Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 44

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 44
HNEFALEIKAIÞROTTIN fær á sig þung högg! Ég hef stundað hnefaleika síðan löngu áður en íþróttin fékkst lögleidd. Það bannar mér enginn að berja í poka eða fara í hring til að skiptast á höggum við einhvern sem er sama sinnis. Þetta er holl hreyfing, gríðarleg útrás og skemmtun. Ef einhver ætlar að taka þetta af mér þá er í raun verið að frelsissvipta mig sem og alla þá sem hafa ánægju af ástundun íþróttarinnar. Sú umræða hefur risið í Ijósi leiðinlegra atvika sem plagaö hafa íþróttina undanfarna daga, að best væri bara að banna hana aftur. Áður en fólk lætur hafa sig að fíflum með því að hlusta á vanhæfa einstaklinga tjá sig og fabúlera um skaðsemi hennar þá sé ég mig tilknúinn að koma mínum sjónarmiðum á framfæri. Það var á yordögum ársins 2001 sem tæplega fimmtíu ára banni við fþróttinni var aflétt hér á islandi. Þá hafði átt sér stað sannkallaður sandkassafarsi inná Alþingi þar sem þingmenn, hver öðrum fávísari kljáðust hatrammlega um þetta mál sem áður hafði margsinnis verið tekið af dagskrá eða hreinlega hafnað. Það var fyrir tílstuðlan digurbarkans Gunnars Birgissonar að lclsins tókst að koma þessu umræðuefni almennilega á jcgppinn og fá íþróttina samþykkta enda mikil þróun í ðryggísmálum búirí að eiga sér stað frá því að hnefaleikar voru bannaðir á landinu érið 1956. Raunin er sú að þetta er ólympíuíþrótt með mjög lága meiðslatíðni, en slys geta komið upp í þessari íþrótt jafnt sem í öðrum íþróttum og því miður hafa undanfarnir dagar verið plagaðir af óhöppum sem hafa sett allt á annan endann. Undanfarið hefur verið mikið fjölmiðlafár í kringum hnefaleikaíþróttina. Maður slasaðist alvarlega á hnefaleikakeppni sem haldin var í Vestmannaeyjunjí*. og nokkrum dögum síðar voru tveir menn sem tengst hafa íþróttinni í fyrndinni handteknir með rassgá’tið fullt af dópi. Afleiðingarnar hafa verið líkastar fjölmiðlastrategíu Hitlers þar sem búið er að finna rót allra landsins vandamála í þeim óþjóðalýð sem stundar hnefaleikaíþróttina, rétt eins og Adolfi Hitler tókst að sannfæra þegna Þýskalands um það að Gyðingar vaéru rót alis þess sem miður hafði farið í landinu. Læknastétt íslands, ritstjórar morgunblaða, fyrrverandi þingmenn, vefspjátrungar og allskyns annar lýður hefur risið upp og brýnt slna raust til að kveða í kútinn minnihíutahóp þann sem kýs að stunda þessa íþrótt. Menn hafa gengið með steyttan hnefann um bæinn endilangan heimtandi að íþróttin verði bannfærð á nýjan leik í Ijósi undanfarinna atvika. Hvað er eiginlega að fólki? í leiðara Morgunblaðsins, miðvikudaginn 3. desember, dró til tíðinda þegar ritstjóri blaðsins brá fyrir sig betri pennanum og þuldi upp óprenthæfan sora um skaðsemi íþróttarinnar og tíundaði fáfræði sína um það að stóra slysið í þessu öllu saman væri það að hafa yfir höfuð leyft þessa villimannslegu ofbeldislist. Þar hafði hann sér til fulltyngis gögn sem bentu á það að I Bretlandi hefði á undanförnum sex árum átt sér stað sex tilfelli þar sem alvarlegur heilaskaði hefði hlotist af ástundun íþróttarinnar, þar af þrjú dauðsföll. Við sem störfum innan boxstéttarinnar sáum okkur tilknúna til að kynna okkur hvað bjó að baki þessum heimildum hans og Afleiðingarnar hafa verið líkastar fjölmiðlastrategíu Hitlers þar sem búið er að finna út rót allra landsins vandamála í þeim óþjóðalýð sem stundar hnefaleikaíþróttina... settum okkur í samband við Hnefaleikasambönd víðsvegar um heiminn, þar á meðal ræddum við við yfirlækni Breska ólympíuboxsambandsins, sem þvertók fyrir að þessar heimildir væru réttar. Sá ágæti maður vissi bara um eitt tilfelli þar sem heilaskaði hefði hlotist við ástundun ólympfskra hnefaleika á Bretlandseyjum undanfarjp, 10 ár, og hlaust sá skaði ekki I hringnum heldur víð æfingar, þar sem viðkomandi aðili varð fyrir ofþornun og hnéig niður af þeim sökum. Annarsstaðar þar sepi^ið sóttum okkar upplýsingar vissu menn ekki um nein tilvik sem líktust því sem gerðist í Vestmannaeyjum. hefur verið með fáránlegasta móti því að því hefur statt og stöðugt verið flaggað að þessir aðilar séu starfandi hnefaleikaþjálfarar og aðilar að öllu því hnefaleikastarfi sem átt hefur sér stað á landinu. Vissulega er það rétt að þessir menn hafa I fyrndinni starfað innan íþróttarinnar og starfrækt hnefaleikaklúbb, en löngu áður en þetta kom upp höfðu þeir sagt skilið við íþróttina og snúið sér að öðrum málum, öllu ólöglegri ef marka má handtökuna. Þessir aðilar tengjast ekki þeirri flóru hnefaleika sem I dag er starfrækt og koma henni ekkert við. En engu að síður er fréttaflutningur á þá leið að búið er að brennimerkja alla þá aðila sem íþróttinni tengjast. Þetta eru tveir menn sem ósjaldan störfuðu I óþökk við aðra innan íþróttahreyfingarinnar og á endanum voru þeir leystir undan sínum rekstri og undirrituðu í leiðinni samning þess eðlis að þeim væri óheimilt að koma að íþróttinni næstu 5 árin. Á þetta hefur ekki verið litið, heldur hefur þessi handtaka reynst vera fullkomið vopn þeirra sem eru andvígir íþróttinni til þess að veikja málstað okkar boxaranna og hella olíu á eldinn. Ef fyrrverandi sundþjálfari hefði verið gómaður með umtalsvert magn eiturlyfja í fórum sínum, hefðu fyrirsagnir fjölmiðla þá verið á þessa leið? "Sundþjálfari handtekinn vegna fíknefnasmygls", Það tel ég ólíklegt, en þar sem hnefaleikaíþróttin hefur verið heitt umræðuefni þá lá náttúrulega beinast við að nota þá átyllu til að gera fréttina eftirtektarverðari, en á sama tíma brennimerkja sportið í heild sinni. Snorri Barón Jónsson T * Mask I Það er nokkuð Ijóst og hefur margsannað sig að þessi íþrótt leiðir gott af sér. Ástundun íþróttarinnar eykurstyrk, þol, snerpu, aga og sjálfstraust. íþróttin Hreítir gríðarlega útrás og hefur þjónað rfkum tilgangi í því að leiða ungt fólk á réttar brautir. Vissulega er ekki komin mikil reynsla á ástundun hennar hérlendis en árangurinn er engu að síður mjög Hvernig stendur á því að ritstjóri Morgunblaðsins, mæ|anlegur þegar rætt er við aðstandendur ungra málgagns þjóðarinnar, erfarinn að herma upp heimildir hnefaleikakappa sem setja samasemmerki á milli um íþrótt sem hann hefur aldrei stundað og veit ekkert | ástundunar (þróttarinnar og aukins námsárangurs, um. Hvernig stendur á því að læknar landsins fara um skarpari eínbeitingar og þægilegra viðmóts. Ef það eins og stormsveipur með allskyns kenningar á lofti | á að taka kvart og kvein þeirra sem hæst hrópa þegar virðulegir starfsmenn ólympíusambanda og gegn íþróttinni alvarlega, þá tel ég að það ætti hnefaleikasambanda víðsvegar um heiminn eru á allt aðeins að lita á allt það jákvæða sem íþróttinni öðru máli. Hvað veldur þessum farsa? hefur fylgt áður en endanleg afstaða er tekin. Svo er það hitt málið. Árdegis þriðjudagsmorguninn 2. desember, voru tveír menn handteknir á Keflavikurflugvelii með full rassgöt af eiturlyfjum. Mennirnir votu klæddir í treyjur merktum Hnefaleikafélagi í'Reykjavík og í fórum sínum hö þeir ýmsan boxvarning. Fréttaflutningur af þessu Rosalegt úrval nefndu það og það er til. Allt fyrir förðun Allt fyrir neglur Allt fyrir húðina Komdu og sjáðu þú verður ORÐLAUS Þ.s. Baggalútsmenn, jólalagið ykka boxgreínín á síðunni yk'---|Mjá> r er snilld, en f er skrifuð af slefandi fyrir skynsamar konur Maskarar frá kr 1.010 F : Varalitir frá kr 905 Augnskuggar kr 510 Naglalökk kr 725 I Gloss frá kr 795 Púðurmeik kr 2.075 Fylling kr 1.225 Þýskar snyrtivörur í hæsta gæðaflokki á frábæru verði ARTDECO mest seldu förðunarvörur í snyrtivöruverslunum í Þýskalandi Sölustaöir: HYGEA Smáralind - HRINGBRAUTAR APÓTEK Hringbraut 119 - NEROLI Skólavörðustíg 6b BEAUTY Reykjavíkurvegi 72 - NANA Hólagarði Lóuhólum 2-6 Heildsöludreifing: ARTDECO á islandi - s: 587 1766
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.