Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 25

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 25
ekki upp og gerði aðra flóttatilraun sem heppnaðist. Hann komst út fyrir bæjarmörkin áður en nokkur fattaði að hann væri horfinn, breytti um nafn og settist að i litilli íbúð í Tallahassee, Florída. Hann var þó á engan hátt breyttur maður og stuttu seinna var ráðist á unga stúlku þar sem hún var sofandi i rúmi sínu á heimavist í skólanum. Skömmu seinna fann lögreglan tvær stúlkur til viðbótar, látnar í rúmunum sínum á heimavistinni. Það var ekki fyrr en Bundy áreitti tvö börn sem hann náðist. Kviðdómurinn dæmdi hann sekan fyrir öll morðin og rafmagnsstóllinn beið hans og var hann tekinn af lífi við mikinn fögnuð almennings, 24. janúar 1989. Flestir töldu Harold Shipman vera ósköp venjulegan og viðkunnanlegan heimilislækni, það er þar til upp komst að hann hafði drepið meira en 200 sjúklinga sína og nú er hann þekktur sem einn afkastamesti fjöldamorðingi sögunnar. Hann afplánar nú 15 lífstíðardóma plús fjögur ár fyrir að falsa erfðaskrá síðasta fórnarlambsins, Kathleen Grundy. Þrátt fyrir yfirþyrmandi sannanir heldur hann enn fram sakleysi sínu. Sem barn var Shipman ofverndaður af móður sinni sem ákvað hverja hann mátti leika við og hverja ekki. Móðir hans þjáðist einnig af lungnakrabbameini og hann sat hjá henni alla daga og þegar hún lést var hann eyðilagður. Þegar hann varð eldri varð hann mjög stjórnsamur, en var þó vinnusamur og kappsfullur með mikið sjálfsöryggi og samstarfsmenn hans voru ánægðir með hann. Þegar Shipman náðist við að skrifa út falsaða lyfseðla fyrir sjálfan sig breyttist þó viðhorfið. Hann var skyldaður til að hætta á læknastofunni og var sendur í meðferð, en ótrúlegt en satt var hann mættur aftur tveimur árum seinna. Hann fékk vinnu sem heimilislæknir á læknamiðstöð í Hyde á norður Englandi þar sem flestir sjúklingar hans voru eldri konur sem bjuggu einar. Þær dáðu allar lækninn sinn og héldu tryggð við hann jafnvel þó að sífellt fleiri konur sem Shipman hafði annast fyndust látnar á heimilum sínum. Alan Massey, útfararstjóri í Hyde, fór að taka eftir skrýtnu mynstri varðandi dauða sjúklinganna. 90 % líkanna voru full klædd þegar sjúkrabíllinn kom. Ekkert í húsinu sýndi að viðkomandi hefði verið eitthvað veikur, það leit út fyrir að sjúklingarnir hefðu bara dáið sitjandi í stól eða í rúminu. Útfararstjóranum fannst þetta fremur furðulegt. Enn furðulegra þótti mönnum að Katherine Grundy sem var síðasta fórnarlamb læknisins hefði arfleitt hann að öllum eigum sínum samkvæmt nýlegri erfðaskrá. Þegar Angela Grundy, dóttir Katherine Grundy, fór að kynna sér málin betur fór boltinn að rúlla. Erfðaskráin var illa skrifuð og illa orðuð og Angela, sem var lögfræðingur, sá strax að hún var fölsuð. Rannsóknin á málinu var gífurlega erfið þar sem mörg líkanna höfðu verið brennd strax eftir andlátið en þær sannanir sem fundust þóttu þó nógu traustar til þess að handsama lækninn og koma honum bak við lás og slá. Shipman drap sjúklinga sína með því að gefa þeim of stóran skammt af morfíni. Siðan falsaði hann allar skýrslur um sjúklingana og skrifaði þar ranga sjúkdómsgreiningu til þess að hylja slóð sína. Það voru engin merki um ofbeldi eða kynferðislega misnotkun á likunum og enginn ástæða virtist vera fyrir því að sjúklingarnir voru drepnir. Sumir sálfræðingar halda því fram að Shipman hafi hatað konur, sérstaklega gamlar konur. Aðrir halda að hann hafi verið að reyna að endurupplifa dauða móður sinnar. Shipman drap af því að hann hafði gaman af því. Hann hafði gaman af því að hafa völd til að stjórna lífi og dauða, en hann gerir það ekki lengur þar sem hann var dæmdur árið 2000 til að sitja í Wakefield fangelsi til æviloka. Jeffrey Dahmer er einn viðbjóðslegasti fjöldamorðingi sögunnar en hann leitaði uppi unga karlmenn, drap þá og nauðgaði siðan líkum þeirra. Hann hafði verið með dauðann á heilanum frá því að hann var krakki og var dæmdur barnaníðingur en þegar hann náðist játaði hann að hafa drepið 17 unga karlmenn. Hann leitaði helst til samkynhneigðra karlmanna og fann hann fórnarlömbin yfirleitt inni á börum. Hann lokkaði mennina heim til sín með því að bjóða þeim pening fyrir að taka myndir af þeim. Síðan gaf hann þeim svefnlyf, kyrkti þá og fróaði sér yfir lík þeirra. Stundum geymdi hann ákveðna líkamsparta til minja. Fyrsta fórnarlambið var Steven Hicks sem Dahmer kyrkti einungis átján ára gamall. Hann skar líkið i parta og gróf þá bak við húsið hjá sér. Yngsta fórnarlambið var Konerak, fjórtán ára. Hann náði að sleppa úr klóm Dahmers og hljóp nakinn um göturnar þegar tvær konur tóku eftir honum og hringdu á lögregluna. Lögreglan mætti á svæðið, en það gerði Dahmer líka. Hann sagði lögreglunni að Konerak væri 19 ára elskhugi sinn og að hann hefði bara drukkið of mikið. Konerak gat ekki svarað fyrir sig þar sem Dahmer hafði gefið honum svefnlyf fyrr um kvöldið og var því varla með rænu. Dahmer náði að sannfæra lögregluna og fékk að fara með Konerak heim til sín, en þar drap hann strákinn um leið, hafði samfarir við lík hans og tók síðan af því myndir. 22. júlí 1991 náðist loks að handsama geðsjúklinginn. Þrítugur maður stoppaði tvo lögreglumenn og sagði þeim að undarlegur Ijóshærður maður hefði handjárnað sig í íbúð í nágrenninu og hótað sér með hnífi. Lögreglumennirnir fóru með honum í íbúðina og Dahmer hleypti þeim inn. Ibúðin lyktaði alveg hrikalega og polaroidmyndir voru út um allt af sundurskornum líkum, höfuðkúpum, og beinagrindum. Annar lögreglumannanna opnaði ísskápinn og þar blasti við honum mannshöfuð sem starði á hann. ( frystinum voru þrír hausar til viðbótar ásamt höndum og fótum sem búið var að sjóða. Á eldavélinni var pottur með mannsheila í tómatsósu sem Dahmer hefur líklega ætlað að borða og inni á baðinu voru kynfæri í fermalíni. Öryggisgæslan í kringum réttarhöldin var einstök í sögu Milwaukee. Leitað var að sprengjum I réttarsalnum og eins var leitað gífurlega vel á öllum sem hleypt var inn í salinn. Blaðamenn, fjölskyldur fórnarlambanna og almenningur mættu til að fylgjast með og mikill fögnuður greip um sig þegar Dahmer var dæmdur í 957 ár í fangelsi. Hann var barinn til bana í fangelsinu árið 1994. Páll Björnsson - 22 ára. Hver var fyrsti forseti íslands? Það hefur verið hann þarna rithöfundur ... Kristján Eldjárn. Hvað eru margar sýslur á fslandi? Þær eru sjö. Hvað heitir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna? Donald Rumsfield. Hvaöan er Che Guevara? Einhverstaðar í Suður Amerfku..Bolivíu Hvað getur þú sagt mér um Önnu Lindh? Ekki neitt .... ég veit ekki hver það er. Stafana Kristfn Ólafsdóttir - 20 ára. Hver var fyrsti forseti islands ? Ég veit ekki. Hvað eru margar sýslur á Islandi? Átta. Hvað heitir varnarmálaráðherra Bandarfkjanna? Ég veit það ekki. Hvaðan er Che Guevara? Kúbu. Hvað getur þú sagt mér um Önnu Lindh? önnu Lind??? Ég veit ekki hver það er. Bergný Heiða Steinsdóttir - 17ára. Hver var fyrsti forseti islands ? Jón Sigurðsson. Hvað eru margar sýslur á islandi? Sex. Hvað heitir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna? Ég man það ekki. Hvaðan er Che Guevara? Kúbu. Hvað getur þú sagt mér um Önnu Lindh? Ekki boffs. Haildór Gunnlaugsson - 26 ára. Hver var fyrsti forseti íslands ? Jón Sigurðsson. Hvað eru margar sýslur á fslandi? Þrettán. Hvað heitir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna? Það er hann hérna Madalen Albright. Hvaðan er Che Guevara? Hann er frá Kúbu. Hvað getur þú sagt mér um Önnu Lindh? Ég segi þaö ekki, það er leyndó ! Anna Kristfn Óskarsdóttir - 21 árs. Hver var fyrsti forseti islands ? Oh my god ... ég er ekki viss. Hvað eru margar sýslur á islandi? Þær eru má ég sjá örugglega í kringum 15. Hvað heitir varnarmálaráðherra Bandarlkjanna? Ég veit ekki. Hvaðan er Che Guevara? Hann er frá Kúbu. Hvað getur þú sagt mér um Önnu Lindh? Ekki neitt ég veit ekki hver það er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.