Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 4
GLEÐILEG JOL! Það fer ekki á miili mála að jólin eru á næsta leiti og það hefur vart farið framhjá neinum frá því um miðjan nóvember. Jólalögin eru búin að vera í spilun á útvarpsstöðvunum í margar vikur, inn um póstkassann flæða bæklingar með jólatilboðum og verslanir bæjarins fyllast af kaupglöðu fólki. Jólaljósin lífga upp á skammdegið og tónlistarfólk með jólasveinahúfur syngja fyrir gangandi vegfarendur í miðbænum. Ég er mikið jólabarn og gleðst því yfir tímanum sem er framundan. Ég hlakka til að hanga í rúminu, lesa jóiabækurnar, borða smákökur og drekka jólaöl. Ég hlakka til að vera heima með fjölskyldunni, skreyta jólatréð, fá heimabökuðu lifrarkæfuna hennar mömmu á Þorláksmessu og labba síðan Laugaveginn með vinunum, kíkja í búðir og setjast á kaffihús. Ég hlakka til að borða góðan mat með mínum nánustu á aðfangadagskvöld, fara í stóra jólaboðið hennar ömmu á jóladag og halda í hefðirnar sem mér finnst vera svo mikilvægar. Þessi tími er mér er alveg yndislegur. En er rétt að ég hugsi bara um það sem mér þykir gott og gaman að gera? Getum við ekki reynt að gleðja aðra sem ekkert eiga, til dæmis með því að setja jólapakka undir jólatréð í Kringlunni, setja í bauk Hjálpræðishersins eða gefa mat og fatnað til Mæðrastyrksnefndar. Vissulega eru margir sem láta gott af sér leiða, gefa tíma sinn á aðfangadag í að elda fyrir heimilislausa, heimsækja aldraða á elliheimilum og lesa fyrir þá og vinna margvíslega sjálfboðavinnu. Það eiga ekki allir því láni að fagna að njóta hátíðarhaldanna að fullu. Fyrir suma, sem ekki eiga fjölskyldur eða eru á einhvern hátt dottnir út úr samfélagi við ættingja eru jólin einmanalegasti tími ársins. Aðrir gleyma raunverulegri merkingu jólanna í öllu „jólaástandinu", eyða langt um efni fram í dýrar en innihaldlausar jólagjafir sem greiddar eru með greiðslukorti og verða jólin þá tími stress, skulda og áhyggna því að allir vita að koma mun að gjalddaga. Reynum að fara milliveginn og gera þennan tíma sem ánægjulegastan. Látum jólalögin í útvarpinu, jólabæklingana og auglýsingaflóðið ekki fara í taugarnar á okkur. Reynum að huga að því hvort við séum aflögufær handa öðrum, með framlögum eða með því að sýna þeim sem standa okkur nærri hversu mikils virði þeir eru okkur. Jólin eiga ekki að snúast um stærsta og flesta jólapakka, mestu og dýrustu jólaljósin eða flottasta jólaboðið. Þau eiga að snúast um að vera saman, að við sýnum hvert öðru þolinmæði og einlægni og slöppum af til fá smá tilbreytingu í hvesdagsleikanum, því fljótt gengur lífið sinn vanagang aftur. Gleðjumst yfir öllum litlu hlutunum sem saman gera dagana fram að þrettándanum að tilhlökkunarefni allt árið. Ég vona að þið njótið gleðilegra jóla eftir að þið hafið lagt ykkar að mörkum við að gera öðrum þau gleðileg og að nýja árið sem óhjákvæmilega er framundan verði enn betra en árið sem er að líða. Steinunn Jakobsdóttir ISLENSK KNATTSPYRNA EFTIR VÍÐI SlGURÐSSON ÁFAN TlNDUR ► SÍMI 466-2772 ► WWW.TINDU Hji t it mm I a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.