Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 44

Orðlaus - 01.07.2003, Blaðsíða 44
> t 1 * ? > Nú þegar hitastigið hækkar lítið eitt með rísandi sólu sækir þorstann oft á og hvað er þá betra en að skella (einn góðan ávaxta og skyrhristing.... Tæhjasalurinn Til að fá sem besta alhliða þjálfun úr æfingum i tækjasalnum er nauðsynlegt að velja réttar æfingar jafnframt því að stunda þær ákveðið oft og með réttu álagi. Til að byrja með er ráðlegt að gera æfingar fyrir allar helstu vöðvahópa á hverri æfingu þrisvar sinnum í viku. Eftir ca.4-6 vikur í tækjasalnum er s(ðan hægt að skipta yfir f tvískipt prógram þar sem vöðvahópum er skipt f tvennt, hver hópur tekinn á annarri hvorri æfingu og þá fleiri æfingar og sett fyrir hvern vöðva. Síðar þegar lengra er komið er skipt yfir í þrískipt og jafnvel fjórskipt prógram þar sem álagi, æfingum og endurtekningum er alla jafna breytt reglulega til að koma í veg f^rir stöðnun. Meðfylgjandi er tillaga að æfingaáætlun fyrir tækjasalinn fyrir byrjendur. Ekki er ráðlegt að taka of miklar þyngdir til að byrja með en að þyngja jafn og þétt eftir getu. Jfii Æfing sett stk Innanverð læri Adduction 1 20 1 Utanverð læri Abduction 1 20 1 Aftanverð læri fótakreppur 1 15 I Framanverð læri fótaréttur 1 15 I Kálfar kálfapressa 1 20 | Axlir axlapressa 1 15 hliðarlyftur 1 15 Bak róður f vél 1 15 niðurtog 1 15 Brjóst flug f vél 1 15 bekkpressa í tæki 1 15 Tvfhöfði handakreppa í togvél 1 15 á | handarétta í togvél 1 15 Mjóbak baklyftur á gólfi 1 20 baklyfta-hendi ^ á móti fæti 1 15 Kviður kviðkreppur 2 20 skálalyftur 2 15 Til athugunar: Flest æfingatækin eru að finna f hefðbundnum tækjasölum en ef þið firiþið þau ekki er um að gera að fá aðstoð i þjálfara f sal f Ifkamsræktarstöðinni þinni. Næst í Orðlaus: Tvískipt æfingaáætlun fyrir tækjasalinn Vilborg Ása Guðjónsdóttir Einkaþjálfun F.I.A

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.