Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 36

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 36
7 Andrea Magnúsdóttír og Birta Björnsdótttpnynda tvíeykiö "júniform". í hönnunar og fördunafstúdíói þeirra viö Hverfisgötu 39 selja þær og skapa hönnun sína, ásamt því að farða en þær eriÍtbáöar föröunarfræðingar aö mennt. Við mæltunTbkkur mót viö þær i litla sæta húsnæöinu í>eirra. Texti: Maya og Ása. Myndir: Atli Hvenær byrjuðuð þið að hanna föt? B: Ég hef verið að sauma frá því að ég man eftir mér og byrjaði að selja fötin mín í Noi fyrir ca. 4 árum síðan. A: Þegar að ég var yngri þá var ég að sauma og selja vinkonum mínum djammboli. Síðan tók við langur ferill minn í fatabúðarbransanum og þá haetti ég að sauma því það var bara enginn tími. Ég vann mikið og var oft í innkaupaferðum erlendis og þá datt áhuginn upp fyrir. Síðan kynntist ég Birtu og hef verið á fullu að hanna síðan. Hvað eruð þið búnar að vinna lengi saman? AB: Við erum búnar að vinna saman í eitt og hálft ár. Við opnuðum hér síðasta febrúar. Þar á undan vorum við að selja föt í Retro og Noi. Hvað gefur ykkur innblástur? AB: Við fáum innblástur alls staðar að úr umhvefinu, mynböndum, blöðum, sjónvarpi og mikið frá hvor annarri. Sagðir þú mér ekki einu sinni Andrea að þig dreymdi hugmyndir? Hvefjir eru y k k a r uppáhaldshönnuðir? B: Það er eig inlega ómögulegt að velja sér einn uppáhaldshönnuð en mér finnst t.d. gríski hönnuðurinn Sophia Kokosalaki rosalega flott. Mér finnst hún bera af á hverju ári. Hún sker sig alltaf úr þegar maður er að skoða blöðin. Hún er með mikið af "detailum" sem ég fíla vel. Þannig að ykkur finnst Sophia Kokosalaki vera alveg með þetta? B: Já, oftast. Mér finnst Alexander McQeen líka mjög flottur en hann er miklu ýktari. Þetta er bara tvennir mjög ólíkir hönnuðir. A: Mér finnst John Galliano geðveikur líka. Mér finnst rosalega gaman að skoða það sem hann er að gera. Ef þið mættuð velja eina stjörnu til að hanna föt á hver myndi það vera? AB(í kór): Björk. AB: Hún er íslensk og okkur finnst hún náttúrulega bara geðveik og það væri ógeðslega gaman að hanna á hana. Eruð þið að stefna á erlendan markað? B: Já, kannski I framtíðinni en ekki akkúrat núna. Kannski eftir 2-3 ár. A: Málið er bara það að ísland er svo lítið, og flestir íslendingar eru "tískuminded", og okkur langar ekki öllum að vera eins. Maður vill geta farið út að skemmta sér án þess að allir séu í eins kjól. Þaðan kemur "conceptið" okkar að gera aldrei tvennt eins af neinu. Það virkar alveg hér, en þetta gætum við aldrei gert ef við færum með hönnun okkar erlendis. Þá yrðum við að vera með framleidda línu. B: Það er líka hugmynd að opna stúdío eins og við erum með hér erlendis. Þá myndum við jafnvel selja hönnun okkar heim til fslands (segir Birta og brosir draumabrosi). Notið þið alltaf sömu efnin? B: Nei alls ekki, en það er eitt efni sem við notum mjög mikið, það er viscose efni sem við litum f alls konar litum og textílhönnum sjálfar. Einnig notum við mikið blúndur og gamaldags efni og saumum oft upp úr gömlum efnum. A: Annars reynum viö að kaupa efni þegar að við förum til útlanda. Birta hefur keypt dáldið af efnum f Barcelona, svo erum við líka duglegar að plata hina og þessa til að kaupa handa okkur efni erlendis. I '■ A: Jú oft, og það er þannig hjá okkur báðum. Við getum oft ekki sofnað á kvöldin því að maður er að hugsa svo mikið um snið og útfærslur. Ég er stundum alveg að sofna þegar einhver snilldarhugmynd skýtur upp kollinum og þá gríp ég í teikniblokkina sem ég geymi við hliðina á rúminu mínu og byrja að teikna. (Birta kinkar kolli og er greinilega sammála vinkonu sinni) Ég las það einhvers staðar að hugmyndirnar komi til manns á nóttunni og ef þú grípur hana ekki þá fer hún bara til einhvers annars. Hvað munduð þið segja að væri einkenni ykkar hönnunar? A: Engar tvær flíkur eins. B: Já, ég mundi segja það, en það er voðalega erfitt að segja hvað einkennir okkar hönnun, þvf að hún er svo margbreytileg. A: Það eru líka efnin sem við notum og litum sjálfar, það einkennir fatnaðinn frá okkur. Hafið þið hannað á einhverja fræga íslendinga? A: Við gerðum brúðarkjólinn á Elmu Lísu leikkonu. Svo gerðum við rosalega fallegan kjól á Nínu Dögg leikkonu þegar að hún fór á kvikmyndahátíð að taka á móti viðurkenningu sem ein af efnilegustu leikkonum í Evrópu. Við höfum verið dáldið í því að hanna á leikkonur, t.d. fyrir Edduna og svoleiðis. Svo hönnuðum við dress á Brynju Nordquist fyrir fertugsamælið hjá Þórhalli, manninum hennar. Einnig gerðum viö bol á Jónsa í Svörtum fötum, en það er eini karlmaðurinn sem við höfum hannað á. B: Við höfum líka aðeins verið að hanna fyrir erlend blöð og tískuþætti. Eru ekki að fara að birtast myndir í Face? A: Já, það voru teknar myndir fyrir Face, en það er allt óráðið hvað kemur út úr þvf. (Reyndum að spyrja þær nánar út í þetta Face dæmi en fátt var um svör, verðum bara að fylgjast vel með) Eruð þið að hanna fyrir einhvern sérstakan aldur? AB: Það eru allur aldur sem verslar hjá okkur, en við myndum segja að aðalkúnnahópurinn okkar sé á aldrinum 20-35 ára. Hvað eruð þið aðallega að bralla þessa dagana? AB: Erum á fullu að sauma jólakjóla, enda jólin á næsta leiti. Hvað kostar eitt stykki júniform jólakjóll? Þeir eru flestir á 19.900. Júniform verður lokað frá og með 20.des, en eftir þann tíma er hægt að nálgast hönnun þeirra í versluninni Retro á Laugavegi. Það er vel þess virði að kíkja á stelpurnar, því að þær eru meö himneska jólakjóla og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við kveðjum stúlkurnar og óskum þeim alls hins besta í hinum harða heimi tískunnar. i i _L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.