Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 22

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 22
> * ASTARMAL 4 t Ég er nýbúin að kynnast stelpu sem heitir Ásdís og er 26 ára. Maggi frændi réð hana (sjoppuna til s(n fyrir sumarið svo hann geti nú alveg örugglega verið fullur (allt sumar óáreittur. Við tvær erum þv( eiginlega að reka þessa blessuðu sjoppu, án þess að vera með einhvern yfirmann hangandi yfir okkur, og það er bara frekar næs. Fyrsta daginn sem ég hitti hana leist mér ekkert á blikuna. Hún er alveg snoðuð og kom keyrandi á mótorhjóli með Pink gargandi ( græjunum ... Alveg geðveikur töffari og á þessum t(mapunkti hefði ég verið v(s til að veðja báðum nýrunum að hún væri lesbísk. Hún hins vegar þvertekur fyrir að vera samkynhneigð. Segist hafa prófað það á sínum tíma þegar hún bjó úti ( Hollandi (er með gráðu í hassreykingum) en hún hafi ekki fýlað þennan endalausa forleik ... Sagði að það væri nú alveg nóg að hún væri grænmetisæta og borði bara „meðlæti"að hún fari nú ekki að bæta því (ofan á lag að fá bara að stunda „forleik"...frekarfrústrerandi!!! Á þessum tímapunkti var ég farin að fýla hana (klessu. Hún hefur aldrei átt kærasta til lengri tfma og finnst vera kominn t(mi til að festa ráð sitt og er ( hörkuleit að einum vænum. Seinasta föstudag, þegar við vorum búnar að selja þrjú þúsund pulsur og lesa Séð og heyrt fjórum sinnum ( gegn hvor, ákváðum við að smella okkur á djammið kvöldið eftir og tékka á strákum. Planið var að hittast heima hjá henni þar sem við myndum taka okkur til og fá okkur í glas áður en við færum út. Daginn eftir tók ég til TAKE-ME dress, fullt af snyrtidóti, eina ódýra hvitvínsflösku og lagði af stað. Ég var bæði bjartsýn og forvitin varðandi þetta sumarkvöld, á djamminu með semt-lesbískri sjoppukerlingu. Ásdís býr í íbúð á Grettisgötunni og ég bjóst við því að þetta væri svona (búðarhola eins og við vinkonurnar leigjum, en ég er nú hrædd um ekki ... Þetta er svo geggjuð íbúð að það hefði ekki komið mér á óvart þótt Vala Matt hefði setið ( sófanum að sötra cappuchino. Þegar ég svo spurði Ásdisi hvernig stæði á þv( að hún byggi ( þessari brjálæðislega stíleríseruðu (búð kemur ( Ijós að gellan er innanhúsarkitekt ... HVAÐA DJÓK ER ÞAÐ????!!!U! En af hverju í andskotanum er hún þá að vinna í pulsufýlunni hjá Magga frænda????? Kemur ( Ijós að atvinnuleysið hefur komið niður á fleirum en mér, málið er bara að hún er ekki næstum þv( jafn bitur og ég yfir stöðu mála ... „Þetta er þó allavega vinna" sagði hún á meðan hún tróð sér í nælonsokkabuxurnar. Það eina sem mér datt í hug var PROZAC ... Það er enginn svona bjartsýnn. En ég ákvað að leyfa henni að njóta vafans og fór að tala um sæta fastakúnnan (MaggaMyndum. Klukkutíma sfðar þegar við vorum búnar að setja upp á okkur andlitin, búnar að troða öllum rössunum f shock-ups og brjóstin komin upp að höku, hringir dyrabjallan. Inn labbar bróðir Ásdísar hinn 23 ára gamli Axel Már, öðru nafni Herra Kynþokkafullur. Hann er svo sætur að ég færi (sleik við hann þótt hann væri með kúk á kinninni. Ásdís hafði boðið honum með okkur á djammið, vei!!! Það hafði reyndar kosti og galla. Kostirnir eru augljósir en gallarnir voru að ég mundi varla HANN ER SVO SÆTUR AÐ ÉG FÆRI í SLEIK VIÐ HANN ÞOTT HANN VÆRI MEÐ KÚK Á KINNINNI HUN SEM VENJULEGA SLÆR UM SIG MEÐ HVERRI SÖGUNNI Á FÆTUR ANNARRI VAR KOMIN í SAMTÖKIN PEOPLE WITHOUT PUNCHLINES. AF HVERJU VERÐUM VIÐ ALLAR SVONA ASNALEGAR ÞEGAR VIÐ ERUM SPENNTAR FYRIR GAURUM hvað ég hét, svitnaði eins og svín og var mjög meðvituð um bóluna sem var að fæðast á hökunni á mér. Ásd(si fannst þetta bara fyndið en hann er örugglega vanur þessu. Eftir tvö hvftvínsglös var ég strax orðin skárri og við þrjú skemmtum okkur konunglega saman. Rétt fyrir klukkan t(u kom svo vinur Axels sem vinnur með honum i einhverju hugbúnaðarfyrirtæki. Hann heitir Björn Óli og þegar ég og Ásdís skelltum okkur á trúnó, kom (Ijós að hún var búin að vera hrifin af þessum gutta (tvö ár, þess vegna hafði hún boðið Axel með okkur á djammið. Björn Óli er jafngamall Ásdísi, þau höfðu eina verslunarmannahelgina sofið saman og hún hafði aldrei náð að gleyma honum ... Hlýtur að hafa verið stórkostlegur. Hann virkaði reyndar alveg nett slísí á mig en hvað um það, Ásdís fýlaði hann i botn og var eins og algjör geit. Hló brjálæðislega mikið og hátt að bröndurunum hans og hætti sjálf aaaaalveg að vera fyndin. Hún sem venjulega slær um sig með hverri sögunni á fætur annarri var komin f samtökin „ People without punchlines". Af hverju verðum við allar svona asnalegar þegar við erum spenntar fyrir gaurum??? Stuttu eftir miðnætti drifum við okkur svo niður ( bæ og var stefnan sett á Hverfisbarinn þar sem við dönsuðum af okkur rassgatið. Allt gekk eins og í sögu milli Björns Óla og Ásdísar þar sem þau voru komin ( nettan lambadafýling. Axel var kominn í hrókasamræður við einhverja fegurðardrottningu en ég hinsvegar stóð bara eins og illa gerður hlutur og hafði engan að tala við. Ákvað því að gera það skynsamlega og fara heim. Þegar ég kom heim var ég orðin vitstola af hungri og pantaði mér þv( pizzu frá Hróa Hetti. 40 mínútum seinna kom pizzasendillinn, sem ( þessu tilfelli var fertugur Tyrki, það var eitthvað vesen með posann og stóðum við þv( þarna í nokkrar mfnútur og spjölluðum um ekki'neitt.Loksinsfékk ég svo að hakka í mig pizzuna og sofnaði södd og sæl yfir Friends-spólu. Kvöldið eftir eru svo ég og Ásd(s búnar að planta okkur á kaffistofunni inn í sjoppu og ég var að forvitnast um atburði næturinnar þegar ég fæ sms: TU ERT ROSALEGA FLOTT. Vei, ég var ekkert smáááaáá montin, hafði ég látið einhvern fá simann minn ( gær????? Já, b(ddu við, ég hafði látið Axel fá sfmann ... Ég trúði þessu ekki!!!! Ákvað að senda til baka: HVER ERTU?. Þegar hálftfmi var liðinn var ég að kálast úr spenningi. Jafnvel þó að viss partur af mér væri að reyna að draga úr væntingunum þá var annar helmingur að gera sér brjálaðar vonir um mig og Axel ... Loksins fékk svo svar: ÉG ER HELVlTI UTLENDINGUR FRÁ HRÓI HÖTTUR :) Mér brá svo að ég kastaði sfmanum frá mér ... OJOJOJOJOJOJOJOJ ... En viðbjóðslegt!!!!! Fékk svo strax aftur sms: ÞÚ BARA FARA SOFA NÚNA ... EÐA???? Þá var mér svo nóg boðið að ég hringdi upp eftir og ekki batnaði liðan mín við það þv( þar sakaði framkvæmdastjórinn mig fyrst um lygi en eftir að hann hafði átt orð við pizzasendilinn Róbert, þá sakaði hann mig um að hafa daðrað óhóflega og sagði að hann vissi vel hvernig við stelpurnar værum!!!! Algjör helvítis karlremba dauðans og ég vara hér með alla við því að panta pizzu hjá Hróa Hetti. Ef þið neyðist til þess þá mæli ég með því að varast augnkontakt við sendilinn og EKKI SEGJA ORÐ VIÐ HANN!!! Vala ÞAÐ HEFÐI EKKI KOMIÐ MÉR Á ÓVART ÞÓTT VALA MATT HEFÐI SETIÐ í SÓFANUM AÐ SÖTRA CAPPUCHINO

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.