Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 15

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 15
50 fylki eru í Bandaríkjunum. Þau eru eftirfarandi: Alabama, Alaska, Arizona, Arkansas, California, Colorado, Connecticut, Delaware, Florida, Georgia, Hawaii, Idaho, lllinois, Indiana, lowa, Kansas, Kentucky, Louisiana, Maine, Maryland, Massachusetts, Michigan, Minnesota, Mississippi, Missouri, Montana, Nebraska, Nevada, New Hampshire, New Jersey, New Mexico, New York, North Carolina, North Dakota, Ohio, Oklahoma, Oregon, Pennsylvania, Rhode Island, South Carolina, South Dakota,Tennessee,Texas, Utah, Vermont, Virginia, Washington, West Virginia,Wisconsin,Wyoming búafjöldi 280 milljónir í júll 2002. |DC ska er töluð af allflestum íbúum. lendur 56%, kaþólikkar 28%, gyðingar 2%, nað 4%, trúleysingjar 10% Sjónvarpsstöðvar eru rúmlega fimmtán hundruð og um níu þúsund kapalstöðvar. Tæplega fjórtán þúsund og sjö hundruð flugvellir eru í Bandaríkjunum. Elsta fyrirtæki I Bandaríkjunum er málmgjalla fyrirtækið Zildjian sem var stofnað árið 1623 Horft frá geimnum þá er skærasta mannvirki Bandarlkjanna Las Vegas í Nevada. The Bank of Vernal, IVernal.Utah er eini bankinn í heiminum sem var byggður úr múrsteinum sem voru sendir með pósti.Árið 1919 reiknuðu byggingarverktakarnir út að það væri ódýrara að senda múrsteinana I pósti, sjö saman í pakka heldur en að láta senda þá með skipi. Marijuana var ekki ólöglegt í Bandaríkjunum fyrr en 1 .Október, 1937. Á vegum Stúdentaferða hélt ég til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Chicago, sem au- pair í heilt ár. Ég var 22 ára, í millibilsástandi vegna sambands og líf mitt öskraði á eitthvað nýtt. Mér hefur alltaf verið illa við að fljúga. Hver flugferð er eins: Kem mér vel fyrir í sætinu, strekki sætisólina og byrja að sannfæra mig um að það sé nú hreint ekkert svo slæmur kostur að vera dauður! Ég sá fram á lengstu flugferð lífs míns, þannig að sterkustu taugaslakandi lyfin sem ég gat fundið voru álíka ómissandi og súrefni! Fjögurra daga au-pair námskeiðið í Connecticut var prýðilegt, bráðnauðsynlegar upplýsingar um barnauppeldi eins og það leggur sig og ameríska lifnaðarhætti. Á meðan sólin steikti grasið úti lágu 150 au-pair stelpur með nefið ofan í Cosmopolitan og Vogue á meðan fólk frá Rauða krossinum messaði um fyrstu hjálp og hvernig ætti að bjarga mannslífum. Á fjórða degi var svo boðið upp á dagsferð til New York. Ég man að þegar turnarnir hrundu 11. september 2001 hét ég mér því að stinga ekki svo miklu sem nefinu inn í flugvélabækling aftur hvað þá að leggja leið mína til USA. 10 mánuðum seinna stend ég þarna fyrir framan rústirnar af World Trade Center! Þar sem ég var að fara að taka við sem au-pair af vinkonu minni, þá mætti ég aðeins fyrr svo að ég og vinkonan mín gætum skellt okkur á smá „roadtrip" saman áður en hún færi aftur heim til Islands. Nokkrum dögum seinna hófst ferðalagið okkar. Til San Fransisco flugum við 5 au-pair stelpur saman, þar var enginn tími til að slaka á, fullt að sjá á skömmum tíma. Myndavélinni vippað um hálsinn, kort, sólaráburður og vatnsflaska í bakpokann og brunað á helstu staðina. Við tókum smá rispu yfir til Alcatraz, mér fannst nú lang merkilegast að myndin The Rock hafi verið tekin þar upp, allt annað fékk að mæta afgangi. Golden Gate brúin borin augum, sikk sakk gatan mátuð, útsýnistúr um alla borgina og þó nokkrar fallegar byggingar festar á filmu. Endað síðan á feitu djammi í miðborginni, þar sem allt flaut í fallegu fólki og góðri tónlist. Eftir að við höfðum smakkað á því helsta sem borgin hafði upp á að bjóða kvöddum við vinkonurnar við hinar au-pair stelpurnar, leigðum bíl og lögðum upp í okkar „roadtrip" Final destination; Las Vegas! Bæði staður og stund til þess að verða sér til óborinnar skammar og fagna æskunni. Það var smekklegt að renna mjúklega inn í borgina síðla nætur og sjá alla Ijósadýrðina. Fundum sómasamlegt farfuglaheimili og fórum að lúlla. Las Vegas var steik, rétt um og yfir 40°C og ekki grænum íslendingi bjóðandi. Vinkona mín réðst á spilakassana en að mínu mati fannst mér ástæða til þess að stoppa hana eftir 25 cent og við létum það bara gott heita og sögðum skilið við áhættuna. Það var að sjálfsögðu ekki þverfótandi fyrir litlum giftingakapellum þó okkur væri í raun ekki skemmt fyrr en við rákumst á „Drive thru" kapellu.„Já, láttu okkur hafa eitt hjónaband og einn Camel Lights,takk!" þvílík snilld. Við tókum einn dag f að bruna til Miklagljúfurs og komum við á Hoover Dam stíflunni á leiðinni. Indjánarnir hjá Miklagljúfri voru ekki par hrifnir þegar vinkona mín breyttist í íslenskan víking og þvertók fyrir það að borga 5000 krónur til að bera gljúfrið augum. Það endaði með að sannfæringakraftur víkingsins að norðan vann og við fengum að fara frítt inn á svæðið. Tilbúnar að bera stórstjörnurnar augum, þeyttumst við til Los Angeles og fórum á veiðar inn I stjörnugarði Hollywood. Hollywood Boulevard, Venice beach og Universal Studio's en það er sá mesti ævintýraheimur sem ég hef komið í. I Universal Studio's flaug Spiderman um loftið, Waterworld sprautaði á okkur, Jurassic Park risaeðlan beit mig næstum því, maður skýst til framtíðar með Back to the Future og pissar á sig úr hræðslu íThe Mummy draugahúsinu. Ég hélt að eftir síðasta tækið myndi vinkona mín aldrei hætta að hlæja og mitt litla hjarta bíður þess aldrei bætur! Frá Los Angeles keyrðum við upp Vesturströndina til San Fransisco. Þar voru Kodak mómentin á hverju horni og fór allur dagurinn í að stoppa og taka myndir, enda fóru yfir átta filmur í þetta tólf daga ferðalag okkar.Við vorum búnarað keyra í einhvern tíma þegar við þutum framhjá tveimur puttalingum. Vinkona mín er náttúrulega bara brjálæðingur og fannst þetta kjörið tækifæri til þess að krydda bíltúrinn og vildi endilega taka þá upp í. „Amerísk ómenni ganga frá saklausum íslendingum á vesturströndinni" ohh ég sá þetta alveg fyrir mér! Þeir reyndust síðan voða Ijúfir, svo Ijúfir reyndar að þeir voru bara leiðinlegir svo við stoppuðum eftir nokkra metra og rúlluðum þeim út. (Ekki þó hafa þetta eftir okkur, þetta getur reynst mjög hættulegt.) Að lokum tók ferðalagið okkar enda og við flugum aftur til Chicago, brúnar og sællegar, þar sem ferðalagið var endað með stæl í djamm borginni Chicago. Vinkona mín hélt heim til (slands en mitt ár hérna í Bandaríkjunum er bara rétt að byrja... Hildur Aðalbjörg Ingadóttir við rákumst á „Drive thru” kapellu. „Já, láttu okkur hafa eitt hjónaband og einn Camel Light, takk!”, þvílík snilld. Au Pair í Bandaríkjunum Au pair býr hjá fjölskyldu í eitt ár, gætir barna og sinnir léttum heimilisstörfum í 45 tíma á viku. Au pair fær 139 USD á viku í vasa- pening og 500 USD í styrk til náms. 0<A ínýju 96si Au Pair Educare Ert þú 20 ára og með stúdentspróf ? Hefur þú áhuga á að vera félagi barna B ára og eldri, aðstoða þau við heimanám og tómstundir 30 tíma á viku. í staðinn færð þú 105 USD á viku í vasapening og 1.000 USD styrk til háskólanáms. Au pairfá einnig: • Fríttfæði og húsnæði • Fríarferðir til ogfrá íslandi • Tveggja viknafrí með vasapening • 4 daga námskeið við komuna til USA J www.vistaxchange.is + www.exit.is Au Pair Extraordinarie Ert þú leikskólakennari á aldrinum 20-2G ára eða hefur þú 2 ára reynslu af því að vinna á leikskóla. Þú færð 200 USD á viku í vasapening og 500 USD í styrk til náms að eigin vali. STUDENTA e it.is

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.