Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 32

Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 32
KERFIÐ I DAG Vegna þeirra dóma sem fallið hafa að undanförnu hjá Héraðsdómi og Hæstarétti, langar mig að koma frá mér örfáum orðum um hversu fáránlegum lögum þessir dómstólar þurfa greinilega að vinna samkvæmt. Ég hinn almenni borgari skil hvorki upp né niður í þessum dómum og finnst þeir vera algjörlega á skjön við það sem erlendis gerist, og það sem mín réttlætiskennd segir mér. Hér höfum við há- marksrefsingu 16 ár og möguleiki á náðun eftir 12 ár. En þeir dómar sem hafa fallið nú að undan- förnu í líkams- og manndrápsmálum hafa verið algjörlega til skammar. Það virðist vera að eftir því sem þú eyðileggur fleiri sálir og limlestir fleiri likami þá fáir þú vægari dóma. En þeir sem stela peningum eða eitthvað slíkt fá hámarksrefsingu. Ekki það að ég sé að segja að það sé í lagi að stela, heldur það, að hitt finnst mér miklu alvarlegra. Er þetta það sem við viljum sjá hér á okkar landi? Að stuldur á peningum skipti meira máli en mannslíf? Mér persónulega finnst að þeir sem ganga hér um miðborgina og myrða, nauðga og stórslasa börnin okkar eigi að fá allavega þessi sextán ár (sem er alveg hlægilega lágt), en það er greinilega eitth- vað erfitt samkvæmt lögunum. Við sáum það I Hafnarstrætisdómnum sem féll núna nýverið að maður sem réðist tvívegis sama kvöld á menn fyrir utan skemmtistaði í Rvík, og annar þeirra lét lífið viku seinna, fékk þriggja ára dóm fyrir þetta, (og inní þeim dómi var einnig refsing sem hann fékk fyrir það að höfuðkúpu- brjóta annan mann stuttu áður en þessar tvær árásir voru gerðar í miðborginni). Er hægt að bjóða okkur svona dóma? Hvað þarf eiginlega að gera mikið af sér til að fá þessi fáránlegu 16 ár? Hversu margir þurfa að deyja, höfuðkúpubrotna eða stórslasast til að þessum refsiramma sé beitt? Og hvernig stendur á því að það skiptir máli hvort að það var þessi maður eða hinn maðurinn sem sparkaði í höfuðið á liggjandi manninum og veitti honum það högg sem varð honum að bana? Er málið ekki það að tveir menn stóðu að grimmilegri árás á liggjandi ungan mann sem varð þess valdandi að hann lést skömmu seinna,og allir hans draumar og væntingar og réttur hans til að lifa var tekinn á grimmilegan hátt frá honum? Min réttlætiskennd segir mér að það skipti engu máli hvaða högg varð þess valdandi að þessi ungi maður dó, heldur hitt að ráðist var á hann af þessum mönnum og haldið áfram þó að maðurinn gæti enga björg sér veitt og lægi í götunni. ( mí- num huga er þetta grimmd af versta tagi og i vill ekki vita af svona grimmu fólki gangandi hér um götur eins og ekkert sé þegar maður veit að LIKAMSARASIN I HAFNARSTRÆTINU Mig langar að segja ykkur smá sögu um það hvernig fjölskylda upplifir það að missa einn meðlim sinn vegna ofbeldisverks. Þannig er mál með vexti að fyrir rúmu ári síðan var hringt í vinkonu mína vestur á fjörðum, og henni tilkynnt að hún verði að koma til Reykjavíkur vegna þess að sonur hennar væri að öllum líkindum að deyja af áverkum sem hann hlaut þessa nótt. Fjölskyldan var vakin að nóttu til með þessum fréttum, og sem betur fer var fjölskyldufaðirinn heima þessa nótt en ekki úti á sjó. Eins og þið getið ímyndað ykkur þá varð fjölskyldan fyrir sjokki,og við tók endalaus bið því það þurfti að bíða fram á morgun með að komast suður til Reykjavíkur. Þegar þangað var komið var farið upp á gjörgæsludeild Borgarspítalans og þar lá 22 ára drengurinn þeirra tengdur við öndunarvél og var haldið sofandi. Þar var þeim tilkynnt að að öllum likindum kæmist hann aldrei til meðvitundar, því að áverkarnir sem hann hlaut fyrir utan skemmtistað í miðbænum væru það alvarlegir að heilasérfræðingurinn hafcý aldrei séð slfka áverka eftir slagsmál, og átti hann ekki von á því að hann myndi lifa af. En ef að hann kæmist til meðvitundar þá yrði hann verulega heilaskertur og yrði aldr< sá sami og hann var áður en þetta fólskuverk var unnið á honum. í hönd fóru dagar mikilla geðshræringa hjá fjölskyldunni, og verið að reyi þennan atburð. Tilfinningarnar sveifluðust mikið, væri betra að hann fengi að væri betra að horfa upp á hann sem þroskaheftan eða þaðan af verra, og auðvit haldið í vonina um að kraftaverk gerðist, að hann mundi vakna upþ og vera eins og hann var áður. En eftir því sem dagarnir liðu dvínuðu allar vonir þeirra, þartil að einn daginn var ákveðið að slökkva á öndunarvélinni. Öll fjölskyldan var samankomin við sjúkrahúsrúm elskaðs sonar, bróður og ömmu- og afabarns.til að vera viðstödd þegar hann tæki síðasta andardráttinn. Þið getið ímyndað ykkur tilfinningarnar og sorgina sem var til staðar, að horfa á eftir hörkuduglegum og efnilegum dreng sem í blóma lifsins varð á vegi tveggja eða fleiri ofbeldismanna þegar.þártrj'skfappíBórginaeina Kéí^til að skemmta séráðuren haldið væri út á sjóinn aftur. Eftir dauða drengsins var aftur haldið vestur á land og jarðarförin undirbúin, og sem betur fer voru margir til að veita stuðning á þessurmtima, og allir hjálpuðu þeim að takast á við þetta erfiða verkefni sem framundan var. Fyrst var kistulagningin þar sem hann var kvad- ÞAÐ ,VIRÐIST, VERA AÐ EFTI ,ÞVI SEM ÞU EYÐILEGGU SALIR OG JJtyLESTJR FL LIKAMA ÞA FAIR ÞU VÆG Ég skil ekki hvernig hægt er að dæma í tveggja og þriggja ára fangelsi fyrir manndráp. Hvað eftir þessi tvö og þrjú ár? Eiga þessir aðilar að koma aftur út í samfélagið og fá að drepa fleiri? Er það svona sem við viljum að lagaramminn okkar virki? Ég get allavega svarað fyrir sjálfa mig, að ég er afskaplega ósátt við þetta og vil sjá mjög miklar breytingar á lagarömmum þeim sem dómskerfi okkar vinnur eftir. Einnig vil ég sjá þyngingar á refsingum. Þai sem er t.d. í Bandaríkjunum væri ágætt að íáka upp. Þar þýðir það að lenda í lífstiðarfangelsi nákvæmlega það sem orðið segir, þú gætir fengið undrað og eitthvað.ár í fangelsi og losnar þar af ndi ekki út svo lengi sem þú lifir. Er það ekki 5 sem viljum sjá hér Slandi? Viljum við ekki að það fólk sem er hættulegt verknaður þeirra skilur eftir sig^éýSilögð líf, sorg- mæddar fjölskyldur, og skerta starfsgetu þeirra manna sem slasast alvarlega um land allt. Er ekki kominn tlmf til að við förum eftir þeim orðum að með lögum skal land byggja en ólögum eyða, og tryggja rétt þeirra sem þurfa að þjást af '^'dum svona manna? Ég vil að börnin min og an- narr’a fái að ganga óáreytt hér um götur og að við getum verið örugg um að þeir sem hafa ekki virt þann rétt okkar séu lokaðir inni. Ekki í tvö til þrjú ár heldur um lífstíð! Virðum rétt þeirra sem lifa vilja I friði, en skerðum rétt þeirra sem ráðast inn í líf annarra og eyði- leggja þau. Linda Baldvinsdóttir dur hinstu kveðju á blátt og marið enni hans, og jarðarförin var daginn eftir, fjölmenn og falleg athöfn þar sem hann var borinn út af skipsfélögum sínum. En tlminn sem fór í hönd reyndist fjölskyldunni erfiður, bæði voru fjárhagsáhyggjur og tilfinningakrlsur sem géngu yfir. Fjölskyldufaðirinn treysti sér ekki um borð í togarann þar sem hann hafði ve'rið með syni sínum í nokkur ár, og fjölskyldan öll í rúst. Systir drengsins fékk taugaáfali og reyndi að fyrirfara sér, sem lagðist einriig þungt á fjölskylduna, móðirin 'ékk einnlg nokkur taugaáföll og fjölskyldan var öll komin í tilfinningalega rúst. nkom að því að taka átti málið fyrir í Héraðsdómi. Vonaðist fjölskyldan til þess að léttarkerfið okkar tæki á málunum, og pössuðu upp á það að þessir menn fengju ekki tækifæri til að skaða eða drepa fleiri. En hvað gerist ekki þá; líf sonar þeirra var ekki meira SSS virði en það, að þessir menn koma til með að ganga lausir um götur bæjarins eftir 1 og 2 ár. Þvíllkt áfall sem þessir dómar urðu fyrir þessa fjölskyldu. ÖLL FJÖLSKYLDANÍIr SAMANKOMIN VIÐ SJUKRfP- HUSRUM. ELSKAÐS í SONAR, BROÐUR OG OMMU- OG AF.ABARNSÍ TIIJp!\Ð VERA VIÐSTODD ÞEGAR HANN TÆKI SIÐASTA ANDARDRATTINN. samfélagínu, jye. fólk sem ræðst á, nauðgar og 5i lokað inni ævilangt, þannig að við i ekki að hafa áhyggjur af því að það skaði kur hin sem reynum eftir fremsta megni að lifa (friði og ró? En eins og kerfið virkar ( dag, þá virðist vera að það sé verið að loka fólk inni (fangelsi svona rétt á meðan almenningur er að gleyma þessum málum sem menn eru dæmdir fyrir. Slðan er þeim hleypt út aftur, og flestir þeirra hafa ekki betrumbætt sig að nokkru ráði, og byrja aftur sinn fyrri af- brotaferil. Reiðin og biturleikinn kom allur aftur upp á yfirborðið, og þeim leið eins og þeim leið fyrir ári síðan þegar þau greftruðu son sinn. Allt hatrið sem þau höfðu reynt að loka inni og ko- ma^iyfir, kom aftur upp á yfirborðið og tilgangsleysið með dauða sonar þeirra varð algjört. Allt sem þau höfðu þurft að ganga í gengnum og þola á þessu ári var til einskis. Mennirnir, sem tóku líf sonar þeirfa verða frjálsir til að skaða fleiri, og ekkert nýtt gerðist í sambandi við ofbeldisdóma. Það er óbeint búið að gefa út veiðileyfi fyrir hvern þann sem langar að myrða hvern þann sem hann vill. Þú færð minni dóma fyrir að drepa ástkæran son eða dóttur einhverrar fjölskyldu en ef þú hefðir stolið peningunum þeirra. Hvaða skilaboð fær svoná fjölskylda? Hún fær þau skilaboð að sársauki hennar og missir sé afskaplega tak- markaður, og að líf elskaðs sonar sé einskis metið. Núna þegar þessar línur eru skrifaðar er þessi fjölskylda ein rjúkandi tilfinningaleg rúst, og samfélagið er búið að segja þeim að halda bara áfram eins og ekkert hafi (skorist og vera ekki aö velta sér neitt frekar upp úr svona smotterii, þv( að það virðist vera að við þurfum frekar að athuga rétt þeirra sem ofbeldisverkin fremja. Það virðist vera nóg fyrir þá menn að veifa Bibllunni fyrir framan andlit sitt á forsfðum blaða og sjónvarps til að fá fyrirgefni- ngu synda sinna. Enég sem trúuð kona tel aðgóðurGuð leggi ekki nafn sitt viðsvona verknaði,(2.Mós.21.12) en engu að síður bið ég að Guð fyrirgefi þeim þennan verknað, þv( að ég veit að hann einn getur það. Allavega veit ég að það verður langur t(mi þar til að fjölskylda fórnarlambsins getur fyrirgefið og haldið áfram að lifa sínu lífi án drengsins s(ns. Linda Baldvinsdóttir

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.