Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 36

Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 36
I 4 Eftir: Sunnu Másdóttur „ Ég trúi á sjálfa mig, skapara hamingju minnar og gleði. Ég trúi á mig, því ég er best, og slæ öllum öðrum við... " Ég hlýt að vera farin að ryðga stórlega í trúarjátningunni. Nema það hafi verið gefin út ný sem ég hef misst af. Eða þá að ég er endanlega orðin geðveik og að allar hvíslandi raddirnar sem muldra þessi orð eru bara ímyndun. Sjálfstraust er orð sem brennur á allra vörum, meira að segja hinum guðhræddu vörum sem bærast í eilífri bæn á Ómega. Þeir Ómega-menn segja sjálfir að hinir "lengst leiddu"-bræður þeirra séu eiginlega á móti þessari nýju trú á sjálfið; það er náttúrulega guðlast að trúa á nokkuð annað en hinn eina sanna. Enn og aftur glottir lífið framan í mig og kemur mér algjörlega á óvart, því ég átti ekki von á því að vera allt í einu sammála Ómega-bræðrum. En ég er sammála grundvallaratriðinu, mér finnst kolrangt * að setja sjálfan sig í stað guðs. Ekki það að guð hafi einkarétt á hásæti sínu, mér finnst bara þessi stallur sem hann hefur setið á og dillað tánum framan í jarðarbúa ekki sniðugur. Og ennþá vitiausari verður hann ef það er nú manneskja sem prílar upp á hann og horfir niður á restina af mannkyninu. Eftir sem áður fer sjálfstraust einna fremst í flokki Eftirsótttustu Fyrirbæra Heims, trítlar þar hönd í hönd við gylltan Óskar og ársskammt af megrunarpillum . Því miður er þetta Sjálfstraust örlítið erfitt í meðförum og dálítið snúið að nálgast það; það er einn af þessum hlutum sem aldrei eru auglýstir á tveir-fyrir-einn tilboði í snyrtivörudeild Hagkaupa. Það er hvergi og alls staðar. Sumir halda að það felist á meðal nýrra nefja á hillu lýtalækningaskurðiæknis, aðrir að því sé andað inn, svipað og astmapústi, með nýju-bíla-lyktinni ' og enn aðrir snúa sér að einhverri af þeim óteljandi bókum sem hafa "efldu", "sjálfstraust" eða "trúðu" í titli eða undirtitli. Við reynum öll að koma reglu á óregluna, koma fjötrum á kaósið í kringum okkur, og kannski sérstaklega þeir jarðarbúar sem ekki eru sérlega trúaðir. Þeir geta ekki lagt allt saman í hendurnar á einhverjum mun vitrari og betri, þeir neyðast til að reyna að gera það besta úr þessu sjálfir. Hjá þeim fyrirfinnst engin allsherjar útskýring á veru okkar á þessari pínku ponsu plánetu. Allt er tilviljun; við fljúgum í gegnum einhvern geim t og snúumst í hringi og svo er þar að auki allt í rugli á blessaðri jörðinni - þessum eina nokkurn veginn fasta punkti okkar; stríð og náttúru- hamfarir skiptast á að koma henni í uppnám. Hjá sumum verður þessi þörf fyrir reglur árátta, en þó að allir þurfi ekki að kveikja og slökkva I jósið fimm sinnum áður en haldið er út finnst okkur langflestum gott að hafa eitthvað að styðjast við. Er það kannski það sem lokkar stelpurnar að hillunni í bókasafninu sem helguð er sjálfshjálparbókum? Eru þær þangað komnar í leit að uppskrift að sjálfstrausti? Er ekki búið að auglýsa sjálfstraust sem lausn allra vandamála, sem gullið ský; þú finnur það, blæst það upp reglu- bundið til að halda því við, og svo geturðu flotið á því í gegnum lífsins stórsjó, alveg örugg um að drukkna ekki. Sjálfshjálparbækur eru jafn fjölbreytilegar og manneskjurnar sem skrifuðu þær. Það þarf að vanda valið svo maður hitti á bók sem hentar manni. Þar fyrir utan leynast mis- gáfulegar bækur á bókasafnshillunni sem helguð er sjálfshjálp. Á milli "Sjálfstyrking Kvenna" og "The Women's Power Pocket Book" kom undirrituð auga á Cosmopolitan-bókina "Over 100 ways to get a man". Sumum, og vonandi sem flestum, finnst það augljóst að maður sem er veiddur með hjálp varagloss með lykt af grænum eplum (ráð nr. 15) sé hvorki Svariö, né neitt sérstaklega flókið form sjálfshjálpar - en stelpa sem er í dauðaleit að einhverri reglu til þess að halda aftur af ruglinu í kringum hana gæti alveg eins gripið þá bók. Hún býður upp á einfalda lausn á að minnsta kosti einhverju af kaósinu; fáðu þér mann! Og viti menn, þarna eru líka fullt af ráðum og reglum. Getur ekki verið það erfitt... Sjálfshjálp ætti ekki að vera neitt nema gott. Er nokkuð hægt að setja út á manneskju sem er að bæta sjálfa sig? En einhvers staðar er galli á gjöf Njarðar. Eða gjöf dr. Phil og Oprah, öllu heldur. Kannski er vandamálið að þessi persónulegi hlutur, að hjálpa sjálfum sér, hefur lent í klónum á Iðnaðinum. Fyrir einhverjum árum var Spámaðurinn talin góð bók á þessum vettvangi; fallegar og Ijóðrænar vangaveltur um lífið og hlutverk einstaklingsins í því. Þá hefði Cosmofyrirbærið aldrei villst upp á sömu hillu. Einhvern tíma um það leyti sem Bridget Jones hálfhrasaði fram á sjónarsviðið birtust bækur þar sem boðskapurinn (Love Yourself!) var feitletraður, undirstrikaður og varla læsilegur fyrir öllum upp-hrópunarmerkjunum og endurómaði þar að auki með amerískum hreimi inni í höfðinu á þér. Kannski er vandamálið það að bækurnar eru ekki fyrst og fremst ætlaðar stelpum um tvítugt heldur konum með meiri reynslu, sem eru ekki jafn heilaþvegnar af auglýsingaflóðinu sem skellur á okkur á hverjum degi. Tvítugar stelpur er búið að prógrammera þannig að það er alltaf eitthvað sem á vantar, og það er alitaf hægt að redda því með að kaupa nýju vöruna frá hinu og þessu merkinu. Sjampó, sódavatn, sjálfstraust. Alveg eins og alltaf hefur verið hægt að redda ímynduðum göllum með nýjastu útgáfunni af óþarfri vöru á líka að kippa þessu lága sjálfsmati í lag með töfra-lausninni Niðursoðið Sjálfstraust. Einn tveir og þrír og voilá, fullkomnunin bíður þín handan við hornið. Trúðu á sjálfa þig, þú ert best. Settu sjálfa þig fyrsta, ekki halda að þú verðir alltaf að hugsa um aðra fyrst áður en að það kemur að þér. Þú ert mikils virði, hugsaðu um þig! Komstu að því hvað þú vilt og náðu í það. Mér finnst þetta of einfalt. Ég held að það þurfi samhengi, ég trúi meira á áður nefndan Spámann. Ég er hrædd um að svona mantra geti leitt til þess að maður fari að klifra upp í fyrrnefnt hásæti. sparka skeggjaða manninum úr því og koma sér makindalega fyrir sjálfur. Ég er hjartaniega sammála því að það er mikilvægt að vita hvað maður vill. Ekki vegna þess að það eigi svo að framfylgja því alltaf og endalaust, heldur vegna þess að þá getur maður ýtt því til hliðar fyrir einhvern annan án þess að lenda í fórnarlambshlutverkinu. Þá er málamiðlun meðvitað val í staðinn fyrir að þér finnist alltaf vera troðið á þér. Að setja sjálfa sig fyrst er fínt - upp að vissu marki. Það má bara ekki trúa á sjálfan sig á kostnað annarra. Við erum ekki ein á þessari jörð, takmarkið hlýtur að vera að geta verið til saman, ekki hver og einn útaf fyrir sig í einkavillu egóismans? I grískri goðafræði er til saga um unglinginn yndisfríða Narcissus. Eins og alltaf eru til að minnsta kosti fimm útgáfur, en þetta er ein þeirra: Einn daginn þegar Narcissus var á veiðum í skóginum kom hann að lítilli tjörn og lagðist niður til þess að svala þorsta sínum. Þegar hann hallaði sér fram yfir tært vatnið kom hann auga á spegilmynd sína í tjörninni og féll algerlega í stafi yfir eigin fegurð. Hann stóð ekkert upp aftur, heldur lá bara og starði, algjörlega heillaður af þessari fögru spegilmynd sem var svo nálæg en hvarf samt alltaf ef hann reyndi að snerta hana. Að lokum rann hann hljóðlega út í tjörnina og drukknaði í eigin fegurð... Svo þið sjáið það, það fylgja því ýmsar hættur að elska sjálfan sig - þó að þær sem við lendum augliti til auglits við séu kannski ekki alveg jafn áþreifanlegar og fyrir aumingja Narcissus. Öll sálarmál eru flókin, og það er svo sannarlega ekki til nein töfralausn. Emotional Makeover í anda tímaritanna er ekki jafn lítið mál og að lita hárið í hinsegin meikóveri. Og það sakar aldrei að endurtaka þetta; sjálfstraust er ekki þetta þarna sem geislar af þér þegar þú ert komin í nýju fötin með nýklippta hárið og búin að setja á þig nýja varalitinn. Sjálfstraust er þegar þú ert alveg helgrýti ánægð með þig ómáluð í krumpuðum fötum. Og þegar þér líður vel í sjálfri þér í samskiptum við annað fólk TVITUGAR STELPUR ER BÚIÐ AÐ PRÓGRAMMERA ÞANNIG AÐ ÞAÐ ER ALLTAF EITTHVAð SEM Á VANTAR, OG ÞAÐ ER ALLTAF HÆGT AÐ REDDA ÞVÍ MEÐ AÐ KAUPA NÝJU VÖRUNA FRÁ HINU OG ÞESSU MERKINU. SJAMPÓ, SÓDAVATN, SJÁLFS- TRAUST EFTIR SEM AÐUR FER SJÁLFSTRAUST EINNA FREMST í FLOKKI EFTIRSÓTTTUSTU FYRIRBÆRA HEIMS, TRÍTLAR ÞAR HÖND í HÖND VIÐ GYLLTAN ÓSKAR OG ÁRSSKAMMT AF MEGRUNARPILLUM H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.