Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 4
HALTU KJAFTI G VERTU GL#» Til eru margskonar tegundir af fólki, með mismunandi skoðanir og lífsviðhorf. Ég ætla þó núna að leyfa mér að setja upp ímyndaðar aðstæður þar sem öllu fólki í heiminum er skipt upp í tvo öfgafulla hópa. í þessum ímyndaða heimi mínum eru annars vegar bjartsýnisfólkið og hins vegar svartsýnisfólkið. Öfgafullu bjartsýnismennirnir valhoppa í stórum hópum um allan hnöttinn með bros á vör. Þeir horfa björtum augum á lífið og tilveruna og eru oftast nær afskaplega afslappaðir. Það er gaman að vera í kringum þá því að þeir velta sér ekki mikið upp úr leiðinlegum hversdagslegum hlutum og trúa ekki neinu slæmu upp á aðra menn, engum svikum eða prettum. Þeir hafa yfirleitt ekki miklar áhyggjur og stappa í mann stálinu ef vonarneystinn manns sjálfs skín ekki eins skært því að þeir trúa því að hlutirnir reddist alltaf á endanum. Ef upp kemur vandamál þá er það vandamál morgundagsins, ekki dagsins í dag. Inn á milli bjartsýnismannanna húka öfgafullu svartsýnismennirnir ( hornum sínum og hafa áhyggjur af heiminum. Þeir eru neikvæðir og bölsýnir, sjá ekkert nema erfiðleika framundan og telja að allt muni fara á hinn versta veg. Bjartsýnismönnunum finnst svartsýnismennirnir vera niðurdrepandi. Þeir telja þá nöldra út í eitt því að þeir eru með stöðugar áhyggjur af öllu milli hímins og jarðar. f þessum ímynduðu aðstæðum mínum eru svartsýnismennirnir ekki vinsælir. Það er ekki í tísku að vera svartsýnn. Maður á að vera glaður. Brosa meira, hugsa minna. Aukin bjartsýni hefur einkennt þróunina á stórum svæðum míns ímyndaða heims. Bjartsýnismennirnir horfa glaðir á vaxandi hagvöxt, stórframkvæmdir sem skila auknum tekjum í þjóðarbúið, virkjanir sem þrátt fyrir að menga og eyðileggja náttúruna skila þó af sér aukinni vinnu og bættum lífsskilyrðum. Svartsýnismennirnir fussa og sveia yfir náttúruspjöllunum, lýsa yfir hættunni sem steðjar að heiminum vegna þróunarinnar og losunar eiturefna út í umhverfið og hrópa hátt og snjallt að náttúran muni gefa eftir, hitastigið á jörðinni muni hækka, hrikalegar hörmungar skella yfir mannkynið og þá geti allir peningar heimsins lítið gert til þess að stöðva hana. Þá hlusta þó fáir í heiminum mínum. „Hvílík vitleysa, mennirnir byggja upp, þeir eyðileggja ekki", hugsa bjartsýnismennirnir og halda deginum áfram. En er alltaf ástæða fyrir þessari miklu bjartsýni? Ef svartsýnismennirnir reynast sannspáir þá hætta bjartsýnismennirnir að geta hlegið og valhoppað um mína ímynduðu jörð. Þeir eiga eftir að horfa á jöklana bráðna, dýr deyja út, sjávarmálið hækka, flóð, storma, hitabylgjur, þurrka og skógarelda út um allt. Minn ímyndaði heimur mun hægt og hægt útrýma sjálfum sér. Auðvitað er mikilvægt að vera bjartsýnn. Bjartsýnin heldur manni gangandi og með hana að vopni nær maður að afreka meira en manni gæti órað fyrir. En stundum þarf maður að vera raunsær. Við megum ekki alltaf hugsa sem svo að hlutirnir reddist á morgun eða hinn. Við megum heldur ekki hugsa sem svo að vandamálið sé í höndum einhvers annars. Báðir hóparnir eru því mikilvægir. Stundum þurfum við að nota dómgreindina en ekki gefa okkur það að allt muni fara vel. Það kemur að því að maður verður að fara að hugsa og spyrja sig: hvort á ég að vera bjartsýn eða svartsýn? Steinunn Jakobsdóttir Allar nánari upplýsingar er aö finna á www.landsbanki.is og þar má einnig nálgast skráningarblað sem nauösynlegt er að fylgi hverri umsókn. Umsóknum skal skilað í næsta útibú Landsbankans, merktum: Námsstyrkir, Markaðsdeild, Sölu- og markaðssvið, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Arlega eru veittir ellefu námsstyrkir til virkra viöskiptavina Námunnar, námsmannaþjónustu Landsbankans. Styrkirnir skiptast þannig: • 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms á íslandi, 100.000 kr. hver • 3 styrkir til háskólanáms á íslandi (Ba/Bs/Ma/Phd), 200.000 kr. hver • 3 styrkir til háskólanáms erlendis (Ba/Bs/Ma/Phd), 300.000 kr. hver • 2 styrkir til listnáms, 200.000 kr. hvor Umsóknarfrestur vegna úthlutunar námsstyrkja er til 11. febrúar 2005 Landsbankinn Banki allra námsmanna 410 4000 | landsbanki.is

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.