Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 52

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 52
-f D. I. S. C. Ég þoli ekki konur sem nota afsakanir til að losna við kynlíf í stað þess að segja bara við karlinn sinn „þú ert ekki að vekja kynferðislegan áhuga hjá mér." Jæja, með þessu bætast þá ófáir karlmenn í hóp þeirra fjölmörgu kvenna sem láta þessi skrif mín fara í taugarn á sér. En það verður að hafa það. Margir kannast við gömlu tugguna um hausverkinn þegar að kynlíf ber góma. Hvað er það eiginlega? Kannski er þetta eitthvað sem skyndilega kemur yfir kvenfólk þegar að innan vi metri er í skeiðvöllinn, jafnvel óútskýranlegt fiðurofnæmi. Varla. Þetta er bara rosalega leim ekssgjús, ein af' mörgum sem konur hafa komið sér upp til að þurfa ekki að segja nákvæmlega hvernig þeim líður. Ég meina, er það ekki hlutverk okkar karlanna að vekja kynferðislega löngun hjá konunum okkar? Ef við hins vegar fáum gult spjald eins og t.d. gamla heddarann eða ég tala nú ekki um “tilfinningalega ójafnvægis” pakkann, þá þurfum við að taka okkur á. Ef ástandið er viðvarandi er stutt I rauða spjaldið. Nú kunna margar konur að vera fastar í viðjum vanans og hafa ekki kjark til þess að segja bara einfaldlega hvernig þeim líður, slengja því í viðkomandi elsk(af)huga sem verður að taka því eins og sannur karlmaður með því að finna lausn á vandanum sem klárlega er okkar megin. OK stelpur, ekki halda að ég sé að koma út úr skápnum eins og ég var hvattur til að gera um daginn eða hafi skyndilega lagt árar í bát eftir að nokkrar ykkar hreyttu í mig ónotum ofurölvaðar á djamminu. Smart ;-)• Nei ég bara skil þetta hlutverk sem okkur er útdeilt og þekki mikilvægi þess að þjóna því af alúð. Það þarf útsjónarsemi, skipulagshæfileika, hugmyndaauðgi, húmor og auðvitað stóran skammt af væntumþykju til að hámarka árangur. But believe me... það svínvirkar! Ég skora því á ykkur strákar að skrúfa mójóið í ellefu og seksapílið í botn, setja púður í að heilla konurnar upp úr skóm og sokkum þvi það mun skila sér margfalt. Ef einn ykkar fer að ráðum mínum og konan hans verður Orðlaus... þá get ég að minnsta kosti sagt að skrif mín hafi borið einhvern árangur og það er þá mitt framlag til kvenna þetta árið - að losa eina þeirra við helvítis hausverkinn. Daddi diskó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.