Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 16

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 16
iPP m—mm—mmm*. -i A *§■ Milli Vanilli er hljómsveit sem vann Grammy verðlaunin árið 1989 fyrir bestu nýliðana. Söngvarar sveitarinnar voru tveir en verðlaunin voru hirt af þeim þegar upp komst að þeir gætu ekki einu sinni haldið lagið og að þeir hefðu einungis hreyft varirnar á öllum tónleikum við söng einhvers annars. Annar meðlimurinn, Rob Pilatus, tók of stóran skammt af lyfjum og reyndi að út um qluqqa af níundu hæð á hóteli áður en Oft verða Ijósmyndarar fyrir barðinu. Sá ætti frekar að fá sér einkabílstjóra en að keyra sjálfur. Tommy Lee var tekinn fyrir líkamsárás árið 1996 þegar hann réðst á Ijósmyndara sem var að reyna að smella mynd af honum og ofurskutlunni Pamelu Anderson. Lee fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm og varð að skila af sér 200 klukkustundum af samfélagsvinnu. Fyrr á árinu hafði hann verið dæmdur fyrir að misþyrma Pamelu á heimili þeirra í Malibu, skrítið að hún skuli ekki hafa verið búin að losa sig við hann.. Jack Nicholson tapaði sér heldur betur í umferðinni árið 1994 þegar svínað var fyrir hann. Nicholson var staddur á gatnamótum þegar hann hljóp út úr bíl sínum og réðst á glænýja Mercedes Bensinn sem ökuníðingurinn átti. Hann hafði golfkylfu við hönd, braut framrúðu bílsins og eyðilagði þakið. Hann hljóp síðan aftur að Bensinum sínum og brunaði af stað. Hann var kærður fyrir væga árás og skemmdarverk og gæinn kærði hann fyrir líkamsárás. En kæran var felld niður og einkamálið leyst utan dómstóla. Nicholson sagði síðar sér til varnar að vinur sinn hefði verið nýdáinn og að hann hefði verið vakandi alla nóttina við að leika geðsjúkling í blómynd. Ég veit ekki hvort seinni afsökunin telst gild því þá gæti nú hver sem er hagað sér eins og hálfviti. amdiaddááncía. Kampavín flestum d. £ ' 4.*' rrettir um urð og ir Holl) nga se vírð eoa gj aií. Gary Coleman var að vinna sem öryggisvörður hjá Fox Hills Mall og var á labbi um búðina til að kaupa sér búning þegar kona kom upp að honum og bað um eiginhandaáritun. Hann brást hinn versti við, lamdi konuna og var handtekinn. Hann var kærður fyrir líkamsárás en þegar kom að réttarhöldum neitaði hann sökum og kvað að konan sem var rétt stærri en hann hefði verið dónaleg og ágeng. Hann mótmælti þó ekki loka- úrskurði þar sem hann var dæmdur fyrir ólæti á almannafæri og fékk 200 daga skilorðsbundinn dóm og sekt upp á 22.000 krónur. sem Daglega berast rnar eru að gera og arna og hvað hin og þessi eru sæt og ar en einstaklinga og í huga okkar. En sú við,hamingjusamt og á góða daga og Matthew Perry var á svaka ferð á glænýjum Porche í þvengmjórri götu rétt hjá heimili sínu þegar hann þurfti að sveigja snöggt til hliðar til að koma í veg fyrir það að lenda á bíl sem ók fyrir framan hann. Matthew var ekki heppnari en svo að klessa beint á girðingu hjá nágranna sínum og inn á verönd. Veröndin var ónýt og nýji Porcheinn l(ka. Nágranninn kannaðist við Matthew og hafði séð hann stöku sinnum keyra fram hjá en hann hefur örugglega ekki átt von á honum í heimsókn á svo dramatískan hátt. Matthew var ekki undir áhrifum alkóhóls né lyfja, enginn meiddist og engin kæra var lögð fram. Gripinn með vændiskonu. Það muna nú allir eftir þv( þegar Hugh Grant var gripinn með vændiskonunni Divine Brown. Hann átti gullfallega konu en það stoppaði hann ekki í greddunni. Þetta gerðist 27. júní 1995 og fékk hann tveggja ára skilorðsbundinn dóm og borgaði sekt upp á 130.000 krónur Miili sem stelur... hann Poppgoðið George Michael nú ekki allur þar sem hann > séður. 7. apríl 1998 var gripinn gióðvolgur, einn á almenningsklósetti fyrir ósæmilega hegðun. Stjarnan neitaði engum sakargiftum, borgaði 90.000 krónur í sekt og var skipað að koma sér til sálfræðings. 12. desember 2001 var leikkonan Winona Ryder tekln fyrir búðarhnupl ( Beverly Hills, frekar vandræðalegt þar sem leikkonan er eflaust mjög rík. Winona var tekin með vörur fyrir um 600.000 og voru það búðarverðir sem gripu hana á leið út úr búðinni því þeir höfðu séð hana taka þjófavarnakerfi af vörum og smygla þeim (töskuna sína.. Þegar dæmt var um málið þá var hún sýknuð af kæru um innbrot en fékk þriggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað og skemmdarverk ásamt því að þurfa að sinna 480 klukkustundum af samfélagsvinnu.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.