Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 34

Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 34
ekkí sja aö rramatnum ef þaö saei tilfáritnar hérna... Þetta byrjar allt ósköp sakleysislega; allir úti á engi (í rigningu og roki sem jafnast bara á viö sautjánda júní-veörið heima, og hegðar sér einmitt mjög svipað, það hefur rignt hvern einasta midsommardag I manna minnum) að tlna blóm og gera kransa sem tróna síðan á hvers manns höfði. Svo er keyrt á traktor á sameiginlega grasflöt bæjarins og blómin fest á blessaða maísstöngina sem er náttúrulega ekkert annað en frjósemistákn - en það vita börnin ekki ennþá þar sem þau skoppa um I hvítum, óðum blotnandi, fötunum sínum. Það er þá sem ballið byrjar fyrir alvöru; stöngin er reist við lófatak - og léttur brjálæðisglampi fer að blika í augnaráðinu. Harmonikkan er dregin fram og fólk fylkir liði í hring í kringum frjósemistáknið sem sveiflast til og frá i rokinu. hasdast i hendur, dansa og syngja lög sem vitöast ei’tthvaö hafa viiist á milii árstíða - éo, héít aö minnsta pvt aö songunnn magnast. Harmonikkuleikarinn leggur sig allan fram, derhúfan er orðin skökk af áreynslu og tungan komin út í munnvik á meðan fólk kyrjar einum rómi þetta lag sem allir Svíar kunna og elska; "smá grodorna, smá grodorna...” Sem er auðveldlega hægt að snara yfir á íslensku: "litlu froskarnir, litlu froskarnir eru fyndnir á að líta, hafa hvorki eyru né skott..." Og svo er hoppað ein lifandis ósköp... Fyndnar þessar hefðir - hvað þetta situr í beinmergnum á manni. Ég hló mig máttlausa að fullorðna fólkinu í regnjökkunum hoppa á grasblettinum sem var við það að breytast í leðjusvað. Skildi hins vegar ekkert í því að ofannefndri vinkonu fyndist eitthvað athugavert við að fagna morgni sautjánda júní með hæ-um og hó-um og jibbí-jei-um. Eða að um hádegisbil væri þrá mín eftir rellu og blöðru og skrúðgöngu orðin svo mikil að ég sá mig knúna til að kalla saman fslendingafund í almenningsgarðinum klukkan fimm bara til þess að geta veitt einhverju af þessu útrás. Sem ég og gerði; sló tvær flugur í einu höggi og töfraði fram þessar glæsilegu fánablöðrur með hvítum blöðrum, bláum penna og rauðum varalit. Hörku stemning! Hefðir já, hvað væri lífið án þeirra? Maður þarf eitthvað passlega vitleysingslegt til að lífga upp á hversdaginn. Og þaö er náttúrulega skemmtilegast af öllu að eiga þær sameiginlegar með löndum sínum; hver fær nokkuð út úr því að hoppa eins og froskur einn úti í garði? Ég las svo grein I dagblaðinu mínu yfir morgunmatnum nokkrum morgnum eftir sautjándann. Fyrirsögnin fangaði athyglina svo fljótt og örugglega að ég missti allan fókus og sullaði dýrmætu og sjaldséðu Kaffitárs-kaffinu niður á blaðið. Greinin fjallaði um umskurð á konum í anda Eyðimerkurblómsins sem ég hef að vísu ekki ennþá gerst svo fræg að lesa. Nokkrum setningum síðar komst ég að því að greinin var í raun gagnrýni á fjölskylduráðherrann Berit Andnor sem hefur beitt sér gegn umskurði af öllu afli. Mér svelgdist illilega á gæöakaffinu; hverjum dettur í hug að gagnrýna manneskju sem er að leggja sig alla fram til þess að koma í veg fyrir að ólöglegur umskurður á konum sé framkvæmdur hérna í landi miðsumarhátíða í miðri jarðarberjauppskeru? Það er nefnilega hefð sem hlýtur að tilheyra öðrum flokki en rellu-æðið mitt og froskadansinn þeirra Svía. Kaffið og ristaða brauðið kepptust um hvort gæti kólnað meira á meðan kjálkinn á mér seig hægt neðar og neðar. Þessar þrjár konur sem skrifuðu greinina voru alveg jafn mikið á móti umskurðinum og Berit Andnor en höfðu annað til málsins að leggja. Rannsóknir þeirra á málinu höfðu leitt I Ijós að flestir Sómalir, sá hópur sem oftast er nefndur í tengslum við þennan sið, sem hafa komið sem flóttamenn til Svíþjóðar fá aðra sýn á hefðina í landsflóttanum; eru hreint og beint fegnir að lögin hér veita þeim ástæðu til að hlífa dætrum sínum við þessari sársaukafullu aðgerð. Og að eins og fjölskyldurráðherrann hefur sjálfur sagt, þá sé í rauninni ekki eitt einasta tilfelli af ólöglegum umskurði skráð hér. Samkvæmt Berit Andnor þýðir það að það séu önnur tilfelli, enginn veit hversu mörg, sem aldrei koma í Ijós. Svo kom að lokakaflanum í kaffileikþættinum, þegar ég hristi höfuðið svo ákaft yfir þessu blessaða mannkyni sem ég skammast mín stundum fyrir að tilheyra að blásaklaus kötturinn fékk kaffisturtu í boði hússins. Það sem greinahöfundarnir eru í rauninni að benda á er sú áhætta sem felst í því að fjölskylduráðherrann tali svona ákaft um þessa umskurði sem eiga sér stað i myrkrinu - þangað sem Ijós yfirvalda ná ekki. Sómalir i Svíþjóð eiga sér engin samtök; mynd sína af eigin hópi fá þeir I gegnum sænskumælandi stjórnvöld. Ef ráðherrann segir að það sé mikið um ólöglega umskurði álykta þeir eðlilega að "allir hinir" haldi fast við hefðina og upplifa þar með meiri þrýsting til að gera slíkt hið sama. Ef þeir eru þeir einu sem hætta við eiga dæturnar sér enga framtíð. Svipað var þetta með kínversku stelpurnar sem neyddust til að haltra á afmynduðum fótum lífsleiðina á enda. Fætur þeirra voru reyrðir samkvæmt siðvenjum í meira en þúsund ár og svo tók það bara eina kynslóð fyrir hefðina að veslast upp og svo til hverfa. Um leið og einhverjir ákváðu að sleppa liljufótunum og gefa dætrum sínum tækifæri til að hlaupa og dansa í staðinn fannst hinum léttara að yfirgefa siðinn og kvalafullan grátinn sem honum fylgir án efa. En á meðan "allir hinir" voru ennþá uppteknir af að reyra og vefja og beygla skipti gráturinn engu máli; þetta varð að gerast, allir reyröu fætur dætra sinna og ekki vill maður vera öðruvísi. Hvaö er aö okkur? Hvaðan í ósköpunum kemur þessi krafa um að vera eins og óttinn við að vera öðruvísi? Af hverju erum við ekki ennþá búin að læra að fagna því að við erum ólík, af hverju mála allt í svarthvítu þegar við getum verið í öllum regnbogans litum? Eins og okkur finnst þetta hræðileg tilhugsun; að þúsundum ungra stelpna sé árlega misþyrmt á þennan hátt vegna þess eins að foreldrar þeirra eru of hræddir við að skera sig úr hópnum til þess að leyfa sér að fylgja því sem hjartað segir - þá erum við ekkert skárri. í staðinn fyrir að fussa og sveia yfir undarlegum hefðum og heigulsskap ættum við að líta í eigin barm. Þegar við sjáum út í hvaða öfgar þessi hugsunarháttur getur leitt okkur - er þá ekki rétt að reyna að breyta honum áður en hann leiðir til hörmunga? Hversu margir hafa ekki upplifað hinu eilífu kröfu um að vera eins og allir hinir, bara aðeins betri og meiri? Græjurnar, bilarnir, húsin, peningarnir eru sjúkdómseinkennin i efri deildunum. En mig langar til að snúa mér að neðri deildinni. Það er strax þar sem við ættum að rífa okkur út úr þessu fáránlega kapphlaupi og lifa eigin lífi. Hugsaðu þér bara, ef þú ert alltaf að rembast við að vera svona og hinsegin - allt nema það sem þú ert innst inni, ertu I rauninni að lifa lífi einhvers annars og sóa þínu eigin. Sem betur fer átta margir sig eftir því sem aldurinn, eða þroskinn, færist yfir, en því fyrr því betra! Ég verð að viðurkenna að ég öfunda þá dálítið sem þurfa að ganga f gegnum þá lífsreynslu að koma út úr skápnum. Eins erfitt og það hlýtur að vera þá held ég að allir hefðu gott af því. Að neyðast til þess að skoða hver maður er og hvað maður vill og taka svo skrefið út úr skápnum, út I heiminn þar sem allir sjá þig. Það er aö sjálfsögðu ekki samasemmerki á milli kynhneigðar og persónuleika en ég hef á tilfinningunni að þetta grúsk í eigin barmi sem hlýtur að koma á undan hoppinu út úr skápnum haldi sig ekki bara við kynhneigðarhólfið og að það hafi í flestum tilfellum bara góðar afleiðingar. Eins og alltaf er hlutverk og áhrif fjölmiðla í umræðunni. Ég veit af eigin reynslu að fjölmiðlar hafa meiri áhrif en þeir vilja yfirleitt kannast við, aö þeir móta fleiri hjörtu, eða vandamálin sem hrjá þau, en þeir kæra sig um að heyra. Mig langar til þess að nota þetta tækifæri og leggja mitt af mörkum; reyna að móta hjörtu en ekki vandamál. Þegar ég var lítil fjórtán ára stelpa, (því staðreyndin er að maður ER lítill þegar maður er fjórtán, sama hvað maður segir á því tímabili!) og niðursokkin í nýjustu Amazing SEX! - greinina í Cosmo eða einhverju álíka, var þetta það sem ég hefði frekar átt að lesa, hefði haft svo gott af að lesa, þráöi að lesa: (kapphlaupi neðri aldursflokkanna ber aldurinn hátt. Besta leiðin til að slá hinum við er að verða eldri en þeir eru, eldri en þú ert í raun og veru. Gera hluti sem væru kannski ekki á dagskrá fyrr en mörgum árum síðar ef það væri ekki fyrir þessa "alla hina". Að vera eins og allir hinir er um það bil það ieiðinlegasta sem þú getur nokkru sinni gert. Vertu þú sjálf, og gerðu þér grein fyrir því að það þarf ekki að þýða aö þú neyðist til að stökkbreytast í pönkara og hætta að borða kjötbollurnar hennar ömmu. Það þýðir allt annað en að þú verðir að verða einhver týpa. Ef þig langar að klæða þig pönkað og hlusta á Britney Spears þá er það í þessu líka fínasta lagi. "Að vera maður sjálfur" er kannski ofnotað og útþynnt. Bara vertu. Ég vildi í raun að aldur væri eitthvað sem maður ákveður sjálfur. Að aldur væri eins og blóm meðfram stíg lífsins; maður gæti tlnt eitt ár í viðbót í vöndinn sinn þegar skrefin hafa fært mann að því. Og þegar tvær manneskjur mætast sé spurningin ekki hvort vendirnir séu jafn stórir, heldur hvort blómin fari vel saman. Dúllaðu þér áfram eftir stígnum ef þú vilt það, tíndu blómin þín i þínum eigin takti. Tíndu þau sem þér finnast falleg, þegar þú ert reiðubúin að tína þau. Og gerðu það fyrir mig og sjálfa þig, ekki reyra fæturna á þér af hræðslu við "alla hina". Góða göngu! Texti: Sunna Dís Másdóttir *

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.