Orðlaus


Orðlaus - 01.12.2004, Síða 41

Orðlaus - 01.12.2004, Síða 41
 É f Á / ■ I 1 i^——■ 1 E Sautján Hvltur jakki, Mao 16.990,- Topshop Húfa 1.690,- Levi's búðin Gallabuxur Levi's 501 12.990,- Topshop Pólóbolur 2.990,- Smash Skyrta, Stússy 8.999,- Levi’s búðin Gallabuxur Levi's 501 12.990,- Sautján Gallabuxur, Nudie jeans 15.990,- Topshop Grænn síðermabolur 1.690,- Platan er agæt poppplata (a íslenskan mælikvarða), en ég held að þær séu ekki næstu vonarstjörnur íslands... allavega ekki sem Nylon. Þær eiga fína spretti en reyna oft að vera of mikið R'n'B sem er ekki að virka, eins og til dæmis í laginu „Ertu að hlusta?". Platan skarar á engan hátt framúr í lagasmíðum, ballöður og týpísk popplög eftir formúlum. Söngurinn er fínn en þó misgóður eftir þvi hver er við hljóðnemann. Eftir að hafa hlustað á plötuna get ég ekki mælt með henni nema kannski sem gjöf fyrir stelpur 12 ára og yngri... enda er það kannski einmitt markhópurinn þeirra. Lög í sérstöku uppáhaldi: Ailsstaðar, Lög unga fólksins, Einhvers staðar einhvern tímann aftur. Brain Police Electric Fungus Loksins er önnur plata Brain Police komin út og hún er ekki af verri endanum. Eyðimerkurrokkararnir hafa greinilega þroskast mikið í gegnum árin enda er útkoman frábær ... án efa besta íslenska rokkplatan 2004. Ég ætla ekki að eyða meiri orðum í plötuna heldur einfaldlega hvetja fólk til að fara út i búð og kaupa hana. Það er gaman að geta þess að DVD diskur fylgir gripnum og á honum má finna mynd um gerð plötunnar ásamt meira aukaefni. Lög í sérstöku uppáhaldi: Mr. Dolly, Coed Fever, Mushcream Caravan. Steinar Bragi Sólskinsfólkid Gagnrýnendur keppast um að lofa nýjustu afurð Steinars Braga sem heldur áfram að koma á óvart með ögrandi og nútímalegum skrifum sínum. Eftir að hafa lesið bókina skildi ég vel hvaða læti þetta væru. Steinar Bragi gerir meira úr vönduðum karakterlýsingum en spennandi atburðarás þar sem í aðalhlutverkum er háskólaprófessor og listakona sem eiga það sameiginlegt að virðast ekki eiga samleið með neinum. Sögur þeirra og sambandsleysi við samfélagið fléttast saman og úr verður stór skemmtileg og ögrandi skáldsaga sem þú hreinlega getur ekki lagt frá þér fyrr en hún er búin. Hermann Stefáns Níu Þiófalvklar Hermann Stefánsson sendir hér frá sér frumlegt smásagnasafn. Bókin er fyndin og oft á tíðum kaldhæðin þegar hann bryddar á málum sem hafa verið í umræðu í þjóðfélaginu en blandar þeim við ást, samskipti kynjanna og vana hversdagslífsins. í sögunum fléttast saman skáldskapur og raunveruleiki, ýmis skáld á borð við Davíð Oddsson, Ólaf Jóhann, Nietzche og Kafka koma við sögu og oft á tíðum leið mér eins og ég væri stödd við hlið sögumannsins að upplifa allt sem hann væri að lýsa. í heildina stórskemmtileg og auðveld lesning sem fær þig til að spá i umhverfinu i kringum þig.

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.