Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 12

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 12
4 HEFUR ÞÚ STUNGIÐ EINHVERN í BAKIÐ? a) Já, oft. b) Ég hef gert það en mér leið mjög illa yfir þv(. c) Nei,ég sting ekki fólk í bakið. KÆRASTINN ÞINN HELDUR FRAMHJÁ ÞÉR ÞÚ... a) hefnir þln illilega... Sefur hjá vini hans eða eitthvað svipað. b) fyrirgefur honum og gerir ekkert til að særa hann. c) þykist fyrirgefa honum en kemur honum á óvart með því að halda framhjá honum seinna...What comes around goes around. d) talar aldrei við hann aftur... Hann er farinn úr lífi þínu og þú heldur áfram. HEFUR ÞÚ EINHVERTÍMANN SAGT EITTHVAÐ SVO SLÆMT AÐ MANNESKJAN FARIAÐ a) Já, hún átti það skilið. b) Nei, aldrei. c) Nei, en ég hef reynt það. d) Já.. En ég var alveg miður mín. HEFUR ÞÚ EINHVERTÍMANN SAGT VINKONUM ÞÍNUM AÐ EINHVER SÉ HRÆÐILEGUR í RÚMINU? a) Já.. En ekki bara vinkonum mínum heldur öllum. b) Nei... Það kemur engum við. c) Nei, hef aldrei verið með neinum lélegum í rúminu. d) Já,en bara mínum nánustu vinkonum. ÞÚ KEYRIRYFIR KÖTT, ÞÚ... a) stoppar og ferð með hann á spítala. b) heldur áfram og vonar það besta. c) ert ánægð með að hafa hitt skotmarkið. HEFNDIN ER... a) sæt... b) aldrei góð. c) hlutur sem maður sér oftast eftir. (T) HEFUR ÞÚ HRÆKT í MAT EÐA DRYKK EINHVERS ANNARS? a) Já, einu sinni... b) Oft... Alltaf þegar ég sé einhvern sem ég þoli ekki. c) Nei,aldrei. ÞÉR ER BOÐIÐ Á STEFNUMÓT SEM ÞÚ VILT HAFNA... HVERNIG GERIRÐU ÞAÐ? a) Segist eiga kærasta. b) Þakkarfyrir boðið en segist ekki hafa áhuga. c) Segirjá,en mætirekki... eHEFUR ÞÚ SAGST ÆTLA AÐ GERA EITTHVAÐ SEM ÞÚ VEIST AÐ ÞÚ GETUR EKKISTAÐIÐ VIÐ? a) Nei,aldrei.. Ég lofa ekki upp (ermina á mér. b) Já.. En ég lofa að gera það ekki aftur! c) Já, þetta er besta leiðin til að losna við nöldur. (ll) LÍFSMOTTÓIÐMITT ER... a) komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. b) survival of the fittest. c) að læra af mistökum. (ö) ÞEGAR ÞÚ RÍFSTVIÐ VINKONU ÞÍNA ÞÁ.... a) talarðu við hana og reynir að leysa málið þannig. b) baktalarðu hana og reynir að fá fólk upp á móti henni. c) segir ekki orð við hana... Þrjóskast við eins lengi og þú getur. d) ég rífst aldrei við vinkonur mínar..... (l2) ÞÚ BAKTALAR FÓLK.. a) aldrei og hefur aldrei gert. b) ekki lengur, en þú varst samt einu sinni 13 ára... c) nonstop...Sumt fólk afberð þú bara ekki.. d) örsjaldan.Það kemurfyrir,en þá skammast þú þín og hættir því. Þú ert nú bara hálf heilög. Hefur örugglega aldrei lent í því að gera eitthvað sem þú hefur þurft að sjá eftir. Mundu bara að svara fyrir þig ef á þér er traðkað. Það er gott að vera alltaf góður en það er leyfilegt að svara í sömu mynt þegar einhver er dónalegur við þig. Annars á þér eflaust eftir að vegna vel þar sem enginn getur haft neitt út á þig að setja. Þú hefur gert mistök en það var þegar þú varst frekar óþroskuð og ekki almennilega með á nótunum hvað mátti og hvað ekki. Hver man ekki eftir því þegar maður var yngri og baktal var daglegt brauð í vinkonuhópnum. En þú hefur þroskast og vilt vel við alla gera núna. Þú hefur lært af reynslunni og hagar þér eftir því hvernig þú vilt að aðrir komi fram við þig. Ef einhver er vondur við þig þá fær hann það margfalt tilbaka, það er þitt mottó. Þú hefur gert hluti af þér sem þú ert ekkert einstaklega sátt við og myndir kannski vilja taka tilbaka sem sýnir að þér er ekki alveg slétt sama. Þú ert frekar fljótfær og hugsar ekki um afleiðingar á gjörðum þínum fram í tímann. Oft meinarðu vel en gerir þér ekki grein fyrir því hvað þú ert að gera. Þú ert heppin að því leitinu til að þú færð þínu framgengt, eflaust (flestum tilvikum, en ert ekki án samvisku og ert tiltölulega heiðarleg og góð við fólkið í kringum þig. Þú ert með eindæmum vond manneskja og ert til í að fórna flest öllu til að koma ÞÉR áfram. Ég held að guð hafi gleymt að gefa þér samvisku... Þér er boðið á deit og þú neitar ekki heldur gefur náunganum von en svíkur hann svo.Þú átt eflaust eftir að komast langt í lífinu með yfirgangi og frekju en það verður svo sannarlega á annarra manna kostnað. Gott ráð? Farðu að hugsa um aðra en bara sjálfa þig. SVÖR £(P fr(5 Z(q l (e Zl Z(3 £(q L (B LL £(3 z(q L (e '01 £(P tr(3 l (q Z(e '6 £(P Z(3 1 (q tr(e ’8 z(p £(3 l (q tr(e L l(P E(3 1r(q Z(e 9 L(3 £(q Z(e 'S Z0> 1 (q £(e > £(3 z(q l(e T Z(P fr(3 l (q £(e z 1(3 z(q £(e -i

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.