Orðlaus

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Orðlaus - 01.12.2004, Qupperneq 14

Orðlaus - 01.12.2004, Qupperneq 14
er að mörgu leyti kraftaverk að við skulum ennþá vera til og maður má vera þakklátur fyrir það að þessi kjarni sem byrjaði sé ennþá til staðar," bætir Börkur við. - En nú hafið þið spilað mjög víða á þessum sjö árum, bæði hér heima og erlendis. Hver er viðburðaríkasti atburðurinn á ferlinum? „Fyrir mig var rosalega stórt að spila á Jazzcafé," segir Daði og Börkur er sammála því. „Það var uppselt og fullt af fólki sem beið í röð og komst ekki inn. Þetta var búið að vera draumurinn okkar svo lengi að spila þarna og síðan vorum við allt í einu komnir á staðinn. Þetta var allt svo óraunverulegt." Börkur telur upp fleiri viðburði eins og þegar þeir spiluðu á eftir Macco Parker, sem var saxófónleikari James Brown og vinnuna með upptökustjóra Jamiroquai, Al Stone, sem vann við gerð tveggja laga á Hello Somebody! Síðan má auðvitað ekki gleyma þegar Jagúar hituðu upp fyrir James Brown í troðfullri Laugardalshöllinni. - En talandi um James Brown. Ætlið þið ekkert að fá ykkur svona dansara eins og kóngurinn? „Þær voru alveg sætar stelpurnar, en ég fékk smá svona kjánahroll," segir Börkur og hlær. Við spjöllum aðeins um bransann, alla þá gífurlegu vinnu sem er á bakvið gerð einnar plötu og markaðshyggjuna og poppvæðinguna sem er að ná hámarki i dag. En hvað finnst bræðrunum þá um markaðsfyrirbæri eins og Nylon og Idol? „Það er náttúrulega bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Á meðan markaðurinn verður ekki bara gegnsósa af þessu þá finnst mér þetta alveg eiga rétt á sér. En Guð forði okkur frá því að allt verði svona," segir Daði. „Maður má líka ekki vanmeta kaupendur og ungu kynslóðina. Þau sjá alveg í gegnum hlutina þó að Popptívi sé að hamra stanslaust á Christinu Aguilera og Britney Spears sem eru þó alveg frábærir artistar," segir Börkur. „Maður verður að vera agaður, duglegur og þora að gera hlutina. Ekki bara vera frægur fyrir að vera frægur." -En eru þá grúppíur í fönkinu? „Neeeei, sem betur fer eiginlega," segja þeir Jagúarbræður. -Hver er síðan jóiagjöfin í ár? „Hello somebodyyyyy!" syngur Daði áður en ég slekk á tækinu og minni jafnframt alla lesendur á tónleika sveitarinnar á Gauknum 30. desember. Allir að mæta og taka einn gleðidans áður en árið er á enda! Á þessum tíma voru Jagúarmenn ekki búnir að hljóðrita neitt efni en með þessum stórgóðu viðtökum fengu strákarnir spark í rassinn og fyrsta plata þeirra „Jagúar" leit dagsins Ijós árið 1999. „Sú plata var svolítið barn síns tíma en það gekk rosa vel með hana," segir Börkur. „Árið 2001 lögðumst við síðan í aðra plötuna „Get the Funk Out" en þá áttum við fleiri lög og vorum farnir að þreifa meira fyrir okkur og finna okkar sérstaka hljóm." Fönkþyrstir aðdáendur sveitarinnar biðu síðan óþreyjufullir eftir þriðju þreiðskífunni sem kom út í nóvember á þessu ári og kallast „Hello Somebody!" en platan hefur fengið alveg frábærar viðtökur hjá almenningi og gagnrýnendum og er meðal annars tilnefnd sem poppplata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. -Hverjar eru breytingarnar frá fyrstu plötunni til þeirrar þriðju, Hello Somebodyl? „Hello Somebody! er bara svona eðlilegt framhald," segir Daði. „Þessi plata er mun fókuseraðri og nú er kominn söngur í öll lögin," en það er Sammi sem ákvað að þenja raddböndin á milli þess sem hann blæs i básúnuna. Börkur kinkar kolli og bætir við: „Lögin eru samin miklu meira innan þessarar poppformúlu. ( „Get the Funk Out" létum við bara alltflakka en þetta er orðið aðeins agaðra hjá okkur núna. Ég myndi segja að núna í fyrsta skipti séum við komnir með svona sánd," segir hann og leggur áherslu á orðið. „Þetta er sándið sem við munum koma til með að vinna með og byggja ofan á." Allir meðlimir sveitarinnar lifa og hrærast í tónlistinni á einn eða annan hátt. Það er því vert að nefna að þeir unnu plötuna allir sjálfir frá upphafi til enda og tóku hana upp í eigin stúdíói, sem er Stúdíó Silence. - En ísland er allt of lítið fyrir stórsveit á borð við Jagúar, sem hefur þreifað fyrir sér erlendis. Viðtökurnar voru ekki síðri en hér heima en þeir hafa spilað á ýmsum klúbbum, börum og festivölum í Evrópu á síðustu árum og heimsþekktum stöðum eins og Summer Stages festivalinu í Central Park og Jazzcafé í Bretlandi. Þeir eru að lifa langþráðan draum sinn, en hvernig komust þeir þangað? „Þegar „Get the Funk Out" kom út var ég að þvælast mikið í London og kynntist manni sem heitir Keith Harris sem er umboðsmaður Stevie Wonder. Við buðum honum í mat þegar hann kom til Islands, gáfum honum steiktan fisk og sögðum honum okkar sögu," segir Börkur og heldur áfram: „Hann bað okkur að vera í sambandi næst þegar við kæmum til Englands sem ég auðvitað gerði og áendanum þókaði hann okkur til þess að spila á Jazzcafé mm Stórsveitin Jagúar hefur átt viðburðaríkt ár. Tónleikarí Bretlandiog Bandaríkjunum.hitaðupp fyrir soulkónginn James Brown, ný plata „Hello Somebody!" komin í verslanir, útgáfusamningur við Bad Taste í Bretlandi í farteskinu, nýkjörinn kynþokkafyllsti popparinn innanborðs og fjöldi tilnefninga til íslensku tónlistarverðlaunanna. Jagúar er einnig ein vinsælasta tónleikasveit landsins sem getur látið fúlasta ráðherra tryllast á dansgólfinu og því var að sjálfsögðu enginn svikinn á glæsilegum útgáfutónleikum á Nasa þar sem fönkaðir gestirnir sneru sér í hringi og sveifluðu sér í takt við One of Us, Funky Fried Chicken og fleiri smelli. Texti: Steinunn Jakobsdóttir Myndir: Atli -Eftir annasaman kynningardag gáf u bræðurnir Börkurog Daði sértíma til að hitta undirritaða á Prikinu og byrjuðu á að fræða mig um upphafið að einni ástsælustu fönksveit íslands. „Við byrjuðum fyrir 6-7 árum og vorum þá bara að spila kover af gömlum fönklögum, Kool & the Gang og svoleiðis. Síðan bauðst okkur að spila í Spútnik á Menningarnótt. Það var fyrsta giggið okkar, alveg geðveikt! Það voru allir alveg trylltir og við trúðum bara ekki okkar eigin augum og eyrum," segir Daði. Eftir það var ekki aftur snúið og með hjálp Snorra Baróns var sveitin bókuð á Thomsen annan hvern sunnudag i marga mánuði. „Þar var alltaf fullt af fólki sem var að koma og fá sér bjór og dansa á sunnudegi, alveg ótrúlegt!" bætir Börkur við. í London, sem er alveg heimsþekktur klúbbur innan þessarar senu. I framhaldinu af því fengum við fullt af öðrum skemmtilegum giggum úti." Nú er Keith Harris orðinn formlegur umboðsmaður hljómsveitarinnar og ætlar sér eflaust stærri hluti með Jagúar í framhaldi af nýju plötunni sem verður spennandi að fylgjast með. -Ég get rétt ímyndað mér að það sé erfitt að vinna svona margir saman. Er þetta ekki eins og eitt stórt fuglabjarg á æfingum? Er einhver einn sem vill ráða? „Jú, það er rosalega erfitt að halda þessu öllu saman en þeim mun sterkari verður líka hópurinn. Eins ólíkir og við erum þá náum við einhvern veginn að harmónisera saman í þessu Jagúarsándi," segir Daði en viðurkennir þó að það séu alveg nokkrar drottningar í hópnum. „Það VIÐ BUÐUM HONUM I MAT ÞEGAR HANN KOM TIL ISLANDS, GAFUM HONUM STEIKTAN FISK ... Á ENDANUM BÓKAÐI HANN OKKUR TIL ÞESS AÐ SPILA Á JAZZCAFÉ í LONDON, SEM ER ALVEG HEIMSÞEKKTUR KLÚBBUR INNAN ÞESSARAR SENU

x

Orðlaus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.