Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 60

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 60
Jóladómar Hauks Afsökunarbeiðni: Gagnvart mínum fjölmörgu ástríku lesendum sem og tónlistarfólkinu sem fjallað er um hér að neðan hef ég afsökunarbeiðni fram að færa. Sökum pláss- og tímaleysis hefur mér ef til vill ekki tekist að gefa hverri og einni plötu það tóm sem hún á skilið (Hey! Ég reyni allavega, ólíkt sumum plöturýnuml). Því má vera að sumar neðanritaðra umfjallana séu heldur snautlegri en æskilegt er og ber að lesa þær á þeim forsendum. Ætiunin er að gefa nasaþef af jólaplötuflóði þessa árs og heiðra þá mætu tónlistarmenn sem höfðu fyrir því að senda Orðlaus eintak afurða sinna (og þeir mættu að öllu jöfnu vera fleiri). Guð má vita að sumar þessara skífna verðskulda ekki minna en sérblað þar sem helstu kostir (já, eða gallar) þeirra eru útlistaðir nákvæmlega og spáð er í öll smáatriði. Kannski einhver, einhverntíman sjái ástæðu til þess að gefa út slíkt rit. Þangað til verður þetta að duga. (Reyndar les hvort eð er enginn plötudóma nema tónlistarmenn og plötudómarar. Jú og menn sem vilja týna út tilvitnanir til þess að selja draslið sitt). hauxotron@hotmail.com Brain Police - samnefnd Þeir mega eiga það, strákarnir í Brain Police, að þeir eru samkvæmir sjálfum sér. Þeir hafa verið að spila rokk með sínum hætti allt síðan það var eins langt frá því að vera móðins og það gat verið. Og nú hefur gyðja tískunnar ákveðið að verðlauna þeim þolinmæðina og lagað ríkjandi kúlstaðla að því sem þeir eru að gera. Fjallið kom til Múhameðs, svo að segja. Það skiptir samt engu máli, Brain Police væru líklega að gera það sem þeir gera þó þeir byggju á eyðieyju eða rannsóknarstofu á Antarktíku - rokka út i bláinn og hafa það gott. Auðvelt er að greina hvenær hljómplötur innan þess geira sem Brain Police starfa eru að ganga upp. Það er þegar þeim tekst að vera bæði þungar og „melló" á sama tíma, þegar tónlistarfólkinu tekst að skapa massífan hljóðvegg sem maður gleymir samt að er til staðar. Hentugur bakgrunnur fyrir sóðaleg partý (sora-ambient?). Á sjálftitlaðri skífu tekst Brain Police vel að gera svoleiðis rokk og þær manneskjur sem kunna að meta það eiga eftir að kunna að meta hana. Aðrar ekki. Reyndar verður téður hljóðveggur stundum að tómu hljóðhjakki, þannig að hlustandinn gleymir ekki bara að hann er til staðar heldur er jafnvel farinn að hugsa um að skella einhverri skemmtilegri plötu á fóninn. Plötu með svona laglínum sem hægt er að syngja með. En stundum fílar hlustandinn sig líka helvíti vel og sparkar útí loftið, glaður í bragði. Brain Police eru flinkir hljóðfæraleikarar og söngmaskínan Jenni frá Akureyri skilar sínu og vel það. Surgandi bassi og skerandi gítarar í bland við viskí- og marlboroleginn söng komast vel til skila; greinilegt er að hljóðvinnslustandardar á íslandi verða sífellt hærri. Gaman hefði verið að fá texta með, enda ekki alltaf auðvelt að greina orðaskil í máli hins ráma Jenna. Konsept sem gengið er út frá á plötunni, samkvæmt hljómsveitinni, fer því nokkuð fyrir ofan garð og neðan, en ekki er víst að mikill missir sé að. Lögin Taste the flower og Jaccuzy Suzy, slagarar síðasta vetrar, fylgja svo með. Það er án efa vegna þrýstings frá útgáfufyrirtæki Brain Police - því segja verður eins og er að þau standa út úr heildinni eins og prump í prófi, hljómlega og rokklega séð. Hafa ekki allir heyrt nægju sína af þeim hvort eð er? Yfir heildina litið standa Brain Police samt fyrir sínu og vel það: einfarar íslenskrar rokktónlistar standa enn traustir sem klettar á sinni rokk-eyju og eiga eftir að gera lengi enn. Rokkland 2003 Það má deila um gildi safnskífna sem þessarar nú á dögum deiliforrita og heimabrennslu. Búast má við því að áhugasamir gætu allt eins látið vaða og föndrað sína eigin safnplötu - guð má vita að unglingar og þessháttar fólk gera slíkt mjög reglulega. Hinsvegar eiga slíkar efasemdir ekki við um ársuppgjör útvarpsþáttarins Rokklands; þar hefur vel verið hugað að lagavali og að auki fylgir með veglegur upplýsingabæklingur þar sem ýmis fróðleikur um þær hljómsveitir sem leggja til lög er útlistaður. Rokkland hefur lengi verið flaggskip Rásar 2 og ekki án ástæðu: þar er á ferð vandaður þáttur um hvað helst er að gerast í rokki líðandi stundar auk þess sem fjallað er um eldri hetjur af kunnáttu (af hverju er ekki viðlíka þáttur um íslenska tónlist á Rás 2? Hér með er lýst eftir honum!). Safnskífan Rokkland 2003 sver sig mjög í ætt við þáttinn. Hún telur tvær geislaplötur, á annarri er að finna lög með þeim rokktónlistarmönnum sem hafa skarað fram úr á árinu að mati forseta Rokklands og umsjónarmanns plötunnar, Ólafs Páls Gunnarssonar, en á hinni er ætlað að kynna til sögunnar ýmsa áhrifavalda þeirra sveita. Ólafur ritar einnig meðfylgjandi fróðleiksmola ásamt rokkdrottningunni Andreu Jónsdóttur. Endalaust mætti spá í hvort hinar og þessar hljómsveitir eiga eða eiga ekki heima á uppgjöri fyrir árið 2003. Val Ólafs Páls er hinsvegar nokkuð traust og lítið við það að athuga (þó er athyglisvert að nokkrar helstu hetjur ársins, bönd eins og White Stripes og Strokes t.a.m., eiga ekki lög á disknum). Sömuleiðis eru ellismellirnir flestir reyndir slagarar sem hafa sannað sig gegnum árin. Meðfylgjandi fróðleiksmolum er svo gaman að renna niður í takt við tónlistina, þó þeir séu reyndar mis-áhugaverðir eins og gengur og gerist (við það má bæta að tilraunir Ólafs til þess að líkja hinum og þessum hljómsveitum við Neil Young, guð blessi hann, orðnar ansi þreyttar - teljast altént varla sem fróðleiksmolar). Flestir ættu þó að vera sæmilega viðræðuhæfir um rokk og ról eftir lestur bæklingsins. Hvor diskur um sig myndar semsagt ágæta heild og pakkinn allur rennur Ijúflega niður, viðkunnalegur rokkari sem gaman er að taka í endrum og eins, þó fólk kunni að eiga lögin á öðrum skífum Bubbi - 1000 Kossa nótt Ef diskar Bubba Morthens væru seldir í bandarísku WalMart verslunarkeðjunni væru þeir ugglaust flokkaðir undir „adult contemporary" - einhverstaðar á milli Phil Collins og Celine Dion. Það er dálítið skrýtið að maðurinn sem reif pönkið á hárinu (hanakambnum?) til íslands, gúanórokkarinn sjálfur, skuli kominn í þá aðstöðu. En hann fór þangað á eigin spýtur og kann sjálfsagt ágætlega við sig þar. Bubbi mun vera í hlutverki harða, tæpitungulausa mannsins sem dómari í sjónvarpsþættinum Idol. Gaursins sem segir það eins og það er, án minnsta tillits til tilfinninga viðfangsins. Og því má búast við að Bubbi kunni að meta slíka hreinskilni, þannig að ég ætla bara að stíga upp og segja það: „Bubbi, þetta er enganveginn nógu gott hjá þér! Ég átti von á því að þú kæmir sterkur inn í þessari umferð - góðærinu er endanlega lokið og nóg er af þjóðfélagsmeinum að stinga á, auk þess sem rokkið virðist hafa kraumað aðeins í blóði þínu undanfarið, en hvað gerir þú? Jú, klúðrar málunum við kjöraðstæður og gefur út algerlega óinnblásna plötu. Meira að segja ástin, sem þér hefur oft tekist spila vel úr, hljómar nú í þínum meðförum eins jarðaberjasjeik. Ég hef haft mikla trú á þér í þessari keppni, en 1000 kossa nótt er enganveginn viðunandi frammistaða - nú er bara að vona að áheyrendur gefi þér annan séns á að sanna þig." 1000 kossa nótt er semsagt ekki nógu góð plata. Þar kemur margt til: laglínurnar eru margar hverjar þvældar og úr sér gengnar, textar eru sumir langt undir meðallagi („Mamma mín hún vinnur og vinnur, vinur hennar heitir Finnur..." „Yfir fljót skynseminnar vantar stundum brú...") hugmyndaleysi virðist ríkjandi í útsetningum og lögin eru stundum bara ekkert skemmtileg (eins og hið langdregna Jóhannes 8, sem virðist engan enda ætla að taka). Bubbi klikkar meira að segja þar sem hann er jafnan sterkastur á svellinu - í reiðinni. Því tilraunir til þess á 1000 kossa nótt virðast meira gerðar af skyldurækni en raunverulegri hneykslan og eru sjaldan sannfærandi, nema kannski í laginu Fastur liður, sem er ágætis stríðsádeila og ásamt laginu Minning (sem er skemmtilegt og heiðarlegt) með Ijósari punktum plötunnar. Metnaðarleysi virðist semsagt almennt ríkjandi og er þar plötuumslagið ekki undanskilið. Þar með er ekki sagt að 1000 kossa nótt sé alslæm plata - raunar munu fjölmargir aðdáendur Bubba sjálfsagt gera sig ánægða með hana. Hún á allavega eftir að halda þeim við efnið fram að næstu plötu. Það hefði bara verið svo gaman að fá virkilega góða Bubbaplötu, eins og þær sem hann gerði á níunda áratugnum. Virkilega svalur leikur hjá Bubba á þessum tímapunkti hefði verið að fara einn í stúdíó með kassagítarinn, gera „back to basics" plötu og treysta á textagerð og lagasmíðar umfram hljóðversfínerí og „milliveginn" fræga. Þar með er ekki gefið að útkoman hefði verið stórkostleg, en hún hefði allavega gefið til kynna vott af ævintýragirni sem menn á hans aldri skortir oft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.