Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 30

Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 30
í Singapore ... ...er ólöglegt að selja tyggjó. ...mega samkynhneigðir ekki búa saman. ...eru munnmök ólögleg nema í forleik. ...er klám ólöglegt. ...máttu ekki ganga um nakinn heima hjá þér því það telst vera klám. ...getur þú fengið háa sekt ef þú sturtar ekki niður eftir að hafa notað almenningssalerni. ...er það talið móðgun ef fólk kemur inn í landið með sígarettur. ...verður þú að hreinsa göturnar á sunnudögum með skilti á þér sem stendur “I am a litterer“ ef þú ert fundinn sekur um það að kveikja í sígarettu þrisvar sinnum. Þessu er síðan sjónvarpað í fréttunum. ...er ólöglegt að pissa í lyftu og fara í teygjustökk. í Skotlandi ... ...máttu ekki veiða á sunnudögum. ...er ólöglegt að vera fullur og vera með belju með sér. ...er löglegt að fara í heimildarleysi inn á eign annars manns. ...ertu dæmdur sekur uns sakleysi þitt er sannað, fyrir suma glæpi. ...verðurðu að leyfa manni sem bankar upp á og biður um að fá að nota klósettið hjá þér að gera það. í Frakklandi ... ...verður 70% af lögum í útvarpi á milli átta á morgnana til átta á kvöldin að vera eftir franskan tónlistarmann. ...er ólöglegt að kyssast á járnbrautarstöðvum. ...er ólöglegt að skíra eða kalla svín Napoleon. í Sviss ... ...máttu ekki hengja föt út til að þurrka þau á sunnudögum. ...máttu ekki þvo bílinn þinn á sunnudögum. ...er litið á það sem móðgun ef þú slærð grasið á sunnudögum því það eru svo mikil læti. ...er hægt að refsa þér ef þú gleymir bíllyklunum þínum í bílnum og gleymir að loka honum. ...er löglegt að eiga absinth (mjög sterkt áfengi) þó það sé ólöglegt að framleiða það eða selja. a ð gangavlnanw ■ÍE2# •Siv.'i' eftir Vigdísi Sveins. Skólavikan er byrjuð aftur og ég sit hér á hrikalega leiðinlegum fyrirlestri og er enn að jafna mig í tánum og bakinu eftir stympingar helgarinnar. Skellti mér á Sálarball norðan heiða og flúði þaðan fyrir þrjú eftir að hafa lent í stympingum við norðlenskar píur. - Með „stympingum" á ég ekki við slagsmál heldur þá hugmynd að við stelpur kunna greinilega ekki að ganga í glasi. Þá meina ég að við eigum það til að labba um og vita eða ekki vita að við séum að ýta við öðrum í leiðinni. Þar af leiðandi ætla ég hér í þessari grein að ræða um það hvers vegna göngukunnátta okkar fer út í veður og vind, þegar áfengi er við hönd. Máli mínu til stuðnings ætla ég að segja hér eina litla sögu... Fyrir þónokkru síðan var ég stödd á Nasa, sem er ekki frásögur færandi nema vegna þess að raunveruleikinn var farinn að gera óþægilega vart við sig þannig að ég skellti mér ferð á barinn. Á barnum hitti ég mann og tók að spjalla við hann. Viðkomandi reyndist vera frá landi örbylgjupoppkornsins og alls kyns annars munaðar. Hann tók allt í einu að spyrja mig hvers vegna íslenskar konur sem væru fallegustu konur í heimi að margra mati, kynnu ekki að ganga? - Ég var nú ekki alveg að fatta enda vín við hönd... En svo hélt hann áfram að spyrja - hvernig stæði á því að við töpuðum öllum kvenleika eftir hálfan bjór og strunsuðum svo um svæðið eins og við ættum lífið að leysa, ýtandi við öllu og öllum; værum við virkilega svona dónalegar eða yrðum við bara svona fyrir tilstuðlan alkóhólsins?! -Svo bætti hann við að hann gæti grætt gullnámu einungis með því að kenna íslenskum konum að „ganga" þegar vín væri við hönd. Ég var nú frekar móðguð yfir þessu öllu saman og gaf skít í kauða fyrir hönd totalradgjof.is Hitt Húsiö hefur komið á fót nýrri heimasíðu, www.totalradgjof.is, sem vert er að líta á. Síðan er samstarfsverkefni ýmissa stofnana og samtaka og má þar nefna og Hitt Húsið, Félagsþjónustuna í Reykjavík, Nýja leið, Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir, Landsbankann og fleiri. Hvað er tótalráðgjöf.is? Tótalráðgjöfin er tilraun Hins Hússins og samstarfsaðila til að búa til nýja gerð af "ráðgjafarstöð” þar sem upplýsingamiðstöð og ráðgjafarþjónustu er steypt saman i eitt; Totalradgjof.is Ráðgjöfin er hugsuð fyrir aldurshópinn 16-25 ára og býður einnig upp á viðtalstíma i Hinu Húsinu og ráðgjöf í gegnum síma 520-4600 en allar upplýsingar er að finna á síðunni. Hverjir sjá um síðuna? Starfsmenn Hins Hússins sjá um uppfærslu á síðunni en síðan er unnin af gaurunum í núll einum. kynsystra minna. Daginn eftir sátu þessar samræður hins vegar efst í mínum huga og hafa reyndar gert í þónokkurn tíma, en eftir að hafa orðið vitni að allmörgum kvenmönnum gjörsamlega „tapa" göngufærni sinni á djamminu um seinustu helgi fannst mér það vera siðferðilega rétt ákvörðun að koma þessum athugasemdum "dónalega" Kanans niður á blað. Hins vegar vil ég benda á það að þetta á ekki bara við konur á afmörkuðum svæðum landsins heldur hef ég einnig búið í Reykjavík í nær 18 ár þannig að stúlkur norðan heiða ættu ekkert að taka þessu persónulega - þetta gildir um konur almennt. Ein spurning: „Hvernig stendur á því að við kunnum ekki að ganga þegar við erum komnar í glas?" Það er alltaf voða gaman að kíkja með stelpunum á djammið en það er ekkert alltof gaman að týna þeim. Við könnumst allar við það þegar biðröðin á klóið á pökkuðum skemmtistað gengur hægt, og ég þarf nú ekki að nefna biðröðina á barnum ... Við vitum allar uppá okkur sökina, höfum allar notast við þessa "aðferð" sem um ræðir: I vinstri hendinni er taskan og henni er beint fram á við til þess að ryðja leiðina - hægri hendin er notuð til þess að teyma allar vinkonurnar sem eru minna í takt viö raunveruleikann og vagga til og frá, með tilheyrandi afleiðingum. Með því að nota þessa aðferð skiptir stærð litlu sem engu máli, það er skapið sem drífur okkur áfram í einu orði sagt. En það eina sem við uppskerum með þessari „aðferð" er ekkert annað en að liðið í kring á pökkuðum skemmtistað verður ægilega pirrað og við förum pottþétt allar einar heim og enginn þolir okkur í þokkabót. Ég skil þó vel ef viðkomandi þarf að komast á klóið, en viðkomandi verður einnig að skilja að það eru líka margir aðrir sem hafa blöðruna stillta á sama tíma. ir Vigdísi Með fullri virðingu fyrir kynsystrum mlnum; ef við förum nú allar að pæla í þessu, meikar þetta ekki soldið „sense"?! Er kannski málið það að við verðum hreinlega svo veruleikafirrtar að við gerum okkur ekki grein fyrir því hvernig aðrirtúlka hegðun okkar? Ég ætla ekki að hlífa mér eða kynsystrum mínum, en ef við lítum allar í fljótu bragði I okkar éigin barm (hvort sem við erum með barm eða ekkil), þá hljótum við að sjá að þetta er ekkert annað en dónaskapur, ekki satt? Þegar við tökum okkur til á djammið viljum við auðvitað allar vera glerflnar og Ijóma af kynþokka og allt það, en eftir klukkan þrjú virðist vera sem við gerum okkur ekki grein fyrir því hvernig við högum okkur gagnvart öðru fólki og ytri aðstæðum. Það eru jú stigar á mörgum skemmtistöðum og þeir eru hálir eftir allt sullið ... Segið mér, er þá eitthvað vit í því að vera að strunsa, ýtandi við fólki eins og skessa og taka áhættu á að maður fljúgi niður stigann (eða þá að aðrir hrindi manni)?! -Og annað: er eitthvað voðalega flott við steipu sem rýkur um staðinn eins og hún sé með rakettu í rassinum og slengir sér utan í alla lengjuna sem stendur í sakleysi sínu á barnum, bara vegna þess að vinkona hennar var komin tveim skrefum á undan? Hvar er glæsileikinn þar? Ef til vill lítur viðkomandi stúlka álitlega út en gengur hins vegar eins og algjör brussa, vægast sagt. Kurteisi kostar ekkert og hvers vegna getum við bara ekki verið svolítið almennilegar og gengið rólega um og haldið kvenleikanum í hámarki eins og okkur sæmir; beðist afsökunar og svona ef við rekumst utan í einhvern/einhverja?! Ef við ætlum samt að beita þessari „hrikalegu göngu aðferð" áfram þá skulum við bara muna þaö að konur eru konum (stundum) verstar og geta gefið manni það fimmfalt til baka í hnakkann ef við erum eitthvað að traðka á tánum á hvor annarri. Hvert er markmiðið með þessu verkefni? Markmið ráðgjafarinnar er: Að líta heildrænt á vanda þeirra sem til okkar leita.n rAð tengja saman þá aðila og stofnanir sem veitarungu fólki ráðgjöf og stuðning, þannig aðrráðgjöfin nýtist ungu fólki sem best. Að stytta ungu fólki leið í kerfinu. Að svara fyrirspurnum sem berast tii róðgjafarinnar innanrS virkra daga.rfrá því að fyrirspurn berst. Hversu mikil þörf er fyrir þessu? Flest ungt fólk lendir í einhvers konar vanda eða áföllum á uppvaxtarárum sínum. "Vandinn" eða "áföllin" geta verið af ýmsum toga (og mismunandi eftir einstaklingum), en sem dæmi má nefna: Áföll í skóla (falla á prófum, erfiðleikar I samskiptum við kennara eða sam-nemendur), áföll eða erfiðleikar íreinkalífi eða vinnunni, ástvinamissir, sorg, vímuefnamisnotkun, fjárhagsáföll, o.s.frv. Það er næsta víst að þörfin er töluverð. Hvað er að finna á henni? Á síðunni er að finna spurningar og svör, fræðsluefní sem snýr að ungu fólki. Besta leiðin til að finna út hvað er á siðunni er að kíkja á hana

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.