Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 6

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 6
Hverju leitar þú helst að í fari kvenna? Konan sem ég leita að þarf að vera vel útlítandi (náttúrulega), sjálfstæð í hugsun, orði og framkomu. Annars hef ég í gegnum tíðina hrifist af svo mismunandi týpum að ég er alltaf leitandi að einhverju í fari kvenna sem ég hef ekki kynnst. Við hvað myndir þú helst vilja vinna við? Mig dreymir að vinna við svo margt og hef ekki ennþá gert upp við mig hvað það er sem mig langar að gera. En að vinna við tónlist á einhvern hátt er efst á blaði, engin spurning. Hvað er það sem fer mest í taugarnar á þér í sambandi við konur? Fyrst og fremsterþað"mömmusyndrómið';þ.e.a.s.þegarkonurvilja breyta manni,hvort sem það sé framkoman, klæðnaðurinn eða bara lífstíllinn yfir höfuð. Mér þykja konur sem hugsa ekki um útlitið af einhverjum rauðsokkuforsendum alveg einstaklega pirrandi. En ég meina hey! Þetta er nú einu sinni þeirra líf. Ef þú fengir að vera kona í einn dag, hver myndir þú vilja vera og afhverju? Ég væri til í að vera Lataetia Casta, ein fallegasta kona ever og moldríkt súpermódel. Gæti það verið betra? Hvar myndir þú helst vilja búa og afhverju? Ég hef búið í Vesturbænum (Westsiiide) í nokkurn tíma og er mjög sáttur við það, en þó hef ég verið að hugsa um að fara úr 107 í 101, þvf þar dvel ég öllum stundum við leik og störf. Nú svo er maður alltaf að láta sig dreyma um að búa í heitu landi, því stundum fær maður alveg nóg af skítaveðrinu hér á Fróni. Það kemur (Ijós hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef þú mættir breyta einhverju í heiminum hverju myndir þú vilja breyta? Það að hinir ríku verða rfkari og hinir fátæku verða fátækari, einnig spillingu og óhóflegri nýtingu á auðlindum jarðar. Svo væri gaman að breyta hinni ógnvænlegu þróun sem á sér stað í heimsveldinu í vestri. Er eitthvað sem þú skilur ekki í sambandi við konur? Það er hellingur af hlutum sem karlmenn skilja ekki í sambandi við konur en stundum finnst mér þær alls ekki svo ólíkar okkur. Þó er það svo margt s.s. staða konunnar innan atvinnulífsins og hvað þær hafa oft á tíðum mikla þolinmæði gagnvart karlaveldinu og eitt, klósetthópferðir. Hvað er klám fyrir þér? Mér finnst klám vera svo afstætt hugtak, þvf það sem mér finnst vera argasta sóðaklám gæti einhverjum fundist vera í saklausari kantinum,og öfugt. I dag erum við að horfa á tilfinningaklám næstum á hverjum degi í sjónvarpi t.d. f raunveruleikaþáttum o.fl. Klám er þegar einstaklingur er niðurlægður eða beittur einhverskonar óréttlæti fyrir alþjóð hvort sem það er af fúsum og frjálsum vilja eður ei. Nikon Verð kr. 47.90C (XK)IJ’IX 3100 handhæg staftæn rayndavél meö 3,2 milljón punkta upplausn • 3x optical zoom 38-115mm linsa • 14 forstillingar • 16 mb minniskort • Hleðsluraftilaða og hleðslutæki • Hreyfimyndataka *USBtengisnúraogmyndafoiTit ORMSSON COOLPIX 3100 STAFRÆNAR MYNDAVELAR FRA KR. 24.900

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.