Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 20

Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 20
Dagarnir upp á sfðkastið hafa verið, vægast sagt dramatiskir og viðburðaríkir. Eins og ég skrifaði ( síöasta blaði þá ákváðum ég og Hildur vinkona að rífa okkur upp úr masslvri sjálfsvorkunn og biturleika og skella okkur á hraðstefnumót. Ég mæli hiklaust með því að fólk geri þetta en f okkar tilfelli var þetta mis-skemmtileg llfsreynsla. Það fór allt samkvæmt áætlun til að byrja með, þ.e.a.s. við hittum báðar strák sem okkur leist vel á eeeen... þvl (andskotans fokking) miður þá var það sami strákurinn. ( kjölfarið af þessu fylgdu svo nokkrir verulega vandræðalegir dagar milli okkar Hildar þar sem við forðuðumst umræðuefni dauðans en óskuðum þess jafnframt að hann myndi hringja... Við töluðum um föt og gloss og mataræði og hátt verðlag á geisladiskum og gerðum grín að Sigurði Kára og .... en minntumst ekki einu orði á sæta. Brjálæðislega súr staða, sérstaklega þar sem við höfðum aldrei lent f þessu áður og vissum ekkert hvernig við áttum að haga okkur í þessum aðstæðum. Þegar vika var liðin frá stefnumótinu var ég ekkert búin að heyra f spaðanum og Hildur ekki heldur. Vá, vika liðin og hann búinn að hafa samband við hvoruga okkar, greinilega ömurlegur lúði með hræðilegan smekk á kvenfólki. Ég og Hildur vorum samt alltaf jafn vandræðalegar þegar við hittumst, ég ákvað þvf að grfpa til minna ráða og kippa því f liðinn.Ég fór (Bónus og keypti frosna pizzu, splæsti í tvær hvítvfn í Rfkinu og hringdi ( Hildi til þess að bjóða henni yfir um kvöldið. Þetta ástand gat nú ekki verið svo slæmt að Bakkus og bróðir hansTrúnóus gætu ekki reddað þvf. Þegar ég hringdí í Hildi og bauð henni yfir kom hún híns vegar með ömurlegustu afsökun sem ég hef heyrt frá því 1989 þegar að ,,Ég þarf að þvo á mór hárið” taldist góð og gild. Hún sagðist þurfa að hjálpa ömmu sinni að binda inn bækur!!! Ömmu sinni sem hún hefur aldrei þolað!!! Ömmu sinni sem kallaði hana Öla þangað til hún var átta ára!!! Ömmu sinni sem gaf henni LUX- sápu f jólagjöf!!! Fröken Hildur Ragnarsdóttir var augljóslega ekki tilbúin að horfast ( augu við vandamálið og endurheimta vinskapinn, þannig að ég fór f fýlu og datt (það með grænlenska Ijóðskáldinu Gretti sem býr f sama stigagangi og ég. Þegar ég var búin að rasa út f eitt um glataðan vinskap okkar Hildar og farin að gráta yfir skemmtilegum endurminningum þá datt bóhemið f nettan tilfinninga-pervert og samdi Ijóð um mig. Ef ég man rétt þ* var það eins og veðurspáin nema f stað vindstiga og hitastigs voru tilfinningar... Soldið spes. Þremur dögum seinna hringir Hildur og segist hafa rekið augun f svo magnað gemsa tilboð að hún hafi keypt þannig handa okkur báðum og hún væri á leiðinni. VÁ!!! Mér hefði nægt eitt „sorrý að ég kom ekki um daginn, viltu vera memmf'en ég meina ef hún vill kaupa handa mér sfma þá er það Ifka bara aaaaaallt í lagi. Ég stökk fram úr rúminu, hellti upp á kaffi og tók fram dýrindis kanilsnúða sem mamma hafði bakað handa mér. Ég hlakkaði svoooo til að setjast niður með henni, hlægja að þessu öllu saman og gleyma þessu svo bara. Gaurinn var ekki einu sinni búinn að hringja (okkur en samt vorum við að láta hann eyðileggja allt... Ég vissi svo hræðilega Iftið á þessum tímapunkti. sumir myndu jafnvel segja að ég hafi ekki vitað NEITT. Ef sannleikurinn var hús þá vissi ég þvf sem samsvarar einni silfurskottu. Það eru væntanlega allir búnir að átta sig á þvf hvað var f gangi og JÁÁÁÁ!!! Hildur var búin að vera að deita helvftis gaurinn og hún heimska ég fattaði ekki neitt. Mer brá svo þegar hún sagðí rriór þetta að óg hrífsaði kanilsnúðinn úr höndurium á henni, djöfulsins skítabeygla!!! Kaupandi einhvern helvítis samviskubits gemsa ( ég græddi þá alla vega eitthvað ). Þegar ég náði mér niður af háa c-inu og var orðin þreytt á þvf að vaða um gólfið heima og öskra á hana, áttaði ég mig á því að ástæðan fyrir þvf að ég var svona sjúklega fúl var þvf að ég var svo afbrýðisöm að ég hefði getað ælt. Ég ákvað því að vera góð vinkona, kyngja afbrýðiseminni og gera tilraun til þess að samgleðjast beyglunni. Við settumst niður með sitthvora bollasúpuna og ég fékk smáatriðin. Reyndar sprakk ég úr hátri þegar hún sagði mér nafnið á honum, hann heitir Rúturl!!! Hildur og Rútur... Hahahaha... Anywhoo, hann hringdi vfst f hana daginn eftir stefnumótið og bauð henni f bíó á The Hulk...hmmm... Kemur reyndar ekkert sjúklega á óvart þar sem að hann er Role-play frík og uppáhaldsmyndin hans er Rambó 2. Hildur er víst alveg þvílíkt að reyna að skilja þetta Role-play dót þar sem að líf Rúts snýst að miklu leyti um það. Ég er farin að halda að hann viti meira um hvað er að gerast f pólitíkinni ( álfa-dverga-skrfmsla heiminum heldur en hér á móður jörð. En þau eru víst rosalega happy og hann er geðveikur I rúminu... BLA BLA BLA, ég nennti ekki að hlusta á meira.Við ákváðum að djamma saman um helgina og hún fór, hjúkket, ég var nefnilega orðin svo andsetin af afbrýðisemi að mig langaði að gefa henni selbita á nefið. Ég rölti yfir stigaganginn og lagðist ( sjálfsvorkun með Gretti sem var að greinast með klamydfu f fjórða sinn. Þetta var á miðvikudegi og á föstudeginum fæ ég sfmtal. Ég kannaðist ekkert við númerið en ákvað að svara. „Halló, er þetta Vala?" - „ Já, hver er þetta?” - „Hmmm... sko ég heiti Rútur og hitti þig á hraðstefnumóti um daginn, hvað segirðu gott?"- „Ha! Ég? Uuu... Bara ffnt... Bfddu ertu að leita að Hildi eða...?" - „Nei, eiginlega ekki, mig langaði bara að heyra f þér... Ég veit þetta er kannski frekar furðulegt, en málið er að ég verð að hitta þig...”- ÞÖGN - „Værirðu til (að hitta mig á djamminu f kvöld? Ég verð að fá að tala aðeins við þig...?"- „...Ókei..."- „Frábært, ég verð á Vegamótum klukkan eitt. Hittu mig þar?" Ég játti þvf og við kvöddumst... Jesús heilagur Patrekur, amma hans og Jóseffna, hvað var ég búin að koma mér f????? Ég meina Hildur er bestasta vinkona mfn og hún er að deita hannl!!! En kannski er þetta bara eitthvað sárasaklaust sem hann vill tala við mig um???? Ó nei,og ég er að fara á djammið með Hildi (kvöld...!?! Ég ákvað að bfða og sjá. Fara á djammið með Hildi, kannski gæti ég skroppið bara f smástund á Vegamót, hitt Rút, heyrt hvað hann hefur að segja, farið aftur og hitt Hildi og hún myndi aldrei vita neitt...TAATAAAMM!!! Þessi áætlun var ekki nálægt þvl að hljóma eins og hún myndi virka, en fokkitt, ég ákvað að reyna mitt besta sem plottmeistari ágústmánaðar og byrjaði að plotta. Framhald f næsta blaði, kveðja Vala Þessi framhaldssaga hét áður Ástarmál.is ) ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.