Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 35

Orðlaus - 01.10.2003, Blaðsíða 35
m ' í: MsMfr v; X cry/let them know we tried/'Cause when the children sing/the healing begins" (White lion, "When the children cry"). Ekki bara þungarokkarar stunduðu ballöðusmíð. Til er ákveðin tegund powerballaða sem ég kýs að kalla Pussyballöður (í merkingunni aumingi). Pussyballöður eru gersnauðar öllu rokki og eru auðþekktar á aumingjalegum hljómborðs- og hljóðgerflaleik. Söngvarinn virðist alltaf vera með permanent, og alltaf Týníð ykkur í tilfinningamætti pov/ver-baílöðunnar. er leikið á rafmagnstrommur (sexhyrndar). Þessi hötuðu lög lifa enn góðu lífi á easy-listening stöðvum eins og Bylgjunni en eiga skilið uppreisn æru þar sem skemmtanagildi þeirra er mjög mikið, sérstaklega innan um allt tuff-guy rokkið sem er í gangi í dag. Helstu listamenn og verk pussyballöðuhreyfingarinnar eru, I engri sérstakri röð: Berlin ("Take my breath away"), Mr. Mister ("Broken wings"), Chris DeBurgh ("Lady in red"), og auðvitað konungar pussyballöðunnar, Foreigner ("I want to know what love is"). Powerballaðan þróaðist til ársins 1991 þegar kom að hinni einu sönnu powerballöðu. Engin ballaða byrjar jafn fallega og endar í jafn miklu rugli og hávaða og "November rain" með Gun's n' Roses. Hápunktur lagsins og fáránlega epískt gítarsólóið standa yfir í heila eilífð og þegar ósköpin taka loksins enda er powerballaðan endanlega jörðuð. Enginn geturtoppað þetta monster. Powerballaðan er enn til í útþynntri mynd á meðal fólks eins og Staind, Celine Dion og Shakira en mun aldrei ná sömu hæðum og þegar Bret Michaels, söngvari Poison benti á að "Every rose has its thorns". Það er lengi hægt að deila um ágæti Powerballöðunnar, en ég mana hvern sem er að finnast ekki gaman að setja hnefann í loftið, kveikja á kveikjara og kinka kolli í takt og öskra með þegar klukkan slær fjögur á laugardagskvöldi. Og allir nú! "Take! These broken wings!/and learn to fly again/learn to live so free/when we hear the angels sing/the book of love will open up, and let us in!" Texti: Björn Þór Einnig: Núverandi konungur stuðsins, Andrew WK heldur ótrauður áfram og sýnir litla tilburði til þess að afsala sér krúnunni á nýrri plötu: The Wolf. Það hefur sljákkað ögn í kauða, lagasmíðarnar eru meira „respect" en „party" í þetta skiptið og það virkar bara ágætlega. Best er líklega lagið Totally stupid, sem státar af einkar hvetjandi texta. Andrew er vinur vina sinna (og hringdi í nýverið í 10.000 aðdáendur til að þakka þeim persónulega fyrir að hafa keypt The Wolf! Það er alveg magnað!)... Ef arða af réttlæti er eftir í heiminum ættu einhverjir að gleðjast yfir því að forsprakki sveitanna Sebadoh og Folk Implosion, Lou Barlow er væntanlegur til landsins (altént segir á heimasíðu hans frá fyrirhuguðum tónleikum í Reykjavík 22. október n.k.). Hann er rómaður fyrir óútreiknanlega sviðsframkomu og hefur samið nokkur mögnuð lög, þannig að rokkrýnir Orðlauss hvetur alla til að láta manninn ekki fram hjá sér fara... Það þarf engum að koma á óvart að nýja Strokes platan er nú fáanleg á netinu, tæpum mánuði fyrir væntanlegan útgáfudag. Orðlaus mun væntanlega fjalla nánar um plötuna síðar, en rokkrýnir getur opinberað hér og nú að hún hljómar ekki ósvipað deibjú-plötu þeirra og er barasta nokkuð góð... Maynard James Keenan og félagar hans í A Perfect Circle rokka frekar lítið á annarri plötu sinni, Thirteen Steps. Þess í stað einbeitir sveitin sér að rólegheitum og slíku - skemmst er frá því að segja að það gengur bara nokkuð vel upp. Diskurinn hentar sjálfsagt ekki öllum, en ídeal-markhópur eru sólbrúnir, síðhærðir og sterkir menn með træbala sem vilja taka það rólega með reykelsi og fínt. Þeir verða og aldeilis hressir með hana. Sömuleiðis gothhneygðir einstaklingar hvers kyns... Von er á nýrri plötu með Non-prophets (Sage Francis & co.) i mánuðinum. Ef að líkum lætur verður sú mögnuð: hafið augun opin. na uxotroniPhotmail.com Tt4ibEii Dance of death Iron Maiden eru stofnun í rokki. Það þýðir ekkert fyrir kaldhæðna 101-indírokkara að gera grín að þeim: þessir menn, nei, rokkhestar hafa sýnt það og sannað síðustbsbrjá áratugina að þeir meina það sem þeir gera! EngVjélegir brandarar, enginn felur sig bakvið einhverskonar búning eða setur sig í hlutverk (vá...sveitalúðaderhúfa og yfirvaraskegg! Bylting í rokki, ha?) - gítarsólóirvtextar með sögulegu ívafi, sírenuvælið: allt kemur þetta beinustu leið frá hjarta sex miðaldra karlmanna sem eríi'slco ekkert að grínast. En hafa samt hrikalega gaman af ötlu saman. V /laiden Eins og David Bowie, hvers nýjasti diskur ertH umfjöllunar hér í blaðinu, má segja að Iron Maid hafi fyrir löngu sannað sig. Þeir eiga traustan aðdáendahóp sem vex til þessa dags (því engin hljómsveit höfðar jafn vel til fjórtán ára karlmanna) og eftir stutt niðurlægingarskeið á tíunda áratugnum hefur hinn eini sanni Bruce Dickinson snúið aftur, ásamt upprunalega gítarleikaranum Adrian Smith (það oftast að bjarga því. Og kápumyndin er ein sú Ijótasta sem undirritaður hefur nokkurntímann auqum litiði . er kannski aðeins of Spinal Tap að hafa þrjá gítarleikara, en samt kúl). Fjárhagslega standa þeir ágætlega og grúbbíugreddan hefur látið undan fyrir öðrum áhugamálum. Ferill þeirra hefur því á síðari árum æ meir snúist um að koma saman og rokka, ekki svo ósvipað því ef mamma þín eða pabbi gengju í bílskúrshljómsveit með vinnufélögunum. Spilagleðin skín í gegn í öllu sem Járnfrúin gerir á nýjustu breiðskífu sinni, Dance of Death. Það er einmitt títtnefnd spilagleði og einlægni hljómsveitarinnar sem bjarga Dance of Death frá glötun. Úr hverjum einasta tóni skín einskær rokk- gleði og á góðum degi er rokk-gleði einmitt það besta sem hægt er að fá. Ekki spillir fyrir að nýja efnið er melódískara en margt sem þeir hafa gert í seinni tíð og minnir á frækin afrek fortíðar- lög eins og Number of the beast og Run to the hills. Melódíurnar hafa nefnilega alltaf verið sterkasta vopn Iron Maiden, þó manni dytti kannski annað í hug. Undir öllum gítarsólóunum og sírenuvælinu leyniststundum argasta popp, í það minnsta írsk þjóðlagatónlist. Eru Iron Maiden, ekki svo frábrugðnir Pöpum okkar fslendinga þegar allt kemur til alls? Því fer fjarri Dance of Death sé gallalaus. Vel hefði 'rqátt stytta sum lögin talsvert mikið (og þá helst með þviáð skera niður gítarsólóin - af þeim er ríflega veitt). TextarnKhljóma stundum kjánalega, þó einlægnin nái Satt best að segja getur rokkrýnir ekki ímyndað sér að hann hefði keypt þessa plötu sjálfviljugur. En þegar hún er kominn i vasaspilarann og vindurinn blæs framan í mann þannig að hárið flaksast hetjulega er erfitt að standast þá freistingu að taka undir með Bruce og öskra hressu hetjuöskri. Og hrækja svo á gangstéttina! Þegar öllu er á botninn hvolft er Dance of Death hin prýðilegasta skemmtun, spilagleðin smitar mann og narratífir textarnir halda manni spenntum út heilu lögin (því hann er að segja sögur, Bruce, rétt eins og trúbadórar miðalda). Það er enn líf í gömlu mönnunum. Guði sé lof fyrir það. hauxotron@hotmail.com

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.