Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 50

Orðlaus - 01.09.2003, Blaðsíða 50
J GNA HOTUM VIÐ HVORAÐRA? SSSGfflffiA Já, hvers vegna hötum við hvor aðra? Við könnumst allar við það þegar "týpíska steríótýpan" af íslenskum kvenmanni „valsar" í öllu sínu veldi inn á kaffihúsið þar sem þú situr og allir hausar bæjarins góna á eftir henni. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur?? Hún er með fallegt hár, blikandi augu, fallegan vöxt, guðdómlegan fatasmekk....blaaa! - Vel plokkaðar augabrúnir, rándýrar gervineglur og glæsilegt skart, hún er í alla staði stórglæsileg - tákn kvenleikans. Sjálfstraustið er yfirþyrmandi þegar hún labbar inn og daðurslegt bros fylgir á eftir þegar þjónninn rýkurtil og afgreiðir hana um hjartalagaðan cappucino án þess að við hin náum að smella fingri. Strákarnir rétta úr bökunum og hækka róminn, við stelpurnar hins vegar hóum okkur saman og hvíslumst á líkt og við séum enn á leikskóla. Það fyrsta sem flýgur í gegnum kollinn á okkur sem virðist skreppa saman eftir því meir sem við glápum; er hvort að "þau" séu ekta. - Humm...."...jú, stelpur, sjáiði ekki hvernig þau eru í laginu?!", "...hún er pottþétt með silíkon!" Og svo heldur þetta áfram- "..djöfull er'ún mikið máluð!" - og enn heldur það áfram - "...talandi um að glenna sig....bíddu var'ún ekki í Ungfrú ísland?!" O, já, svona erum við....góðar í smáatriðunum! Eitt sinn þegar ég sat í mínum makindum með minn illa gerða cappucino og eintak af Lifandi Vísindum, gekk svona týpa inn. Auðvitað byrjaði ég að glápa eins og ég hefði aldrei séð kvenmann áður og svo heyrði ég útundan mér á næsta borði: "Þvílíka bimbó-ið!" Ok, í enskri orðabók þýðir orðið „bimbo"; fleirtala ,,bimboes" í kvenkyni, ,,lauslátur kvenmaður"...í karlkyni þýðir það „vafasamur náungi". Segið mér eitt; þýðir það endilega að konurnar séu lauslátar þó svo að þær séu myndarlegar og Guð hafi gefið þeim fallegan líkama?! Ef til vill eiga þær meiri sénsa heldur en við „venjulega útlítandi" eintakið og þá kannski helst í leigubílaröðinni klukkan 4 á laugardagskvöldum, en ég vil halda því fram að þær eigi þá bara meiri sénsa í þessa „vafasömu náunga" sem ég nefndi hér áðan, en þetta er nú samt sem áður bara mín kenning.... og ekki finnst mér það eftirsóknarvert. Ég viðurkenni þó fúslega að ég hef fordóma fyrir stúlkum sem klæða sig í fatapjötlur sem eru dýrari eftir því sem þær eru efnisminni, hugsa endalaust um útlitið og segja svo: „Veistu, ég skil ekki hvers vegna þeir horfa ekki í augun á mér þegar þeir tala við mig?!" Eftir Vigdísi Sveinsdóttur. Og svo eru það þær sem hafa eitthvað á milli eyrnanna líka. Hafið þið tekið eftir því hvað málið versnar nú heldur betur þegar viðkomandi stúlka er ekki bara falleg og vel vaxin heldur einnig fluggáfuð. Hvers vegna þarf það að vera verra ef þær eru læsar og skrifandi?? - Þýðir það ekki bara að heilabúið sé til staðar og hægt sé að eiga skikkanlegar samræður við viðkomandi??!! Það bara virðist greinilega vera auðveldara fyrir okkur að setja út á fallegri týpuna ef það gufar upp úr hausnum á henni og "gelgju- taktarnir" eru enn til staðar, ekki satt??!! Það er í eðli okkar að horfa á fallega hluti og fallegt fólk. Hvers vegna þurfum við alltaf stöðugt að vera að velta okkur upp úr því útlitslega í fari fólks? Það er eins og að eftir alla þessa útlits-dýrkunarbylgju höfum við gleymt að meta fólk eftir þeirra innri manni. Útgeislun getur komið frá hverjum sem er, sama hvernig við-komandi lítur út. Margar stúlkurnar hafa ef til vill kannast við að hafa hitt strák sem þeim þykir ekkert sérstakur útlitslega en eru víst algjörir „sjarmörar". Vinalegt bros, kurteisi og heillandi karakter getur vegið svo miklu meira heldur en útlitið eitt. Við skulum því taka okkur saman og hætta að kalla þessar stelpur bimbós því það þýðir ekkert annað en að okkur finnist þær lauslátar og oftast vitum við ekkert um þeirra hagi. Þeir sem eru bitrir út í allt sem er fallegt geta huggað sig við það að fegurðin fölnar með árunum. ÞYÐIR ÞAÐ ENDILEGA AÐ KONURNAR SÉU LAUS- LÁTAR ÞÓ SVO Að ÞÆR SÉU MYNDARLEGAR OG GUÐ HAFI GEFIÐ þEIM FALLEGAN LÍKAMA?! Æ f>U AÐ - Það voru Kínverjar sem fundu upp klósettpappírinn. - Biblían er mest selda bók allra tíma. - Ef þú myndir kaupa efnin í líkamanum Samanlagt verðgildi allra efna líkamans eru rúmir 6 dollarar. Þú veröur allavega aldrei á kúpunni. - Fíllinn er eina dýrið í heiminum sem hefur fjögur hné. Og það sem meira er, þeir geta ekki hoppað. - Augað í ostru er stærri en heilinn í henni. - Það eru 336 holur í golfkúlu. Þrófaðu bara að telja. - Mexíkóborg sekkur um 10 tommur á ári. - Hnetur eru eitt af efnunum í dínamíti. - Ef bandaríska ríkisstjórnin hefur enga vitneskju af geimverum, afhverju stendur þá í section 1211 í the Code of Federal Regulations að það sé ólöglegt fyrir bandaríska ríkisborgara að hafa nokkurt samband við geimverur eða farartæki þeirra. - Það er ómögulegt að sleikja á sér olnbogann. - 90% farþega í strætó setjast við gluggan ef það er hægt. - Samanlagður fjöldi gerla í munnholinu þínu er meiri en samanlagður fjöldi manna sem hafa lifað á jörðinni. - 35% þeirra sem auglýsa í einkamáladálkum eru þegar giftir. - Ef þrjú klósett eru hlið við hlið þávelur meirihluti mannfólksins klósettið í miðjunni. - Maurarfara aldrei yfir hvítu línuna á fótboltavelli þar sem þeir hafa ofnæmi fyrir hvítri krít. - Spegilmynd orðsins Coca-cola á arabísku er: „Enginn Muhammed ekkert Mekka." -13% Bandaríkjamanna trúa því í alvörunni að sumir partar tunglsins séu úr osti. mmmmmmm........ SAMSÆRI bæði Lincoln og Kennedy börðust fyrir borgaralegum réttindum? Lincoln var kosinn forseti árið 1860? Kennedy var kosinn forseti árið 1960? báðir voru myrtir á föstudegi með eiginkonur sínar sér við hlið? báðir voru skotnir í hnakkann? mennirnir, sem tóku við forsetaembættinu eftir báða, hétu Johnson og voru demókratar frá Suðurríkjunum. Andrew Johnson var fæddur 1808 og Lyndon Johnson 1908? John Wilkes Booth varfæddur 1839 og lee | Harvey Osvald 1939? Booth og Osvald voru frá Suðurríkjunum? eiginkonur beggja forsetanna misstu barn á meðan þær bjuggu í Hvíta húsinu? einkaritari Lincolns, sem hét Kennedy, varaði hann við að fara í leikhúsið? einkaritari Kennedys, sem hét Lincoln, varaði hann við að fara til Dallas? John Wilkes Booths skaut Lincoln í leikhúsi og flúði í vöruhús? Lee Harvey Osvald skaut Kennedy frá vöruhúsi og flúði I leikhús?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.