Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 28

Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 28
H/Ð TO Æ) VÆAST Á FMSIA ŒITI • Að svara í símann (miðju samtali. Slökktu á honum! • Að kryfja öll umræðuefni niður (minnstu smáatriði. •Að tala með munninn fullan af mat svo það spýtist á ennið á deitinu þ(nu. •Slúður, það er ekki sjarmerandi að hlusta á manneskju sem þú þekkir Ktið, slúðra um Pétur og Pál. •Allt tal um fyrrverandi kærasta eða kærustu sérstaklega ef manneskjan hefur verið alveg fullkomin því enginn nennir að keppa við fyrrverandi. Ef þú hefur l(ka einhvern tímann farið með fyrrverandi á þennan sama veitingastað, ekki segja frá því! •Konur sem klæða sig glyðrulega á fyrstu stefnumótunum og karlar sem mæta með derhúfu og sólgleraugu út að borða eru út úr myndinni. •Að verða það drukkin/n að þú ælir á skóna þína. •Að snýta sér svo hátt að það hljómar um allan staðinn. •Ósnyrtar og skýtugar neglur. •Strákar með svo mikið gel ( hárinu að hægt væri að brjóta það og stelpur með ofurspreyjað aflitað hár. •Slæmir mannasiðir eins og smjatt og að bora f nefið. •Metnaðarleysi. Konur og karlar heillast meira af manneskjum sem eru að reyna að ná einhverju markmiði. •Ef það vottar fyrir hroka eða fordómum. •Allt væl og tal um erfiðleikana ( æsku, fjölskyldudrama eða hvað þú hafir verið að koma úr erfiðu sambandi. Ef þú opnar þig algjörlega á fyrsta deiti hvernig værirðu þá á því t(unda? •Að tala alltof hratt þvf þá virkarðu taugaveikluð/ aður og óörugg/ur. Ef þú hins vegar talar aaaalt ooof hææægt virkarðu sem frekar sljór. Aö segja "skilurðu" eftir hverja setningu, mjög pirrandi. •Að smjatta á tyggjói á meðan þú ert að tala þv( þá virkarðu stressuð/aður. •Ef þú tuðar yfir minnstu hlutum og gerir óþarfa vesen út af engu eins og að vilja skipta um veitingastað þv( hann selur ekki mat eins og hjá mömmu. •Ef þú þegir allt kvöldið og segir bara já og kinkar kolli þvf þá virðistu eins og þú hafir engar sjálfstæðar skoðanir. Það er alveg jafn slæmt að tala út í eitt um sjálfa/n sig. •Að vera með ástarjátningar á fyrsta stefnumóti eða hrósa of mikið. Það er ekki viðeigandi að tala um brúðkaup og hvað þú myndir vilja skfra börnin þín alveg strax. •Karlmenn sem tala við brjóstin á manni og tékka á öllum konunum sem labba inn á staðinn. •Stöðugt fikt í öllu á borðinu eins og gafflinum eða servíettunni. Lítur út eins og þér leiðist alveg hrikalega. BLINT STEFNUMOT Það hafa eflaust flestir velt því fyrir sér hvernig það er að fara á blint stefnumót, en örugglega fáir sem hafa þorað að prófað það. Það eru örugglega margar ástæður fyrir því.Vandræðalegar þagnir.erfið útgönguleið og ef til vill hræðsla við að hitta ófrftt andlit með Ijóta sál sem þú passar engan veginn við.Við fundum eina stelpu og einn strák sem höfðu aldrei hist og sendum þau á Apótekið til þess að mæta örlögum slnum. Þau sluppu bæði að mestu ósködduð frá þessari nýju upplifun sinni og nú getið þið fengið að lesa um það frá báðum hliðum hvernig það er að fara á blint stefnumót. HEY CUTIEPIE, HOW ARE YOU? Ætli hún sé sæt? Ætli hún sé Ijóshærð? Hvað ef hún er hundleiðinleg? Hvað ef hún hlær ekki af öllum bröndurunum sem ég er búinn að ákveða að segja? Hvað er ég búinn að láta hafa mig út í? Andskotinn, ég er orðinn alltof seinn og það meira að segja á mælikvarða kvenmanns. Mæting klukkan 21:00 - hvað er verið að láta mann mæta klukkan níu þegar matmálstími er á milli sjö og átta? Hefði ég átt að mæta klukkan sjö hefði ég pottþétt mætt á réttum tíma. Klukkan er u.þ.b. 21:25 þegar ég geng skömmustulegur inn á Apótekið og segi við þjóninn sem tekur á móti mér að ég sé á vegum Orðlaus. Hann glottir og biður mig að fylgja sér. Ég Kt snögglega yfir salinn... andskotinn! Ekkert borð laust, sem þýðir að hún er ekki týpan sem lætur bíða eftir sér - ekki byrjar þetta vel. "Sæl ég heiti" "komdu sæl og blessuð" "Hey cutiepie, how are you?" Hvernig ætli sé best að brjóta (sinn? hugsa ég með mér. Við þjónninn erum komnir að sfðasta borðinu og þar situr hún og er farin að lesa matseðilinn. Hún Iftur allt öðruvlsi út heldur en ég var búinn að fmynda mér - það skiptir ekki máli þv( hún er ekkert smá sæt. "Hey cutiepie, how are you?" varð ekki fyrir valinu og ég sest niður og kynni mig og biðst afsökunar á seinkomu minni, "sko ég var nefnilega að koma úr veislu" Á sama tíma vonaðist ég að allir bjórarnir sem ég var búinn með sæust ekki á mér. Við erum ekki búin að fá matinn þegar við erum komin á fljúgandi samræður, aðallega um okkur og hvað við erum að gera ( Kfinu. I miðjum matnum áttaði ég mig á að það væri kannski svoKtið spunnið í þessa stelpu, nema bjóramir hafi verið virkilega farnir að hafa áhrif. Þegar hér er komið við sögu erum við komin með hvltvlnsflösku á borðið og hún farin að nálgast það stig sem ég var óvart kominn á þegar ég mætti á stefnumótið. Hún var frekar alvörugefin og þegar ég sagði brandara fannst henni ég "sniðugur"!! Mér fannst hún ekki hlæja nógu mikið... Við ræddum nokkra hluti sem við hefðum alveg getað sleppt og aðra sem voru meira (takt við aðstæður. Þegar maturinn var búinn og vínið horfið lá leið okkar á einn skemmtistað bæjarins sem ég sæki mikið,en það var ekki að falla ( kramið hjá píunni og dró hún mig annað til að hitta vin sinn. Vinurinn var gamall og mér fannst frekar skrýtið að hafa hann með á deitinu og þá fannst mér ekki gaman lengur og tími til kominn að enda kvöldið. Þannig að þegar á heildina er litið borðuðum við af hjartans lyst, sulluðum smá í hvftvíni og skiptumst á skoðunum - sem voru ekki alltaf þær sömu, svo ekki sé meira sagt. En ég kynntist mjög skemmtilegri píu með bein (nefinu sem ég á örugglega eftir að hafa frekari samskipti við (framtíðinni.Og takkfyrir að taka ekki gamla með í matinn. MR.TIPPSI 0G GOGGURINN Jæja þá, ég fór á blænd deit (gær. Það hefði Kka ekki getað verið blindara þar sem ég vissi eingöngu nafnið á manninum og ekkert annað. Ég mætti fyrst á svæðið og beið stillt og prúð eftir að verðandi eiginmaður minn myndi láta sjá sig. Klukkan var orðin tuttugu yfir þegar LaCost bolur settist við borðið mitt og hristi lúkuna á mér af miklum krafti. Við hófum samræðurnar á vandræðalegri þögn og augngotum út (loftið. Þegar fyrsti bjórinn var búinn og hvítvínið komið f glösin fór að liðka um málbeinið. Hann sagði mér að hann væri nýkominn úr grillveislu hjá vinnunni sinni og væri eilítið tippsí.eða - soddlið tipplsf- eins og hann sagði það. Ég sá það strax að ég yrði að taka mig verulega á (drykkjunni ef ég ætti að ná hans leveli. Ég fleygði allri rómantík út um gluggann og veifaði þjóninum eftir meira v(ni. Hvítvfnið rann og þar sem hann var nú þegar orðinn tippsf fékk hann fyrsta rétt á málæðinu sem oft fylgir tippslleikanum. Hann sagði mér allskyns sögur um allskyns fólk og gjörðir og ég sat áfram stillt og prúð og hlustaði á allt sem fram hafði farið í Kfi hans frá fermingu. Ein sagan leiddi okkur á slóðir sem ég var kunnug og ákvað að spyrja hvort hann kannaðist við mann einn sem ég þekki vel...- já já já - var svarið - rosalega ffnn gaur, hvernig þekkist þið? - það kom smá fát á mig minnug þess að maður á vlst aldrei að ræða um fyrrverandi kærasta á deitum - eemm hann er fyrrverandi kærastinn minn. - Neih! - sagði hann þá - Ert þú stelpan með gogginn ??!! - þessi spurning gaf mér tvo möguleika, að neita og skipta um umræðuefni eða að neita og spyrja nánar út (gogginn. Því miður valdi ég þann síðari. Áður en ég vissi af sat ég á einu af fínni veitingahúsum bæjarins með dýryndis hvítvín ( hönd á móti LaCost bol sem var orðinn aðeins meira en tippsf þegar hér kemur að sögu, að segja mér kynlífssögur af fyrrverandi kærastanum m(num til margra ára og einhverri kærustu hans sem átti Ktinn sætan gogg sem notaður var til gjörða sem ég vil hreint ekkert vita um. Þegar sögunni lauk var Ktið annað sem ég gat sagt nema - Jahá þa nebblilea þah! - eftir þetta ákvað ég að hætta að spyrja spurninga og halda mig við að súpa bjór. Yfir heildina litið var kvöldið þó stórgott. Mr. Tippsí var langt frá því að vera leiðinlegur og varð bara skemmtilegri með hverju glasi sem drukkið var. En það er samt alltof erfitt að ætla sér að dæma manneskju út frá einu stefnumóti, ég ætla allavega rétt að vona að hann hafi ekki gefið sér heildarmynd af mér á þessu eina kvöldi þar sem ég átti mín Goggamóment Kka ... gleymdi meira að segja nafninu hans (eitt skiptið, bölvaða hvítvín. Gegnum tíðina hef ég ekki haft mikla trú á blindum stefnumótum en Kfið er lokuð bók og hver veit nema ég og Mr.Tippsí eigum eftir að eiga okkar eigið goggaævintýri þegar fram Kða stundir. Ég sá það strax að ég yrði að taka mig verulega á í drykkjunni ef ég ætti að ná hans leveli. Ég fleygði allri rómantík út um gluggann og veifaði þjóninum eftir meira víni. Nafnleynd.... apötEk bar • g ri 11

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.