Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 20

Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 20
Hvað ertu gamall? Ég fæddist 1969. Ég er 34, að verða 35 ára. FJÖLSKYLDAN Hvar ólstu upp? Ég ólst upp í litlum bæ sem heitir Sturquis í Michigan. Þegar ég var 21 árs flutti ég til Texas og bjó þar í 11 ár og flutti síðan til Kaliforníu. Fórstu til Kaliforníu til þess að reyna að koma þér á framfæri sem leikari? Ég byrjaði í bransanum þegar ég bjó í Texas, en varð þreyttur á því að ferðast alltaf á milli staða. Þannig að ég seldi húsið mitt þar og flutti til Kaliforníu af því að vinnan er öll hér. Áttu systkini? Já ég á tvö. Eldri bróður og yngri systur. Það er eitt ár á milli okkar allra. Ég hitti þau sjaldan af því að bróðir minn býr í Phoenix og systir mín í Michigan. Ég tala aðallega við þau í símann. Hvað gera foreldrar þínir? Þau búa ennþá í Michigan. Pabbi er í vegavinnu og mamma mín vinnur í verksmiðju sem framleiðir hluti úr plasti fyrir fyrirtæki, veitingastaði og þess háttar. FERILLINN Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera leikari? Mig hefur alltaf langað til að vera leikari, en ég hélt aldrei að ég mundi ná jafn langt og ég hef gert. Málið er ekki að vera fyrir framan kvikmynda- tökuvélarnar heldur frekar að fá að vera listamaður og fá að leika mismunandi karaktera, ef maður fær þá tækifæri til þess. Vonandi get ég gert það og leikið öðruvísi týpur en Mini-Me karakterinn. Það er líklega erfitt fyrir þig að komast úr því hlutverki, þar sem allir þekkja þig sem Mini-Me úr Austin Powers. Nákvæmlega, það er gríðarlega erfitt. En það hlutverk hefur veitt mértækifæri til að leika í myndum sem ég hefði kannski ekki fengið að vera í hefði ég ekki leikið Mini-Me. í myndum og þáttum sem þú hefur verið i er mikið spilað með stærðina á þér. Hefur þú einhvern tíman móðgast við það og ekki viljað taka þátt í því? Það er mjög erfitt að móðga mig. Ég fæ að velja hvað ég vil gera og ef ég fæ handrit sem mér misbýður þá tek ég ekki að mér hlutverkið. Ég reyni að taka skemmtilegur ef þetta gengur upp. Má ég spyrja hvers konar hiutverk þú verður með í þættinum? Ég má ekki segja það strax, af því að það er ekki búið að skrifa undir neinn samning ennþá. Langar þig að vinna sem leikari það sem eftir er? Já, núna vil ég það. En seinna á ég kannski eftir að vilja vinna við leikstjórn eða framleiðslu. En í dag er ég mjög ánægður með að vera leikari og vil einbeita mér að því. Hvar værir þú að vinna ef þú værir ekki að leika? Áður en ég byrjaði að leika var ég að vinna hjá símafyrirtæki. Ég vann sem þjónustuaðili í fyrirtækjaþjónustunni við að svara í símann og hjálpa fólki með allskonar vandamál sem komu upp. Ég væri örugglega ennþá þar ef ég hefði ekki ákveðið að vera leikari. SKEMMTANABRANSINN Er eitthvað sem þér líkar ekki við skemmtanabransann? Það eru nokkur atriði. Mér likar vel í L.A., en það er mikið af yfirborðskenndu fólki hérna. Fólk hugsar mikið um sjálft sig hérna og notfærir sér mann ef hægt er. Þetta gerir mann að sterkari manneskju, þeim mun lengur sem maður er hérna, og maður lærir af mistökunum. Annað sem ég þarf að takast á við er almenningur. Ég get ekki farið út og falið mig á bak við hatt og sólgleraugu þannig að enginn taki eftir mér. Fólk þekkir mig alltaf a stærðinni. Hvað finnst þér gaman/leiðinlegt við að vera frægur? Ég elska aðdáendurna. Ég meina, ef þeir væru ekki til staðar þá væri ég atvinnulaus leikari. Það sem mér líkar ekki er skortur á einkalífi. Paparazzi Ijósmyndararnir reyna að fá eins miklar persónulegar upplýsingar um mann og hægt er. Ef maður er í ástarsambandi er næstum ómögulegt að halda því út af fyrir sig. Ef ég geri eðlilega hluti eins og að fara á nektarstað með vinum mínum, þá komast þeir oft að því og það er komið í blöðin daginn eftir. Það getur verið frekar erfitt. Hvaða leikara/leikkonu finnst þér best að vinna með? ^ Ég elska að vinna með Mike Myers og öllum leikhópnum sem vann að Austin Powers. Ég hef notið mikilla forréttinda að fá tækifæri að hitta og vinna með mörgum stórleikurum svo sem ekki þetta týpíska dvergahlutverk sem Hollywood vill hafa mann í. Hollywood vill setja mann í hlutverk eins og að leika álf (elf) eða búálf (leprechaun), þetta dæmigerða hlutverk litla mannsins. Ég vil vera tekinn í hlutverk, ekki bara sem dvergur heldur sem venjuleg persóna, einhver sem er alvöru karakter í mynd. Til dæmis að vera í aðalhlutverki í rómantískri mynd með konu í venjulegri stærð. Þetta er það sem gerist í lífinu og ef við gætum sýnt Hollywood og almenningi það þá myndi viðhorf fólks breytast og við gætum verið meira en meðaldvergurinn. Það gæti hjálpað við að fræða fólk um alvöru lífsins og víkkað sjóndeildarhringinn. Mig langar að breyta þeirri ímynd sem við erum flokkuð í í Hollywood. Er einhver sjónvarpsþáttur eða bíómynd sem þú sérð eftir að hafa tekið þátt í? Ég held að það sé ekkert sem ég sé eftir að hafa gert. Það hafa verið margar hindranir á leiðinni, en allt sem ég hef gert hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er núna. Ég byrjaði á að vera áhættuleikari fyrir börn. Ég hef farið í ýmsa búninga, til dæmis leikið barna-górillu, pandabjörn og fleira og þetta hefur bara þróast smátt og smátt út í þetta. Ertu að taka þátt í bíómynd eða sjónvarpsþætti núna? Ég var reyndar að koma af mikilvægum fundi í dag, þar sem við vorum að ræða sjónvarpsþátt sem á kannski að byrja að framleiða. Það hljómar allt mjög jákvætt núna og þátturinn verður mjög í rauninni vildu þau að ég léki smækkaða gerð af Hugh Hefner. Síðan varð þetta að 6-7 blaðsíðna myndaseríu af mér með fullt af nöktum stelpum. -f

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.