Orðlaus - 01.04.2003, Blaðsíða 28

Orðlaus - 01.04.2003, Blaðsíða 28
■=fl Femínistafélag íslands var formlega stofnað þann 1. apríl síðastliðinn. Fundurinn var haldinn í Hlaðvarpanum þar sem talað var fyrir fullu húsi femínista á öllum aldri og af báðum kynjum. Þar voru kynntir 11 starfshópar sem vinna að misjöfnum málefnum femínisma og getur fólk skráð sig í einn eða fleiri þeirra. Þar má finna hópa sem vinna að ofbeldisvörnum, fræðslu, heilbrigðismálum, menningarmálum, launamisrétti, efnahags- málum, staðalímyndum, réttindamálum minnihlutahópa og mörgu fleira sem betur mætti fara í samfélagi nútímans. Það varð öllum Ijóst sem á fundinn komu að hér er ekki um neinn saumaklúbb að ræða, heldur öfluga hreyfingu sem krefst víðtækra breytinga.Til að kynna mér starfsemi félagsins betur settist ég niður með fjórum hressum femínistum og lagði fyrir þær nokkrar spurningar. Jæja stúlkur, kynnið ykkur. Auður Magndís Leiknisdóttir (20) nemi í kynjafræði við Háskóla (slands. Gunnhildur Sigurhansdóttir (21) nemi í kynjafræði og sagnfræði við Háskóla (slands. Gyða Margrét Pétursdóttir (29) meistaranemi í kynjafræði og félagsfræði við Háskóla (slands. Katrín Anna Guðmundsdóttir, (33) M.Sc. viðskipta- og markaðsfræðingur. Hvaða hlutverki gegnið þið í félaginu? Katrín: Ég er talskona félagsins og ráðskona staðalímyndahóps. Auður Magndís: Ég starfaði undirbúningshóp fyrir stofnun félagsins og er í fræðsluhóp. Gunnhildur: Ég var líka í undirbúningshópnum og er í staðalímynda- fræðslu- og ungliðahóp. Gyða: Ég var í undirbúningshóp og er auðvitað virk í félaginu! Finnst ykkur fólk vita hvað femínismi er? ala á kynjamuninum í bókum, auglýsingum og í umræðunni þá er staðreyndin sú að einstaklingar eru mjög ólíkir og ekki er hægt að alhæfa að allar konur séu eins og að karlar séu allir eins. Ég held að flest fólk þekki einstaklinga af hinu kyninu sem það á mikla samleið með og eins fólk af sama kyni sem það á ekkert sameiginlegt með. Hvernig varð félagið til? Auður: Póstlistinn Femínistinn var stofnaður þann 10. febrúar síðastliðinn. Fjöldi fólks skráði sig og upp hófust fjörugar samræður. Þá kom í Ijós að mikill sprengikraftur býr ( femínistum og ákveðið var að stofna Femínistafélag (slands. Það var svo formlega gert 1. apríl sl. Hversu margir eru búnir að skrá sig? Gunnhildur: Á 5. hundrað femínistar! Hvert verður hlutverk Femínistafélags íslands? Katrín: ( stefnuskrá félagsins kemur fram að við viljum vinna gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Jafnrétti kynjanna er öllum í hag, bæði konum og körlum. Gunnhildur: Við ætlum að vera ákveðið aðahald. Ef fólk er ekki að gera góða hluti úti í þjóðfélaginu þá má það fólk búast við því að fá viðbrögð frá okkur. Hvaða aðferðum ætlið þið að beita? Auður: öllum sem skila árangri! Gyða: Við ætlum t.d. að sniðganga fyrirtæki sem nota niðurlægjandi auglýsingartilaðkoma vörumsínum á framfæri. Hafið þið séð nauðgunar tilvísanirnar í auglýsingunum frá Sisley í Smáralindinni? Katrín: Við erum búin að stofna ellefu hópa sem hver hefur ákveðið málefni á sinni könnu. Hver hópur skipuleggur aðgerðir í sínu málefni. Meðal þess sem við ætlum að gera er að vera með uppákomu 1. maí, við verðum með fund með fulltrúum stjórnmálaflokkanna 11. apríl, fræðslu um femínisma, skrif í fjölmiðla og fjölmargt fleira. Gunnhildur: Það mun að minnsta kosti ekki fara fram hjá neinum. MIKILL |SPRENGIKRAFTUR BÝR í FEMÍNISTUM Allar: Nei. Katrín: Það vantar sárlega fræðslu um femínisma. Gunnhildur: Fólk hefur yfirleitt mjög sterkar skoðanir á því sem að það heldur að sé femínismi en svo kemur í Ijós að það er alls ekki að tala um femínisma, heldur eitthvað allt annað. Fólk er oft búið að mynda sér skoðanir fyrirfram og vill ekki hlusta á mótrök. Katrín: Fólk heldur ranglega að femínismi sé kvenremba og miði að heimsyfirráðum kvenna. Auður: Sumir halda einnig að femínismi sé bara ein stefna en auðvitað þrífast allskonar mismunandi skoðanir og stefnur innan femínismans. Hvað er femínismi? Gunnhildur: Jafnréttisstefna. Katrín: (stuttu máli er hægt að segja að femínismi sé að vilja jafnrétti fyrir kynin og að átta sig á því að við höfum ekki náð kynjajafnrétti ennþá. 0g femínisti er þá..? Hversu margir strákar hafa skráð sig? Gunnhildur: Ég er ekki með nákvæma tölu, en þeir eru á bilinu 30-40. Eru þeir með sérstök málefni sem þeir vilja vinna að eða vinna allir saman að málefnum karla og kvenna? Katrín: Við höfum einn hóp sem fjallar um femínisma og karla en í þeim hópi eru líka konur. Markmiðið er að við vinnum öll saman. Gyða: Öll málin eru bæði karla og kvennamál. Hlutir eins og nauðganir og annað ofbeldi sem beinist gegn konum er alveg jafn mikið karlamál eins og kvennamál. Gunnhildur: Alveg eins og fæðingarorlof karla er alveg jafnmikið kvennamál og karlamál. Eru einhver aldurstakmörk í félagið? Auður: Nei, auðvitað ekki, félagið er opið öllum femínistum. Auður: Femínisti er sú eða sá sem sér að misrétti kynjanna er staðreynd og vill gera eitthvað í því að breyta því. Svo er afskaplega misjafnt hvað femínistarnir vilja gera til að ná árangri og margar hugmyndir í gangi en öll erum við sammála um að aðgerða er þörf. Gyða: Sannir karlmenn eru femínistar. FOLKHELDUR RANGLEGA AÐ Hver ákveður hvaða málefnum er unnið að hverju sinni? Auður: Við erum með 11 hópa sem vinna hver að sínum málaflokki. Þeir geta svo breyst frá ári til árs eftir því sem hugmyndarnarflæða yfirokkur! FEMINISMISE hKVENREMBA Eru femínistar með undir höndunum? Gunnhildur: Er þessi spurning ennþá fyndin? Katrín: Kærasti minn er með hár undir höndunum og hann er femínisti. Auður: Femínistar vilja ekkert hafna öllum kvenlegum gildum eins og svo oft hefur verið haldið fram. Mér þætti samt mjög fínt ef konur og karlar mættu bara velja sér útlit eftir eigin geðþótta en ekki eftir óskrifaðri uppskrift samfélagsins. Af hverju eru karlar og konur svona ólík? Gyða: Eru þau það? Það er fátt sem greinir okkur að, það er meiri munur á milli einstaklinga en á milli kvenna og karla.Við erum flest með tvo handleggi,tvö augu o.s.frv. Katrín: Ég held að munurinn á milli kynjanna liggi meira I samfélaginu heldur en í kynjunum sjálfum. Þessi munur er ekki eins mikill og af er látið. Þó svo að það sé alltaf verið að Hvaða lesefni mælið þið með um femínisma? Gunnhildur: Æfingin skapar meistarann eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur. Auður: Píkutorfan er góð fyrir fólk sem er að byrja að kynna sér þessi málefni. Katrín: Vera auðvitað, opinbert málgagn Femínistafélags (slands! Gyða: Cunt eftir Inga Muscio. Hvernig getur fólk skráð sig í félagið? Katrín: Hægt er að fara inn á vef félagsins, feministinn.is og skrá sig þar. Auður: Það er líka hægt að senda póst á femfelag@vera.is. Ætlið þið að breyta heiminum? Allar: Já.Við erum að því og búnar að koma heilmiklu áleiðis. Til hamingju með framtakið ! Myndir: Atli Texti: Linda

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.