Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 20

Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 20
Stjórnvöldum í hverju landi ber skylda til að tryggja öryggi borgara sinna og sjá landinu fyrir vörnum til að tryg- gja frelsi þess og fullveldi. Þrátt fyrir að ógnin sem ríkti á tímum kalda stríðsins sé liðin undir lok eru ýmsar hættur búnar þjóðum heimsins. Þó að ekki sé útlit fyrir að vörnum landsins sé ógnað í allra nánustu framtíð geta íslendingar ekki fremur en aðrar þjóðir haft að engu teikn á lofti um hættur sem steðja að þjóðum heimsins. íslendingar verða að gæta hagsmuna sinna og það er mikilvægt að viðhalda lágmarksgetu og viðbúnaði ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Hornsteinarnir í öryggis- og varnarmálum (slendinga eru annars vegar aðild (slands að Atlantshafs- bandalaginu og hins vegar varnarsamningurinn við Bandaríkin. (sland var ein af stofnþjóðum Atlantshafsbandalagsins árið 1949. Sameiginleg gildi aðildarþjóðanna eru undirstaða Atlantshafsbandalagsins, einkum trú á að lýðræðið sé traustasta forsenda friðar milli þjóða. Yfirlýst hlutverk Atlantshafsbandalagsins er að vera varnarbandalag ríkja sem hafa tekið að sér að koma hvert öðru til varnar gegn árásum þriðja ríkis. fsland var og er eina aðildarríki Atlant- shafsbandalagsins sem hefur ekki eigin her. (slendingar gerðu tvíhliða varnarsamning við Bandarlkin árið 1951, sem byggir á sameiginlegum varnarhagsmunum (slendinga og Bandarlkjanna og bandamanna (slands I Atlantshafsbandalag- inu. Varnarsamningurinn er tákn um sérstakt samband þjóðanna tveggja, hann veitir (slendingum vernd og er einnig mikilvægur vegna þess pólitlska gildis sem hann hefur. Skilyrði þess að varnar- samningurinn haldi gildi sínu er að hann þjóni vörnum beggja ríkjanna. Varnarstöðin I Keflavík tryggir varnir (slands auk þess sem hún þjónar eftirlits- og forvarnahlutverki fyrir Bandarlkjamenn. Nauðsynlegt er að hafa I huga að þó svo að nú sé friðvænlegra en verið hefur lengi er nauðsynlegt fyrir (sland að hafa ákveðnar lágmarksvarnir til að tryggja öryggi borgaranna og verjast óvissu.Án bandarísks herafla og án varnarsáttmálans frá 1951 væru landvarnir Islands nánast engar. Þess vegna er auðvitað áhyggjuefni að óvissa skuli nú rlkja um framhald farsæls samstarfs okkar fslen- dinga við Bandaríkjamenn um varnir landsins. Aðalmarkmið okkar (þeim samingaviðræðum sem nú eru hafnar, og raunar í stefnumótun okkar til framtíðar, hlýtur að vera að tryggja áfram trúverðugar varnir landsins (samstarfi við bandamenn okkar. Her eða ekki her, það er spurningi Framtíð herstöðvarinnar hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú vilja bandarísk yfirvöld að flugsveitir þeirra hverfi á brott á önnur mið og vilja fi/ina nýjar leiðir til að tryggja varnir landsins. (slenska ríkisstjórnin er ekki tilbúin að sjá flotann fara og hefur sýnt fram á andstöðu sína, meðal annars með bréfaskriftum við Bush Bandaríkjaforseta.Viðræður eru því nú (fullum gangi og spurningar flakka fram og aftur.Á það að vera í hön- dum fslendinga að halda úti her? Hefur þetta miklar breytingar í för með sér fyrir atvinnu á Suðurnesjum.Gæti þetta leitt til lægra gengis íslensku krónunnar? Er kannski bara best að fsland sé herlaust? Ekki eru allir á eitt sáttir enda hefur varnarsamningurinn og hersetan verið eitt harðasta ágreiningsefni íslenskra stjórnmála fyrr og síðar. Árlegar Keflavíkurgöngur af andstæðingum herstöðvarinnar og aðildar að NATO voru haldnar reglulega á sfðari hluta síðustu aldar og börðust menn gegn hervaldi, gegn alvaldi og vildu herinn burt! Andstæðurnar voru miklar og átökin oft hörð. Mörgum þótti hersetan gróðvænleg þar sem gjaldeyristekjur landsins jukust til muna, á meðan andófsmönnum þótti þetta skerða frelsi landsins og grafá jindan sjálfstæði þjóðarinnar. Sósíalistar stofnuðu Andspyrnuhreyfingu sem margir gengu ( og Þjóövarnarflokkurinn, sem barðist gegn varnarsamningnum, var stofnaður og komst á þing árið 1953. ■ Andstætt því gengu meðlimir hreyfingarinnar Varið land á milli manna og söfnuðu undirskriftum til stuðnlngs „varnarsamningnum. Ekki er hægt að neita því að Bandaríkjamenn hafa veitt okkur mörg lán og ýmis hlunnindi en nú hefur herinn verí$ hér í rúma hálfa öld og spurning hvort það sé ef til vill kominn timi til breytinga. Ég sjálf get illa svarað því en til þess að kynnast sjónarmiðum andstæðinga og stuðningsmanna eru hér fyrir neðan báðar hliðar málslrfs. 1941 - Bandaríkjamenn taka að sér hervernd (slendinga. 1946 - Keflavfkursamningurinn.Bandarlkjamenn gefa okkur Keflavtkurflugvöll en fá afnot af hluta vallarins,á hálfu ári áttu allir hermenn að vera farnir. Bandarfkjamenn áttu þó enn að vera með umsvif í landinu og urðu því mikil mótmæli við samningnum því að fólk vildi ekki hafa her til þess að halda hlutleysinu. Sóslalistar segja sig úr ríkisstjórninni og nýsköpunarstjórnin fellur. 1949 - Innganga í NATO. Mikil óánægja myndaðist (garð ríkisstjórnarinnar og krafist var þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar aðildar fjölmenntu fyrir utan þinghúsið og mikil átök brutust út, meðal annars var mold,grjóti og eggjum kastað í Alþingishúsið. 1951 - Varnarsamningurinn. Bandarlkjaher kemur með her til landsins.tekur að sér varnir (slands aftur (nafni NATO og Keflavíkurstöðin verður herstöð. Skoðanir voru skiptar því að stór hluti landsmanna var andvfgur hersetunni.en hundruð (slendinga fengu þó vihnu f tengslum við herinn. 1956 - Þingsályktunartillaga um brottför varnarliðsins samþykkt á Alþingi.Vinstristjórn skipuð Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi kemst til valda (fyrsta sinn og stendur til 1958. Samningaviðræður hefjast við Bandaríkin en engar breytingar gerðar. 1959 - Viðreisnarstjórnin tekur brottför hersins af dagskrá. 1974 - Deilur um bandarfska herinn risu aftur og varnarsamningurinn endurskoðaður.Lagt var til að herinn hyrfi (áföngum og (sland træki við gæslu á Keflavíkurstöðinni. Mótmælendur sem gengu undir nafninu „Varið land"safna rúmlega 55 þúsund undirskriftum þess efnis að segja ekki upp varnarsamningnum á meðan Samtök herstöðvaandstæðinga standa fyrir mótmælum.Varnarsamningurinn endurnýjaður með smá breytingum. 1993 - Kalda stríðinu er nú lokið og Bandaríkjamenn vilja fækka í herliði hér á landi. Hervélunum fækkað niður í fjórar. 2003 - Viðræður hefjast um varnarsamninginn á ný þar sem Bandaríkjamenn vilja draga úr umsvifum hér á landi og flytja herflugvélarnar burt frá Islandi og þangað sem meiri þörf er á þeim. Steinunn Jakobsóttir Ástæða þess að friðarsinnar hafa lengi barist fyrir því að bandaríski herinn fari á brott frá fslandi er tvíþætt. Annars vegar byggist þessi afstaða á almennri friðarstefnu og andúð á her og hernaði hvar sem er í heiminum. Hins vegar teljum við að friði og öryggi landsins verði best borgið með því að hér sé ekki her, ísland standi utan hernaðarban- dalaga og myndi sér sjálfstæða og siðlega utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hefur heimsbyggðin horft upp á stríð (fátækum löndum, sem kostað hafa fjölda fólks lífið og valdið gríðarlegum hörmungum. Fjölmörg vandamál steðja að í heiminum, en á sama tíma er geysilegum fjármunum sóað í vígbúnað. Ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm getum við ekki gagnrýnt þetta en látið á sama tíma gott heita að hér á landi sé rekin herstöð. Hlekkur í hernaðarkeðju Viðtæk pólitísk sátt flestra stjórnmálaflokka hefur ríkt um aðild (slands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkin. Þátttaka (slendinga í þessu samstarfi hefur reynst vel og fslendin- gar hafa framfylgt þeirri stefnu að leggja sitt af mörkum til sameiginlegra varna vestrænna ríkja og til að tryggja landvarnir (slands. Þrátt fyrir ýmsar breytingar á alþjóðavettvangi eru ekki forsendur til að breyta stefnu landsins í öryggis- og varnarmálum. Atlantshafsbandalagið mun áfram gegna mikil- vægu hlutverki við að stuðla að friði (heiminum og með samvinnu (slands við lýðræðisþjóðir Evrópu og Norður-Ameríku og varnarsamningnum við Bandarlkin er staðið vörð um öryggi landsins. (slendingar hafa lengi viljað telja sjálfum sér trú um að herstöðin á Miðnesheiði sé ekki eins og hver annar hlekkur í hernaðarkeðju Bandaríkjanna. Þess vegna kjósa stuðningsmenn hersins að velja honum önnur nöfn, kalla herinn„varnarlið"og hermennina„varnarliðsmenn';Staðreyndin er hins vegar sú að það er sami herinn sem drepur fólk í (rak og sem ræður íslendinga til að skúra á vellinum. Þær aðferðir sem bandarísku hermen- nirnir þjálfa í reglulegum heræfingum á Islandi eru nýttar (alvöru styrjöldum þegar Bandaríkin fara í stríð. Þess vegna geta friðarsinnar ekki bara verið á móti her„í útlöndum'í Helga Árnadóttir Varaformaður Heimdallar, f.u.s. í Reykjavík i Til viðbótar við þessi almennu siðferðislegu rök hafa friðarsinnar bent á að það sé engin vörn fólgin í herstöð- vum, heldur ýti þær þvert á móti undir ógnir. Agnarlítið rfki á borð við (sland tryggir hvorki öryggi sitt með því að koma sér upp pínulitlum dúkkuherjum eða með því að líma sig utan á hagsmuni erlendra risavelda. Eina vitræna lausnin hlýtur að vera sú að byggja upp friðsöm samskipti við aðrar þjóðir og ávinna sér þannig virðingu og traust annarra. Það gerum við ekki með þv( að styðja Bandaríkin (blindni í öllum málum eins og sást í fraksstríðinu. Horfttil framtíðar Andstæðingar okkar reyna að afgreiða þessar hugmyndir sem óraunhæfar, en ef málið er kannað kemur an- nað f Ijós. Meirihluti þeirra ríkja sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum standa utan allra hernaðarbandalaga. Mörg þeirra eru (sömu stöðu og (sland að hafa engan her.(sland er hins vegar eina herlausa landið í heiminum sem kýs að vera aðili að hernaðarbandalagi. Sú staðreynd segir meira en mörg orð. Það yrði mikið gleðiefni ef bandaríski herinn væri loks á förum eða að draga saman seglin. Á sama tíma er hins vegar merkilegt að kanna viðbrögð stuðningsmanna hersetunnar. Sumir berja höfðinu við steininn og halda áfram að tala um einhverjar óskilgreindar ógnir, þótt lítið verði um svör þegar þeir eru beðnir um að nefna þær. Aðrir virðast ófærir um að hugsa öðru vfsi en með pyngjunni. ( þeirra huga snýst hermálið ekki um grundvallaratriði,heldur um það hvort hægt sé að betla nokkrum störfum fleiri eða færri af hernum.Viðurstyg- gilegasta dæmið um þetta má heyra ( málflutningi þeirra manna sem telja að það hafi verið snjallt að styðja strfðið ((rak á sfnum tíma -“til að bæta samningsstöðuna núl Ég mun aldrei geta skilið þankagang fólks sem lítur á mannslíf sem hentuga skiptirT]jjjj^^|í|<um samningum. Steinunn Þóra Árnadóttir lerstöðvaandstæðinga MOR r MM i I I 1 fwl Þ01 m hi #11***» ■■■* “íp jk ry y 1 RÖCJ ÆN 1 F fj pA i\ 9 Ef 1 M -ö & T é f*w* r Ut I a& W vi éé w IUR L ANDSIN 11£ i IC* 1 f TIL (▼1 V )NA, , 4 MEÐA N

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.