Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 42

Orðlaus - 01.06.2003, Blaðsíða 42
4. Reyndar er l(ka mjög gott að nota Kkamsskrúbb áður en maður fer í sólina hvort sem notað er brúnkukrem eða ekki því brúnkan verður fallegri og endist lengur. ÁÐUR EN FARIÐ ER ÚT í ÞARFTU AÐ SÓLINA 1 aVelja þér gott bikiní eða sundbol sem hentar eigin vexti og Kður vel í, það sem er í tísku er ekki endilega það sem dregur það besta fram hjá þér. Endilega leitaðu þér ráða hjá starfsfólki. 5. Fara verður mjög varlega og vanda valið á sólavörn sem hentar þinni húðtegund og vera ALLTAF með á sér. Sólavörn kemur ekki í veg fyrir brúnku heldur verndar húðina gegn krabbameinsvaldandi geislum. Ef notaður er andlitsfarði að staðaldri er best að kaupa farða sem þolir sól og inniheldur vörn. Flest stóru merkin eru með sumarlínur og vert er að tékka á þeim. 2. Reyna að fara með hlýraboli og kjóla með eins hlýrum og bikiníið út í sólina. Þ.e.a.s ef þið notið halter net (bundið fyrir aftan háls) bikiní að vera þá með þannig kjóla og hlýraboli. Að vera með margfalt far er alltaf Ijótt. 6. Hárið er líkt og húðin líka viðkvæmt fyrir sól og þarf örlitla sérmeðferð. Þótt hárið lýsist í sólinni er betra að hlífa hárinu og splæsa í strípur, þar sem hárið verður þurrt, stritt og líflaust af sólinni. Hægt er að kaupa sjampó og sprey sem innihalda sólavörn en auðveldast er náttúrulega að skella á sig slæðu eða hatti í mestu sólinni yfir daginn. 3. Áður en farið er í sólina er ekki ósniðugt að bera á sig brúnkukrem. Þetta getur komið manni f gang og manni Ifður betur í bikinfinu fyrstu dagana. Meira sjálfsöryggi á ströndinni. Áður en maður setur á sig brúnkukrem er gott að nota Kkamsskrúbb (bodyskrub) til að losa gamla húð. Síðan skal bera rakakrem á svæði þar sem húðin er mjög þurr eins og á ökklum, hnjám og olbogum. því annars er hætt við því að hún dragi í sig of mikinn lit og þá myndast blettir. Best er að bera fyrst á allan Ifkamann, þvo sér um hendurnar og bera sfðan á þær með bómull í lokin. 7. Eitt sem fáir vita um og flestir klikka á eru ilmvötnin. Það er alkóhól í allflestum ilmvötnum en það getur myndað bletti á húðinni auk þess sem hætta er á að mann svíði undan venjulegum ilmvötnum ef húðin er viðkvæm fyrir sólinni. Hægt er að kaupa öll ilmvötn alkóhólfrí og er það sniðugt fyrir sumarið. Kristfn Sofffa Mínus - Halldór Laxness KJIsd *"•<»* Loksins, loksins! Fockjá - og helvítis andskotans geðveiki - djöfulsins rugl og ég veit ekki hvað og hvað ekki. Halldór Laxness er diskurinn - sem - vantaði! Og hann er kominn! Tími til að gleðjast, tími til að stofna hljómsveit og tími til að fagna vorinu og lífinu með því að hlaupa út á götu, öskra duglega og lemja síðan hausnum við steinvegg. Aftur og aftur. Miklar vonir hafa verið bundnar við nýjustu afurð Mínuss - Halldórs Laxness Er óhætt að segja að skífan standi undir öllum þeim væntingum sem til hennar hafa verið gerðar og gott betur. Hún er einfaldlega það góð. EINNIG: ★★★★★ Mínus hófu ferilinn sem tilraun í hávaða. Nokkrir hressir drengir úr reykvísku harðkjarnasenunni komu sér fyrir í bílskúr í Garðabænum og hófu smíðar á eins hrottalegu rokki og til þeirra tíma hafði þekkst. Frá upphafi stóð styr um hljómsveitina, enda er stíll hennar ágengur - annaðhvort fattarðu rokkið eða ekki. Eftir prýðilegan (en fulltil hefðbundinn) frumburð, Hey Johnny! teituðu Mínusiiðar á náðir svokallaðs stærðfræðirokks (e. Mathrock) og óhljóðasmiðsins Birgis „Curver" Thoroddsen til þess að útvíkka hljóminn. Þær tilraunir skiluðu sér í hinni geigvænlegu JeSUS Christ Bobby - einu alvöru þungarokkskffu íslendinga sem hlotið hefur almenna útgáfu. Hvert næsta skref hljómsveitarinnar yrði var erfitt að spá fyrir. Jafnvef mátti leiða líkur að því að Mínus hefðu málað sig út í horn með JCB og kæmust einfaldlega ekki lengra; tónlistin ætti aðeins eftir að verða þyngri og harðari (og að lokum einhæf og leiðinleg). Slíkt er algengt í þungu rokki og við því mátti búast. Blessunarlega tóku drengirnir annan pól í hæðina, enda ekki þekktir fyrir að velja auðveldustu leiðina hverju sinni. ( stað þess að þyngja hljóminn og hækka öskrin, eins og var viðbúið, leita Mínus á náðir frumkrafts rokksins í Halldóri Laxness.Sama krafts og skók mjaðmir Elvis á sínum tíma, sama krafts og fékk ungar stúlkur um heim allan til þess að henda undirfötum sínum á svið Bítlanna. Halldór Laxness ER rokk og ról. Kanadamennirnir í Hot Hot Heat eiga stórgóða piötu - Make up the breakdown - fjörug lög, frábærir textar og skemmtilegt viðhorf. Þeim hefur verið líkt við snemm- Cure, XTC og fleiri frábær bönd. Án efa sumarplatan 2003... ( sama geira eru Yeah Yeah Yeahs, sem gáfu nýlega út diskinn FeVer tO tell. Hressandi rokkplata með nokkrum frábærum lögum og slatta af ágætum. Minnir á JsBx, ElviS og stundum ""Maus!"" Góð með grillmat, bjór, eða margarítum. Fjör... Sveitina Halta hóru skipa duglegir ungir strákar héðan og þaðan af landinu. Þeir gáfu nýlega út lagið VsendlSkonan á CDR smáskífu sem fæst (m.a.) í 12 tónum á eina krónu (!). Frábært framtak hjá strákunum, verst að lagið er klisjukennt og bara ekkert sérstaklega gott (og hljómar eins og Vínyll í þokkabót!).Gengur betur næst... Hressar Frá fyrsta tóni Halldórs heyrist að hér er ekkert hálfkák á ferð. Söngvarinn Krummi hefur breytt um stil, ekki lengur öskrandi villidýr, heldur sleipur og sveittur raulari með fráhneppta skyrtu (þó reyndar glitti í villidýrið endrum og eins). Og drengurinn kann að syngja! Öskrandi gítarar Frosta og Bjarna, koffínbættur trommusláttur hins magnaða Bjössa og bassasarg nýliðans Þrastar koma svo saman í magnaðri hávaðasinfóníu, sem upptökumennirnir Birgir Thoroddsen og Ken Thomas koma óaðfinnanlega til skila. Reyndar ber að geta hljóðvinnslu plötunnar sérstaklega; þar fer saman tilraunamennska í bland við tæran og skýran hljóm þannig að úr verður Ijúffengur kokteill. Óhætt er að segja að annað eins þrekvirki hafi sjaldan eða aldrei verið unnið í upptökum á íslensku rokki. Óþarfi er að geta einstakra lagasmíða sérstaklega, þar eð diskurinn allur myndar sterka heild. Upphafslagið Boys of Winter leggur línurnar og eftir fylgja tæpir þrír stundarfjórðungar af fyrsta klassa Rokki (með stóru erri!). Nokkur lög skera sig þó úr: á Long Face sýna Mínusliðar á sér nýjar hliðar í frábæru lagi sem myndi sóma sér vel í hátölurum amerísks bensínháks á fleygiferð eftir þjóðvegi 66 - um kolmyrka nótt, að sjálfsögðu. Saxófónleikarinn Hrafn Ásgeirsson á einnig sterka innkomu í því lagi. Lokalögin Insomniac og Last Leaf Upon the Tree mynda einnig skemmtilega Ijúfa tvennu sem kemur manni niður á jörðina eftir undangengnar adrenalínsprengjur. Sefandi, en með undirliggjandi ofsóknarbrjálæðistón. ( því síðarnefnda fer söngkonan Katiejane Garside (úr hinni athyglisverðu sveit Queen Adreena) á kostum. Að lokum er vert að minnast á hið rosalega I Go Vertigo, einfaldlega af því það er svo djöfull klikkað. Umbúðir disksins eru fallegar, Ijósmyndir Barkar Sigþórssonar (hirðljósmyndara Mínuss) eru skemmtilega óþægilegar og hæfa tónlistinni vel. ( meðfylgjandi textum má svo lesa hugmyndir söngvarans um ýmsa hluti, ekki síst Rokk og Ról og Kfsstllinn sem því fylgir. Eru þeir yfirleitt ágætlega ortir og hæfa undantekningalítið tónlistinni vel. (slensk meginstraums-rokktónlist hefur ekki verið sérstaklega áhugaverð undanfarin misseri, með nokkrum undantekningum. Margir hafa tapað sér í "metnaðarfullum" instrúmental-póstrokk pælingum (sem geta reyndar verið ágætar) án árangurs, á meðan aðrir hafa hjakkað í hjólförum síðgruggrokks. Lykilorð hér er óspennandi. Með Haiidóri Laxness freista Mínus þess að breyta öllu þessu - nú vorar svo sannarlega hjá (slenskum rokkurum... hauxotron@hotmail.com rokkstelpur ættu að kaupa Why not make today legendary? með sætustrákunum f I adapt. Platan kom út í fyrra, en er ennþá skemmtileg og vel til þess fallin að hvetja til dáða.Gott rokk og jákvæðir textar gera plötuna einstaklega hressandi.Og þeir eru (slenskir!_ Liars eru reiðir og ruglaðir kanar; að hlusta á diskinn They threw us all in a trench and stuck a monument on top er ekki alltaf þægileg lífsreynsla, en engu að síður mjög gefandi... Yo la tengO komu á vordögum með svekkjandi plötu: Summer SUn. Þeir sem þekkja sveitina vita að hún getur (og hefur) gert svo mikið betur. Bömmer... Að lokum: sumarið er tilvalinn tfmi til þess að fá sér ís og stofna kvennahljómsveitir! Eftirspurnin er fyrir hendi: farið að rokka!

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.