Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 14

Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 14
m í heimi sambandsslita Seinni hluti: Listin ad taka dömpi Það er alveg hreint ótrúlegt hvað maður kemst gjörsamlega úr takt við eðlilega hegðun við það eitt að láta dömpa sér. Um leið og einhver segir - ég held að þetta gangi ekki á milli okkar - þá er eins og það slökkni á almennri skynsemi og maður verður eins og fífl. Það er hægt að horfa á lífið á tvenns konar máta. Hvernig hlutirnir eru, eða, hvernig okkur finnst að þeir ættu að vera. Seinni mátann vil ég flokka undir afneitun. Tökum dæmi. Það er alveg augljóst hvenær einhver ætlar að dömpa þér. Gæjinn situr í sama herbergi og þú, allur herptur og bjánalegur, og byrjar Jarí Jarí ræðuna á - humm... Ég... Hérna... Sko... Stuna... Hóst, hóst - það kemur ekkert annað til greina að annað hvort gerði hann eitthvað af sér eða þá að hann vill slíta sambandinu. En á meðan er það næstum gefið mál að stelpan situr og hugsar - æ hvað hann er sætur hann er örugglega að reyna að segja mér að hann elski mig thíhíhí-. Þannig vill maður auðvitað að hlutirnir séu en þannig eru þeir ekki. Ekki nudda framan í hann einhverjum gæja sem er að hanga í þér akkúrat þetta kvöldið, ef hann er eitthvað að spá í það með hverjum þú ert þá tekur hann eftir öllum karlmönnum í kringum Þig- Ræðan heldur áfram og herpti maðurinn nær að segja - því miður þá verð ég að slíta þessu... Blaaa - eitthvað Jarí Jarí um hvað hann er miður sín yfir þessu öllu saman. Maður situr hálf lamaður með svona doðatilfinningu og þungan hjartslátt öskrandi inní sér-nei nei neil! Ekki aftur, ooorrg , af hverju viltu mig ekki hvað er að mér hvað er að mééér! - en kinkar bara kolli og segir aha og uhum í takt við dömpræðuna rosa yfirveguð og þroskuð. Við þessar aðstæður er best að segja sem minnst. Því yfirleitt þegar fólk er aö tala um eitthvað sem því finnst óþægilegt að tala um þá á það svo erfitt með að hætta. Þannig að láttu hann bara rausa og rausa þó það komi þögn, þá segirðu samt ekki neitt, láttu bara eins og þú ætlist til að hann segi eitthvað meira, af þvi hann gerir það, hann talar þangað til þú segir eitthvað og þá ertu yfirleitt búin að heyra allt sem þú þarft að vita. Auðvitað finnst okkur aö við ættum að geta sagt eitthvað sem fær hann til að skipta En það eina sem Dúddi sá og heyrði var - væææl hvað ég er bitur útí þig!!. um skoðun, en þannig virkar það ekki. Jæja, þá er búið að dömpa þér! Nú byrjar moðerfökking fjörið. Stelpur plís, kíp ittúgeðer. Það gerist undantekningarlaust rétt eftir sambandsslit að það birtist einhver bölvaður spekingur og segir við þig: „þú verður að vera kúl á því, sýndu honum að þér stendur alveg á sama." Maður er auðvitað alveg í öngum sínum yfir því að hafa verið dömpað og gerir allt til að bjarga því litla sem maður telur sig eiga eftir af sjálfsvirðingu. Jú, hvað gerum við? Þetta er það versta sem ég sé, og þetta á nokkurn veginn eingöngu við stelpur, þessi - ó mæ gooood ég er svo hamingjusöm án þín!! - leikur. Stelpan er ferlega skúffuð að einhver Dúddi hafi dömpað henni og síðan sér hún hann í fyrsta sinn eftir dömpið og þá verður hún alveg eins og einhver fáviti gargandi af gleði, ofvirkur krakki án rítalíns og talar stanslaust um hvað allt gengur vel hvað allt er frábært hvað hún er búin að vera ógesslega bissí skiluru og þessi reyndi við hana sko og þessi hringdi í hana... Þessi leikur á víst að ganga út á það að sýna Dúdda að lífið sé fínt án hans. Auðvitað viljum við að þetta virki en ó lord þetta er alls ekki að virka. Af því að stelpan gengur í burtu alveg - jeee hvað ég var flott.. Stelpur sáuði hvað ég varflott!?- og allar vinkonurnar segja-já Bibba þú varst alveg geðveik, djöfull sýndirðu honum í tvo heimana - en það eina sem Dúddi sá og heyrði var „ væææl hvað ég er bitur útí þig!!." Og þar með er sjálfsvirðingin fokin útí veðrahvolf. Auðvitað finnst okkur að gæjinn ætti að sjá að sér og hringja í okkur og tjá okkur það að hann sé rugludallur fyrir að hafa sleppt okkur. Þannig viljum við hafa hlutina en þannig eru þeir ekki. Það er beðið og beðið eftir þessu símtali og svo þegar Ijóst er að ekkert er að gerast... þá hringjum við í þá! Guð minn góður, af hverju? Til að heyra dömpræðuna aftur eða... hvað? Til að fá lokun? Lokunin er komin og sambandið er búið. Er eitthvað að því að gæjinn sjái að þú sjáir pínu eftir honum? Það endist ekki að eilífu, þó hann kannski haldi það, en hverjum er ekki sama. Vertu bara vandræðaleg ef aðstæðurnar eru vandræðalegar. Ekki nudda framan í hann einhverjum gæja sem er að hanga í þér akkúrat þetta kvöldið, ef hann er eitthvað að spá í það með hverjum þú ert þá tekur hann eftir öllum karlmönnum í kringum þig. Það er alveg sama hvaða afsökun maður fær fyrir að vera dömpað eða gefur til að dömpa, málið snýst yfirleitt alltaf um það að annar aðilinn er ekki nógu hrifinn. Ef gæjinn hefur ekki tíma í samband þá er það af því að hann hefur ekki tíma í samband með þér. I þau skipti sem ég hef virkilega verið hrifin af einhverjum dúddanum, þá er það bara þannig. Ég finn auka tíma af því mig langartil þess og redda bara því sem redda þarf af því að ég er hrifin. Oft er mun erfiðara að útskýra fyrir yndislegri manneskju að þú viljir ekki vera með henni, heldur en að heyra það. ( raun og veru er það ekkert persónulegt þegar þú dömpar, þú ert bara ekki hrifin/nn. Ég þekki fullt af strákum sem mér finnst æðislegir, en ég er ekki hrifin af þeim, ég hef ekkert neikvætt um þá að segja og óska þeim alls hins besta, en ég er ekki hrifin. Ekki aftur, ooorrg , af hverju viltu mig ekki hvað er að mér hvað er að mééér! Annars ætti ég ekki að segja mikið. Þegar ég og minn fyrrverandi h ætt u m sa m a n heimtaði ég að hann myndi hitta mig til að ákveða hvernig við ættum að skipta dótinu okkar... Við áttum saman fjóra geisladiska! Ég vildi óska þess að maður hegðaði sér ekki alltaf eins og auli við sambandsslit... En þannig eru hlutirnir víst ekki. Fátt er betra en bjór í volæði. Jóhanna Síðastliðnar helgar hafa vægast sagt verið mjööög annasamar hjá skemmtanaglöðum íslendingum og eflaust margir sunnudagar sem hafa farið í það að liggja á klosettinu eða í rúminu með slökkt Ijósin og dregið fyrir gluggann. Þynnka er nokkuðtt sem maður virðist alltaf gleyma áður en maður fer út á lífið en er svo minntur á það samstundis og maður vaknar. Það er eins maður fái borgað fimmfalt í höfuðverk fyrir hvert dansspor sem maður tók daginn áður. Sum af þessum ráðum hefurðu heyrt oft áður en er ekki gott að láta minna sig á það aftur og aftur og aftur? 1) Taktu B-vítamín áður en þú ferð út að skralla og þú munt finna miiiiikinn mun I fyrramálið. (B1 er best) 2) Reykingar drepa ekki bara heldur auka þær timburmennina til muna. Ef þú sleppir því lofa ég því að þynnkan minnkar um 50%. 3) Drekktu hægt. Ég veit ekki hverju það breytir ef magnið er það sama, en þetta hljómar mjög gáfulega. 4) Ekki fá þér bjór áður en þú drekkur sterkt vín. Þú verður þynnri af því að byrja á bjór vegna koltvísýringsins í honum. 5) Ekki blanda saman mörgum áfengistegundum, ekki blanda saman mörgum áfengistegundum, ekki blanda saman mörgum áfengistegundum........... 6) Blandaðu drykkinn þinn út í vatn eöa ávaxtasafa. Kolsýrðir drykkir flýta fyrir ölvun og höfuðverkurinn veröur margfalt meiri. 7) Drekktu eitt glas af vatni eða ávaxtasafa á milli drykkja til að koma í veg fyrir ofþornun. Alkóhól er svo þvaglosandi að þú þornar allt að 80% ef þú þambar ekki eitthvað óáfengt til að halda jafnvæginu. 8) Passaðu þig á rauðvfninu og kampavíninu. Það inniheldur svo mikið af aukaefnum sem reyna að brjótast út úr hausnum á þér daginn eftir (eða þér líður alla vega þannig). 9) Þegar heim er komið er mjög mikilvægt að borða og drekka kannski eitt mjólkurglas þó svo það sé ekki það girnilegasta þá stundina. Fáðu þér líka hunang eða eitthvað annað mjög sætt eins og súkkulaði eða Jellybeans eftir að þú kemur heim til þess að auka sykurforðann. 10) Ef þú vaknar samt með brjálaðan hausverk þá getur það reddast með því að nudda hálfu fersku lime á ennið á þér. 11) Ef maginn er ekki alveg eins og hann á að sér að vera er ítalskur matur sérstaklega góður í magann. Olffuolfan, tómatarnir, hvítlaukurinn mmmmm ... ítalirnir kunna einhvern veginn að lækna þynnkuna sem vínið þeirra kvöldið áður orsakaði. 12) Ef þú ert alveg að fara að æla í rúmið þá er engifer te rosalega gott til að róa magann. 13) Svo skaltu sofa, þamba vatn og sofa meira. 14) Þú átt ekki að fá þér afréttara daginn eftir. Hann kemur niður á þér seinna. 15) Ekki drekka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.