Orðlaus - 01.12.2004, Page 46

Orðlaus - 01.12.2004, Page 46
Ég var andvaka í nótt. Ég átti svo sem von á því - var ekki byrjuð á Orðlausgreininni sem ég var búin að lofa. Það var samt ekki þess vegna sem ég var andvaka. Ég tók bók með mér upp í rúm. Lagði hana ekki frá mér fyrr en ég var búin með hana, og orðin svo sjóðandi reið út í heiminn að ég gat ekki sofnað. Bókin er á sænsku og heitir „Flickan och skulden" eða „Stúlkan og sökin" og fjallar um sýn samfélagsins á nauðganir. Höfundurinn, Katarina Wennstam, talar við fórnarlömb nauðgana, saksóknara og lögreglumenn, skoðar gamla dóma og löggjafir. Ég ætla ekki að reyna að koma allri þessari ótrúlegu bók til skila ( einni grein. Mig langar bara að deila með mér af reiðinni sem þessi bók kveikti í mér. Ég veit ekki hvernig málin standa á íslandi, en ég er á leiðinni að kynna mér það. Á netinu rakst ég samt á útdrátt úr Hæstaréttardómi sem tókst líka að reita mig til reiði. Ég er, ósköp einfaldlega, full af heilagri reiði. Ég varð reið yfir því að unglingarnir sem Katarina Wennstam talaði við sögðu að stelpa sem: 1) er full, 2) slæst í för með ókunnum strákum eða strákum sem hún þekkir ekki vel, 3) hefur átt í kynferðislegu sambandi við stráka, 4) er í stuttu pilsi og mikið máluð, geti að einhverju leyti kennt sjálfri sér um að vera nauðgað. Ég er reið út í unglingsstrákinn sem segir að hann gæti aldrei nauðgað... en ef hann myndi gera það yrði fórnarlambið stelpa í stuttu pilsi. Raddir samfélagsins, sem heyrast í þessari bók, virðast halda því fram að konu beri skylda til að passa sig. Hún verður að passa sig á því að vera ekki ein á ferð seint að kvöldi, að fara ekkí heim með mönnum eftir skyndikynni, að vera ekki í stuttu pilsi, að vera ekki full, að gefa sig ekki á tal við ókunna stráka sem hún hittir í strætó. Þvi þá er það dálítið henni að kenna ef henni er nauðgað. Hún kom sér í þessar aðstæður. reyna að þvo viðbjóðinn af sér. Einu fórnarlambinu, sem Katarina Wennstam talaði við, var bent á það í yfirheyrslu, af lögreglumanninum sem yfirheyrði hana, að ef henni yrði nauðgað aftur ætti hún ekki að fara í sturtu. Takk. Ég skal muna það. Þessi áhersla á að muna smáatriði sést í einum dómi hins íslenska Hæstaréttar frá 1995. Þar var maður ákærður fyrir að kynferðislega áreita tvær sex ára stelpur. Önnur af þessum sex ára stelpum varð fyrir því að maðurinn dró buxur og nærbuxur hennar niður á ökkla og sleikti kynfæri hennar. Þar sem að þessi sex ára stelpa gat ekki lýst nákvæmlega hvernig hann hafði sleikt hana var gert ráð fyrir því áð hann hefði einungis sleikt hana á utanverð kynfærin og að það hafi varað stutt. Vegna þessa var ekki hægt að kæra manninn fyrir hið grófara brot „önnur kynferðismök" heldur barafyrir kynferðislega áreitni, sem er sami flokkur og káf á brjóstum eða rassi. GMtoajg® ftggM m® £ ©© söáíoDa ð söœíöölq SiflM ®© [ksffiffiö spíEjfl sa? mm ©© <a? Ég er reið yfir því að samfélagið líti að einhverju leyti svo á að stelpa í stuttu pilsi og magabol geti kennt sjálfri sér um að vera nauðgað. Ég er reið yfir því að dómstólar geri það líka. Ég er reið yfir því að það sé tekið fram í dómi að ung stúlka hafi „jafnvel" átt í kynferðislegu sambandi áður; eða að hún hafi farið að stunda kynlíf „strax" í kringum tólf ára aldur; eða að hún hafi verið í stuttu pilsi, hálfgegnsæjum bol, brjóstahaldara, nærbuxum og stígvélum. Ég er reið yfir því að það sé, eins og Katarina Wennstam benti mér á, ekkert tekið fram um klæðnað þeirra ákærðu, kynlífshegðun eða ölvun. Ég er reið yfir því að það sé tekið fram að stelpan hafi verið ölvuð, eða að hún hafi þekkt manninn, eða mennina, eða strákinn, eða strákana, sem nauðguðu henni. Eins og það skipti máli. Eins og það sé ekki jafn skelfilegt að einhver sem þú treystir misnoti þig og traustið svona gjörsamlega. Nú, ef hún kærir nauðgunina, þá þarf hún líka að passa sig á því að vera í nógu miklu uppnámi til að það sé tekið trúanlegt að henni hafi verið nauðgað. Hún má samt ekki vera í það miklu uppnámi að hún geti ekki gefið nákvæma lýsingu á hvernig nauðgunin gekk fyrir sig. Hún þarf helst að hafa munað eftir þvi að klóra nauðgunarmanninn svo að hægt sé aðfinna húðagnir undir nöglum hennar. Hún þarf helst að hafa hrópað á hjálp, reynt að hlaupa í burtu og slegist af öllum kröftum. Hún þarf helst að bera einhver ámerki; marbletti eða aðra sönnun fyrir því að hún hafi verið beitt ofbeldi - sem sagt alls ekki hafa „leyft sér" að lamast úr hræðslu. Hún þarf að fara beint upp á spitala til að gangast undir skoðun svo hún eigi einhvern séns fyrir rétt, það er ekkert nema heimska að fara heim í sturtu til að Getur einhver útskýrt fyrir mér hvaða bull þetta er? Ég er brjáluð yfir því að fórnarlömbin sem ég tengdist í gegnum þessa merkilegu bók voru kallaðar hórur i skólanum, að það var „alvitað" meðal skólafélaga þeirra að þær hefðu „viljað þetta", þær væru auðveldar og þar fram eftir götunum; Ég er brjáluð yfir því að nokkur manneskja á þéssari jörð geti fengið þá hugmynd að halda lítilli stelpu niðri og nauðga henni - hvort sem það er einn maður sem hefur kynmök við hana, tveir, þrír eða sex, hvort þeir nota eigin getnaðarlimi eða hækju eða kústskaft, eins og tilfellið er í þessari bók. Ég er brjáluð yfir því að fólki geti dottið í hug að stelpan beri ábyrgðina. Heimildir: Wennstam, Katarina; Flickan och skulden - En bok om samhállets syn pá váldtákt. Albert Bonniers Förlag 2002. www.hi.is/~ally/greinin.doc Leikritið Saumastofan 30 árum síðar verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu um miðjan janúar. Framleiðandi: Leikfélagið Tóbías Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson Tónlist: Búðarbandið Leikarar: Alexía Björg Jóhannesdóttir, Bjartmar Þórðarson, Bryndís Ásmundsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og María Pálsdóttir. Leikritið Saumastofan var sett upp árið 1975 í Iðnó við gríðarlegar undirtektir. Verkið var sýnt í 3 ár og það voru yfir 200 sýningar út um allt land. Leikritið var skrifað af Kjartani Ragnarssyni í tilefni af kvennafrídeginum, en nú hefur leikritið verið endurgert með tilliti til nútímans. Þær Gunnhildur og ísgerður Gunnarsdætur eru manneskjurnar sem standa að baki uppfærslunnar ..., en af hverju Saumastofan? ,,Það var mamma sem benti mér á Saumastofuna því að það var svo langt síðan leikritið hafði verið í gangi og það fékk gríðarlega góðar undirtektir á þeim tíma sem það var sett upp. Ég ákvað því að lesa það og leist bara svona rosalega vel á. Kjartan, handritshöfundur, tók mjög vel í að verkið yrði endurvakið og Aggi, leikstjórinn okkar, vartil íað leikstýra verkinu. Aggi stakk upp á þvi að nútímafæra verkið og Kjartan gaf okkur frjálsar hendur til þess. Við byrjuðum því á að finna til leikhóp og reyna að komast inn hjá Borgarleikhúsinu." segir (sgerður. Það var síðan þegar Gunnhildur systir hennar kom heim frá London, eftir að hafa verið þar í námi í eitt ár, og ákvað að fara ekki út aftur að þær.fóru að vinna í þessu saman. Gunnhildur hafði verið að læra framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsefni og því fannst henni tilvalið að taka að sér þetta spennandi og krefjandi verkefni, það að halda utan um og stjórna framleiðslu verksins. ,,Þá varð þetta að veruleika, þar sem við gátum unnið þetta í sameiningu og stofnuðum leikfélagið Tóbías út frá því." bætir Gunnhildur við. Gamla Saumastofan fjaliar um 6 konur sem vinna saman á saumastofu og lenda á trúnó einn vinnudag, þar sem ein þeirra á afmæli og þær ákveða að slá upp veislu. Eftir nokkra drykki eru þær farnar að mala af sér hverja tuskuna og hver og ein segir sína lífsreynslusögu. Aðdragandi leikritisins er áhugaverður. Gunnhildur útskýrir fyrir mér að Kjartan Ragnarsson, handritshöfundur, hafi fengið hugmyndina i sumarbústaðaferð með vinkonum sínum þar sem þær enduðu á trúnó allt kvöldið. „Hann fylgdist með þeim og skrifaði síðan leikritið á einni viku. Á þessum tíma aþegar leikritið var skrifað var mikil gróska i kvennamálum hérlendis þannig að uppsetningin átti vel upp á pallborðið eins og viðtökurnar sýndu. ísgerður bætir við að nútimauppfærslan sé byggð á gamla handritinu en á flestan hátt komið í nýjan búning þar sem nýtt starfsfólk kemur fram og nýjar sögur, endaá Ieikritiðaðgerast30árum síðar. „Verkið viðheldur þó enn húmornum og cabarett fílingnum þvi þetta er fyrst og fremst gamanleikrit." Það sem kom stelpunum mest á óvart er hversu lítið hefur breyst. Konur eru ennþá að kvarta yfir sömu hlutunum, eins og að hann brjóti ekki saman þvottinn, nenni ekki að elda og glápi bara á sjónvarpið... Vandmálin eru þau sömu þó að aðstæðurnar séu breyttar. Það verður því skemmtilegt að sjá Saumastofuna í janúar þar sem samfélagið er skoðað í skoplegu samhengi.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.