Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 29

Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 29
En hvað myndir þú setja í staðinn fyrir það sem þú myndir taka í burtu? Bara eitthvað sniðugt... Freak out tækið í tívolíinu. En ef einhver er að fara að fyrirfara sér þarna úti þá hvet ég hann eindregiö til að fara í tollhúsið hlaðinn sprengiefnum og láta það bara hverfa í leiðinni. Það vantar alveg svoleiðis, þú ferð aldrei niður í bæ og sérð mann sem stendur uppi á þaki og ætlar að hoppa niður. Svo kalliði þetta borg. Ég vil fá meira af þessu. Bjartasta von fslands ? Það er ég, Júlli í Draumnum og Gunni Gír. (Gunni Gfr er vinur hans Freysa sem rúntar um bæinn og bíður eftir að Freysi hringi í hann og segir Freysa þá fréttir úr umferðinni.) Hvað finnst þér um ... ... pólitík? Ég veit ekkert um pólitík og kæri mig ekki um það. Þegar ég sé stjórnmálamenn í sjónvarpinu þá veit ég ekkert um hvað þeir eru að tala. Ég finn heldur ekkert fyrir því þó þeir breyti um ráðherra... Það breytist aldrei neitt. ... íslenskar stelpur? Þær eru allar nákvæmlega eins, nema náttúrulega kærastan mín. Það er engin furða því það eru bara fjórar fatabúðir hérna. Svo liggja þær allar í Ijósum, eru með aflitað hár og margar af þeim heimskar... Treysta á að það komi einhverjirtúristar hingað og sofi hjá þeim... en svo er bara ekki. ... íslenskar hljómsveitir? Sko... Ég er eiginlega búinn að fá leið á því að tala um Jónsa í Svörtum Fötum þannig að ég ætla ekki að tala um hann. Maus voru náttúrulega geðveikt góðir á sínum tíma en eftir að þeir fóru til Þýskalands eru þeir alveg búnir að missa það, en þeir eru samt ekkert verstir. Sign, þetta litla gerpi Ragnar, þaö er ekki nóg með að hann líti út eins og krökkuð hóra heldur er hann alltaf að þykjast vera hevy duty dópaður. Svo eru 200.000 naglbítar eitthvað djók, handboltagaurarfrá Akureyri og manni líður alltaf eins og maður sé að hlusta á einhverja late barnaplötu þegar maður hlustar á Villa. Botnleðja eru náttúrulega farnir að reyna að græða peninga eins og þegar þeir byrjuðu. Heiðar lítur út eins og prosac sjúklingur og Raggi alltaf að lita á sér hárið... Hann er rauðhærður í afneitun. Halli er ofvirkur á trommunum og heldur að hann fái endalausa athygli á því að gretta sig... Hann er alveg óþolandi. Vinyll “Pretty boyband", I Adapt komast náttúrulega ekki langt áfram á því að þykjast vera einhverjir edrú gæjar talandi endalaust um pólitík sem öllum er skítsama um. Brain Police, mömmustrákar sem eru alltaf að tala um þennan sex, drugs and rock'n roll lífstil, málið er bara að þeir fá aldrei að ríða og hvað þá að þeir séu að dópa. Daysleeper, don't get me started, þessi vonlausi vælukjói sem að endalaust heldur að hann sé Jeff Bucley, sem að er nú llka bara enn eitt dauða viðrinið. Stjörnukisi eru náttúrulega bara menn sem að eru búnir að vera að rembast svo lengi að þeir eru að veröa sköllóttir og greyið hann Úlli gerir ekkert annað en að reka hausinn upp í loft þegar hann er að spila á öllum þessum tónleikum. Ensími halda svo að allir séu búnir að gleyma aö þeir voru í Jet Black Joe og reyna að bæta upp indie imyndina með að fá sér illa lyktandi og stamandi hljómborðsleikara. Verstir eru Von, Sue Ellen og Spútnik. ... íslenskt skemmtanalíf? Það er ömurlegt. Þú ferð á hausinn eftir eitt djamm nema að þú náir að smygla með þér pela inn... Svo eru allir að spila það sama. Einu sinni var alltaf hip hop á Prikinu, eitthvað glatað á Vegamótum og eitthvað rugl á Sirkus en núna eru allir að spila einhverja gamla slagara. ... íslenskt sjónvarpsefni? Hjartsláttur og Hljómsveit íslands eru náttúrulega algjör viðbjóður. Smíðaþátturinn með Erni Árnasyni er alveg hrikalegur, hann á að vera svona hress karl með hamar!!! Svo er líka einhver útbrunninn gaur með honum. Þeir eru alltaf að reyna að vera eitthvað fyndnir... Þetta hlýtur bara að vera gert fyrir einhverjar kurteisis sakir til að halda honum í vinnu. Djúpa laugin mætti samt fara að byrja aftur. Eins gott að Jón Mýrdal fékk hana ekki því hann er alveg hrikalegur. Brúðkaupsþátturinn Já er alltaf jafn hrikalegur, gellan sem er með þetta... Guð minn góður! Ef þú mættir vera einhver manneskja I einn dag hver myndir þú vera og hvað myndir þú gera? Ég myndi vera Saddam Hussein í einn dag. Hann er einhversstaðar í góðum felum, með nóg af pening, örugglega kominn úr lýtaaðgerð og getur farið út um allt. Hann getur keypt sér hvað sem er. Ég myndi kaupa mér Freak Out tæki. En ef það væri tslendingur myndi ég vera Sævar í Videósafnaranum, bara með risa sjónvarp og nóg af unglingaklámurum." Eitthvað að lokum? Terrorinn heldur áfram og ég verð á vaktinni. Helstu dagskrárliðir: Mánudagsskitan - Fólk hringir inn og kúkar f beinni rétt fyrir kl. 8. Landsbyggðatékk - Þá er hringt á staði sem enginn þekkir og enginn veit um. Kaffi Austurstræti - Á miðvikudögum og fimmtudögum er alltaf hringt í tíkallasímann á Kaffi Austurstræti og spjallað við mannskapinn. Safe-Xtopp 11 listinn. Open Mic á fimmtudögum. Föstudagskarókí. ... svo eiga dagskrárliðirnir eftir að verða fleiri og magnaðri. Texti: Hrefna Björk og Steinunn Myndir: Alli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.