. Nú er Saddam Hussein búinn að lýsa yfir heilögu stríði og margir (rakar eru tilbúnir til að fórna sér í baráttu við vestræna árásaraðilann sama hvað það kostar. nS/ xiT v<N\<n SE ABLAÐ ISLENSKOJ0ÐARINNAR fiSTUÐNING ARIN Lfl\NB$6lR ÍZ%DANA,68% SV% c: V Tæknin Vegna þeirra gríðarlegu framfara sem orðið hafa á samskiptatækni með tilkomu internetsins og handsíma hafa mótmælasamtök náð að vaxa með gríðarlegum hraða og það er einfaldara en fyrr að vera virkur í mótmælaaðgerðum. Undirskriftalistar ganga hratt á milli og mikið samræmi aðgerðum í heiminum.Vegna þessa er kannski erfitt að bera saman beinan fjölda mótmælanda nú og til dæmis gegn Víetnamstríðinu. Sms-skeyti og tölvupóstur sem innihalda boðskap líkt og„Sniðgangið ameriskar vörur"hafa farið eins og flóðbylgja um allan heim og sums staðar hafa veitingahús bannað amerískar vörur og dollara inni á stöðum sínum. Hörðustu mótmælendurnir hafa hætt að drekka kók, stíga ekki fæti inn á McDonalds, kaupa ekki Hunts eða Gap og fara bara að reykja Prince í staðinn fyrir Marlboro svo nokkuð sé nefnt. Þetta kemur sér að sjálfsögðu illa fyrir bandarískan efnahag og er því ef til vill það áhrifamesta sem almenningur getur gert í stöðunni. (Þess má geta að á móti hafa ýmsir aðilar í Bandaríkjunum haldið uppi áróðri fyrir því að sniðganga franskar og þýskar vörur og jafnvel að umskíra "French fries" ("Freedom fries"!)

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.