Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 21

Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 21
Ég get farið upp í Playboy setur hvenær sem ég vil og fer nokkuð oft þangað, þar er alltaf eitthvað í gangi. \f óskarsverðlaunahafanum, Michael Cane, sem var frábær reynsla, og Cuba Gooding Jr. Er einhver staður sem þú þekkist ekki á? Enginn sem ég veit um ennþá. Ég meina, íslendingar vita hver ég er (hissa). Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hversu stór Austin Powers myndin er á alþjóðlega vísu. Ég heffariðtil Búlgaríu, Tékkoslóvakíu og fleiri lönd, og ég er þekktur hvert sem ég fer. Pað er dálítið fyndið en á sama tíma gaman að vera þekktur út um allan heim. EINKALÍFIÐ Hefur þú eða mundir þú vilja deita fræga konu? Ég hef ekki deitað fræga manneskju og mundi ekki vilja það af því að venjulega endast þannig sambönd ekki þar sem báðir aðilar eru alltaf að vinna og hafa mikið að gera sitt í hvoru lagi, þannig að þau hafa ekki tíma til þess að vinna í sambandinu. En núna er ég að deita konu sem heitir Genevieve. Hún er 30 ára módel og jógakennari. Ertu í jógatímum hjá henni? Nei, ég hef ekki farið í jógatíma hjá henni. En við getum orðað það sem svo að ég hef farið í jóga með henni upp að vissu marki. (Mjög prakkaralegur tónn í röddinni) Ertu ástfanginn? Já, ég er ástfanginn. En varðandi hjónaband þá yrði ég að segja nei. Ég hef deitað margar konur en er búinn að vera með Genevieve í rúmt ár og þetta er lengsta samband sem ég hef verið í hingað til. Segðu mér frá því hvernig þið hittust. Við hittumst i Playboy setrinu, vorum alltaf að rekast á hvort annað og byrjuðum að deita 4. júlí í fyrra og höfum verið saman siðan. Við fórum út að borða á svona einkaveitingastað í Beverly Hills þar sem maður fær meiri frið en á öðrum stöðum. Oftast erum við bara heima að horfa á video, liggjum upp í rúmi, sofum út og svoleiðis. Fyrst þú minntist nú á Playboy setrið, þá veit ég að þú sast fyrir á myndatöku fyrir Playboy með mörgum fallegum konum, sem er líklega draumur sérhvers manns.Geturðu sagt mér aðeins frá því? Það var talað við umboðsmanninn minn fyrst, síðan við mig. f rauninna vildu þau að ég léki smækkaða gerð af Hugh Hefner. Síðan varð þetta að 6-7 Rétt hugtak um einhvern í minni stærð er dver manneskja, en a ur eða lítil kalla mann í minni stærð stubb (midget) er eins og að kalla svarta manneskju „nigger". blaðsíðna myndaseríu af mér með fullt af nöktum stelpum. Þegar ég fékk þetta tækifæri, stökk ég strax á það, þetta var draumur orðinn að veruleika. Hefur þú einhvern tímann verið með Playboy stelpu? Kynferðislega?...Jaaa... upp að vissu marki. Ég get farið upp í Playboy setur hvenær sem ég vil og fer nokkuð oft þangað, þar er alltaf eitthvað í gangi. Ég hef fengið mín tækifæri með þeim og við getum sagt að það munaði litlu. Ég sá þátt á MTV um Playboy stelpur og rokkstjörnur og ein Playboy stelpan sagði að þau ættu margt sameiginlegt og gaf í skyn að það væri margt kynferðislegt í gangi í þessum partýum. Er það satt? Ég hef orðið vitni að nokkrum atvikum þar. Ég segi samt ekki hverjir það voru. Hvar sérðu sjálfan þig í framtíðinni? Ég get ekki alveg sagt til um það. Vonandi verð ég ennþá að leika eða að taka þátt íneinhverju öðru í bransanum, giftur með fjölskyldu og vel settur, þannig að ég þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af peningamálum og þess háttar. UM VERNE Hvernig bíl áttu? Mercedes Benz CLK, blæjubíl. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég hef nú gert marga klikkaða hluti. Ég fór til dæmis nakinn í sund í Playboy setrinu með Heather Colga, Playboy stelpu. Það var mjög gaman. Ég las að þú værir mikið í góðgerðarstörf um, hvaða góðgerðarstarfsemi vinnur þú mest með? Ég hef unnið mikið með Nicolish foundation, sem er fyrir börn sem eru dauðvona. Ég hef unnið góðgerðarstörf fyrir NFL (National Football League). Ég fór til heimabæjar míns í Michigan um daginn og gaf styrki til menntaskólans míns og ég reyni að mæta á allar þær góðgerðarsamkomur sem mér er boðiö á ef ég sé mér fært að mæta, og hjálpa eins mikið og ég get. Fylgistu eitthvað með stjórnmálum? Já, en ég reyni að halda mínum skoðunum fyrir mig. Ég vil ekki vera einn af þessum týpísku celebs sem ganga út í öfgar með stjórnmál. Ætlarðu að kjósa Arnold Schwartzenegger? Ég veit ekki hvern ég ætla að kjósa ennþá. Ég kýs þann sem mér finnst henta best í þetta starf. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? Eitt af því er þegar við vorum að taka upp á settinu f Austin Powers, Goldmember, og við vorum að lyfta lóðum í fangelsinu. Þá þurfti ég að fara á klósettið, og á meðan myndavélarnar voru i gangi, allir voru hljóðir og við vorum að gera okkur klár að byrja að taka upp atriðið, þá prumpaði ég svo hátt að allir heyrðu það. Það var frekar vandræðalegt. (Hlæjandi að atvikinu) Hvað er það besta sem hefur komið fyrir þig? Að geta verið að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og verið hamingjusamur, frekar en að vera ín vinnu sem mér líkar ekkert sérstaklega vel í og gerir mig óhamingjusaman. Einnig að hafa fengið tækifæri á að verða ástfanginn. Ég meina, ef við hættum saman þá veit ég allaveganna hvernig tilfinning það er. Hefur þú einhvern tímann verið móðgaður af blaðamanni? Já, í sumum viðtölum hefur það gerst. Margir reyna að ná eins miklum skít upp úr manni og þeir geta og stundum getur maður móðgast, en verður að reyna að halda aftur að sér. Stundum er maður spurður að einhverju og svarinu síðan breytt. Þeir kalla mann stubb (midget), sem er ekki rétt hugtak , það er meira slangur orð. Rétt hugtak um einhvern í minni stærð er dvergur eða lítil manneskja, en að kalla mann í minni stærð stubb (midget) er eins og að kalla svarta manneskju “nigger" (n- orðið, eins og Verne segir). Þannig viðtöl eru.... þú veist, þetta er mjög mikið virðingarleysi. Fólk hefur líklega alltaf tekið eftir þér út af stærðinni. Með það í huga, finnst þér fólk líta á þig jákvæðari augum eftir að þú varðst frægur? Áður en ég varð frægur fékk ég alltaf mikla athygli út af stærðinni á mér, en núna tekur fólk eftir mér og hugsar um Mini-Me, karakterinn. Þau bera kennsl á mig, ekki stærðinni á mér. Mér finnst fólk vera jákvæðara í minn garð núna, en það var samt ekki neikvætt áður. Skiptir stærðin máli? Mér finnst stærðin ekki skipta máli. Eins og ég lít á þetta, þá er þetta meðalstór heimur byggður fyrir meðalmanninn og ég verð að aðlaga mig að þeim heimi eins vel og ég get. Ég veit ekki hvernig það er að vera stór, bara hvernig það er að vera lítill. Ég veit ekki hvernig það er að vera í þinni hæð eða einhverri annarri hæð, ég veit bara hvernig það er að vera ég og mér finnst ég ekki vera öðruvísi en hver annar. Þegar ég er meðal fólks þá sker ég mig úr, en fyrir mig er það daglegt brauð þannig að það hefur engin áhrif á mig. ■ V

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.