Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 41

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 41
QvATttAMC Ég þoli ekki konur sem kjósa sér fulltrúa BARA því að það er kona. -DADDI DISKÓ- Vissulega hefur Ingibjörg verið framvörður jafnréttis innan borgarinnar og eftir því sem maður hefur heyrt hefur áhrifastöðum fyrir konur fjölgað innan borgarapparatsins. Hversu mikið af því er til komið af því að Ingibjörg er að pota konum áfram og hversu mikið skal skrifast á þá eðlilegu þróun sem er að verða hvar sem við lítum? En okei þegar þetta er skrifað (deginum fyrir kosningar) stendur baráttan sem hæst, síminn hringir látlaust þar sem graðir atkvæðasmalar óska eftir mínu V-laga merki í sitt box á kjörseðlinum. Undanfarið hef ég reyna að mynda mér skoðun í þessu miðjumoði um hvort það verði ekki bara autt sem ég skila. Ég tók strax eftir því að baráttan virtist í fæstum tilfellum vera um málefni heldur eru ótrúlegustu hlutir að hafa áhrif eins og t.d. ímynd, persónutöfrar, útlit auglýsinga og svo það sem stakk mig; kyn frambjóðenda. Fór ég fljótlega að bera mig eftir því hvort og hvernig Samfylkingin spilaði á þá staðreynd að betur er byggt undir brjóst fyrrum borgarstjóra heldur en leiðtoga annara flokka. Eftir að hafa séð "Clinton-Hvíta-húss" - auglýsingu þar sem Ingibjörg fer með einhvern auglýsingakúnstnersmíðaðan texta sem auðsjáanlega kom ekki beint frá hjartanu varð ég frekar pissed enda þrátt fyrir að teljast fylgjandi jafnrétti kynjana er ég alfarið á móti því að konum sé hampað bara af því að þær eru konur. Mér fannst sem sagt Samfylkingin leggja alltof mikið upp úr því að vinna atkvæði kvenna með þessum hætti og. það bejnlínis móðgun, sér í lagi við konur. Vá nú heyri ég hvernig brúnin þyngist á sumum, heyri jafnvel hjartað slá hraðar. Ég verð örugglega flengdur, fleginn, steiktur á teini og borinn á borð Bríetar. Lítið þekki ég Ingibjörgu en fannst hún mala baráttuna um borgina, gera vel grein fyrir lykilmálum sem mér fannst skipta máli og málaði upp R-listaverk sem mér líkaði betur ewannað sem var til sýnis. Aðrar kjarnakonur þekki ég hins vegar sem hafa náð mjög langt t.d. í viðskiptum í þeim heimi sem í jafnréttisumræðunni er eignaður körlum. í sumum tilfellum hafa þær náð mun lengra en flestir karlmenn. Viðhorf þeirra eru athyglisverð en frama sinn segja þær ávöxt eigin ósérhlífni, atorku, dugnaðar ogíútsjónarsemihEf V-laga merki þeirra lenti í boxi Samfylkingarinnar er það vegna þess að þær treysta flokknum til að halda um stjórnartaumana - ef þær á aonað borð sáu ástæðu til að kjósa. (Þessi pistill er ekki á ábyrgö Orðlaus) * r 4 4 Hitið ofninn í 190 graður (e( olninn er nú þegar heilur farið þá beint á númer 2) Takið Freschetta pizzuna úr pakkanum og setið hana í heitan ofninn. Takið Freschetta pizzuna úr ofninum eftir u.þ.b. 19 min. og berið hana heita fram. I KVOLD f. \ t

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.