Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 12

Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 12
POLITISKUR AROÐUR I TONLISTARBRANSANUM Til þess að senda pólítísk skilaboð í lagasmíðum þarf yfirleitt ekki bara eitt, heldur tvö risastór eistu. Það þarf að vanda til verka og allt sem liggur að listinni þarf að vera eins hnitmiðað og möguleiki er á. Fjölmargir listamenn hafa kosið að fara hina pólítísku leið með mjög vafasömum árangri og það sem skilur kórdrengina frá dauðarokkurunum er einfaldlega hvort menn séu sannir eður ei. Það vill nefnilega skina í gegn svo um munar ef hlutirnir eru gerðir eingöngu í auglýsingaskyni en ekki af hugsjón. Fátt er hallærislegra heldur en listamaður sem er gjörsamlega að kúka í sig af málefnalegheitum þar sem aðalmarkmiðið er að koma sjálfum sér á framfæri en ekki viðfangsefninu og bolurinn finnur fnykinn af því langar leiðir. Eftir að Zach de la Rocha, söngvari Rage Against The Machine, pissaði allrækilega út eftir að hljómsveitin lagðist með geirvörtur upp, er ekki hægt að tala um að neinn hafi tekið við kyndlinum af honum í tónlistarheiminum. Þessi náungi skeit upp kollinum án þess að nokkur fengi neitt við ráðið með beittri textagerð og var að auki með eiturþétt band sér til fulltingis. Ekki skemmdi heldur fyrir að gítarleikarinn Tom Morello var útskrifaður stjórnmálafræðingur frá ekki ómerkari skóla en Flarvard. Menn á borð við Bono í U2 og (slandsvinurinn Sting, hafa lagt pólítískum málefnum lið í textasmíði sinni og sá fyrrnefndi hefur einnig starfað töluvert í Afríku og látið vel af hendi rakna til bágstaddra í landinu. Ef hægt er að tala um að einhver beri kyndil hins pólítíska tónlistarmanns í dag, þá er það væntanlega Bono. Ekki er samt hægt að segja að U2 hafa geislað jafnsterkt af pólftískum skoðunum sínum og Rage Against The Machine gerði á sínum tíma og þvf bíður tónlistarheimurinn ennþá spenntur eftir fulltrúa stjórnarandstæðunnar. Nokkrir rapparar á 9. áratugnum skáru sig einnig vel úr hópnum með pólfskum textum og harðri ádeilu á samfélagið sem þeir lifðu og hrærðust í. Hérna er um að ræða menn á borð við KRS- ONE og Chuck D. úr Public Enemy sem að gerðu það að verkum að rappið varð einhvers konar fjölmiðill fyrir málefni götunnar, það er að segja að í textunum komu fram margvfsleg mál sem aldrei höfðu fengið birtingu ( fjölmiðlum fyrr, hvorki í fréttum né annars staðar. Enginn fjölmiðlamaður hafði vogað sér að impra á viðfangsefnum Ijóðskáldanna, sérstaklega varðandi mannréttindabrot gagnvart svertingjum. Rappið var því oft nefnt "The Black CNN". Chuck D. gerði til að mynda harða hríð að hvfta manninum í laginu Fight The Power sem var viss vendipunktur í bandarískri rapp- og hip-hop menningu. KRS-ONE gat sér einnig gott orð með öflugri textagerð sinni og má til dæmis nefna lagið Sound of da Police þar sem hann sagði frá spillingu innan lögreglunnar í heimaborg sinni, New York, og hvernig fjölskylda hans hafði þurft að þola aðdróttanir lögreglunnar, kynslóð eftir kynslóð. Þar sem að frægðarsól þessara manna tók að skína æði sterkt í kjölfarið leituðust fleiri rapparar við að feta í fótspor þeirra en náðu aldrei að komast með tærnar þar sem að þessir meistarar höfðu hælanna. .Æasy/rÁ//sdul 9&/tÁs-aJcÁzesuÁ/suaijJzsstaJswn/uriÆyieguM^áÆuion/tóÁ/yÁe&&a/ u/ie/ar/exj/u/ Áe/gg/u/ o/gfiwsi&t uiö/yuun/ Áasuv oe/u/ a/JisuJuÁÁm/Á/Jr. ÍÁm/u/a/ye/ e/ttn aJ/umny Áu/suitúzb Áusutsyyuz/A/ö/ziu/'/ay/s 9/oÁw Osw Sting Russians (slandsvinurinn Sting er löngum þekktur fyrir uppbyggileg skilaboð f textum sínum, oftast beindir að náttúrunni og verndun hennar. Sting hefur alla tíð verið rammpólítískur f sköpun sinni og ófeiminn við að viðra skoðanir sínar f fjölmiðlum, jafnvel um viðkvæm mál sem fáir þora að snerta á. (laginu Russians fjallar Sting um samskipti Sovétríkjanna fyrrverandi og Bandaríkjanna og nefnir til að mynda nokkra þekkta stjórnmálamenn á nafn. Textabrot: ln Europe and America, there's a growing feeling of hysteria Conditioned to respond to all the threats In the rhetorical speeches of the Soviets Mr. Krushchev said we will bury you I don't subscribe to this point of view It would be such an ignorant thing to do If the Russians love their children too John Lennon Imagine John Lennon, gamli Bítillinn, gerðist talsmaður bolsins og friðarboði mikill eftir að hann sagði skilið við Ringo, Paul og George. Margir harðir Bítla-aðdáendur sögðu staðar numið þegar Lennon tók þessa undarlegu beygju og fannst mörgum hann vera orðinn fullmikið Skinkuorgel eftir að hann kynntist hinni geysiömurlegu Yoko Ono. Engu að síður náði Lennon að heilla marga með þessum klassíska slagara þar sem orðin eru hver öðru dýrmætara með djúpum skilaboð til mannkynsins. Textabrot: Imagine there's no countries It isn't hard to do Nothing to kill or die for And no religion too Imagine all the people Living life in peace Dead Kennedys Holiday In Cambodia Söngvarinn Jello Biafra fer hamförum í þessu goðsagnarkennda lagi ásamt pönksveitinni Dead Kennedys. Hér fjallar Biafra á áhrífaríkan hátt um hið hörmulega þjóðarmorð sem átti sér stað í Kambódfu í Asíu. Að minnsta kosti 1,7 milljón manns létu lífið en staðfest tala hefur aldrei komist á hreint og Sameinuðu þjóðirnar sáu sér ekki fært að hefja rannsókn á málinu fyrr en 18 árum eftir hörmungarnar, eitthvað sem seint verður skilið. Dead Kennedys vakti mikla athygli fyrir lagið sem er: Textabrot: You will work harder with a gun in your back For a bowl of rice a day Slave for soldiers till you starve Then your head is skewered on a stake Bob Dylan Blowing In The Wind Trúbadorinn Bob Dylan er í raun efni í heilt blað út af fyrir sig varðandi pólftfskar ádeilur. Hann hefur skilið eftir sig langa og glæsilega slóð af dýrt kveðnum textum með sterkum skilaboðum. I laginu Blowing In The Wind spyr Dylan hlustandann hversu langt menn ætla að ganga áður en lærdómur verði dreginn af ástandinu. Textabrot: How many road must a man walk down Before you call him a man How many seas must a white dove sail Before she sleeps in the sand How many times must the cannonballs fly Before they are forever banned The answer, my friend, is blowing in the wind The answer is blowing in the wind (SÁÁ/ er sarat /tœcjJ/ aé sejja ac/ U/2 /a/u/ jjets/ar/jaf/&ter/t a/~ ftá/lt/sJuun/ &/a</asiaJ7i/ súuwt/ aj/ <//ua<j& yíja/fisÁ/ &/& Æ/oc/tfi&jtertU á slaam/ túno qj/j6at /áfar tem/istrif/etmecrifirr emy/ó sfeeoota/reftájya//tróa/ sÆvvwrw/ic/sJredarioar U2 Bullet The Blue Sky Það er svo sannarlega ekki komið að tómum stjórnmálakofanum hjá Bono og félögum í hljómsveitinni U2. Undir yfirskininu að vera kristin hljómsveit hefur U2 ávallt látið til sín taka varðandi ýmis mannréttindabrot og vakið almúgann til umhugsunar. I Bullet The Blue Sky reyndi Bono hvað hann gat til að vekja athygli fólks á yfirgangi bandarískra stjórnvalda á erlendum vettvangi. Lagið átti þátt í því að bandarískir stjórnmálamenn buðu Bono á hinar og þessar ráðstefnur til að halda fyrirlestra. Ekki skemmdi svo fyrir að platan The Joshua Tree fór í 1. sæti strax á fyrstu viku f Bandaríkjunum. Textabrot: This guy comes up to me His face red like a rose on a thorn bush Like all the colors of a royal flush And he's peeling off those dollar bills Slapping them down One hundred, two hundred And I can see those fighter planes Across the field you see the sky ripped open See the rain come through the gaping wound Pounding on the women and children who run into the arms of america Bubbi N.L.C Það er algjörlega óhjákvæmilegt, þegar talað er um texta með pólítísku ívafi, að minnast á þann tónlistarmann hér á landi sem hefur tekið þetta hvað lengst. Bubbi Morthens fær heiðurinn af því að vera fánaberi pólítíska trúbadorsins og hefur barið saman hvern snilldartextann á fætur öðrum þar sem hann fjallar um málefni verkamannsins og gjánna milli þings og almennings. Textabrot: Sjáiði frelsis frjálshyggjumenn frelsið er ( hættu einu sinni enn Mogginn ekki lengur nr. 1 sjónvarp flokksins þykir þreytt, kolkrabbinn dauður eitthvað er að Dabbi er lagður af stað. Hvar eru þeir ungu sem göluðu hæst jakkafataframtíðin beið þeirra glæst. Frjálshyggjusprotar komnir á þing orðnir kommar, komnir í hring. Sjá ekki, heyr ekki, vit ekki neitt orð Davíðs öllu breytt. Ice Cube Tear This Motherfucker Up Uppþotin í Los Angeles snemma á árinu 1992 spruttu upp eftir að fjórir hvftir lögregluþjónar voru sýknaðir af að hafa lamið blökkumanninn Rodney King. Atburðurinn náðist á myndband sem var sýnt ítrekað á bandarfskum sjónvarpsstöðvum, afrfskum Bandaríkjamönnum til mikillar reiði. Eftir að dómurinn var tilkynntur varð allt brjálað ( Los Angeles og fyrstu uppþotin síðan Watts litu dagsins Ijós. Fjórmenningarnir, Stacey Coon, Lawrence Powell, Timothy Wynd og Theodore Vaugsinio, eru allir nefndir á nafn f texta lce Cube, Tear This Motherfucker Up, af plötunni Predator. Textabrot: Vaugn, wicked, Lawrence Powell, foul Cut his fuckin' throat and I smile Pretty soon we Ðll catch Sergeant Coon Shoot him in the face run up in him witta broom I gotta Mac10 for Officer Wynd Damn, his devil ass need to be shipped back to Kansas In a casket, crew cut faggot Now he ain it nothin but food for the maggots Minor Threat Straight Edge Það má segja að pönk/hardcoresveitin Minor Threat hafi búið til Iftið skrímsli sem nú hefur eigið líf. Söngvarinn lan MacKaye sagðist ekki hafa haft í hyggju að setja á flot nýja hreyfingu þegar hann samdi textann við lagið Straight Edge. Lagið er einhvers konar ádeila á eiturlyfjanotkun og varð kveikjan að einni af umdeildustu hreyfingum síðustu áratuga sem ber sama nafn og lagið. Straight Edge Iffstfllinn gengur út á að neyta engra hugbreytandi efna, hvorki áfengis, eiturlyfja né tóbaks. Mest hefur borið á öfgafólki innan Straight Edge hreyfingarinnar sem kýs að lúskra á fólki sem notar tóbak, drekkur áfengi eða notar eiturlyf en minna fer fyrir hinum sem reyna til muna að bæta Iff sitt. Textabrot: l'm a person just like you But l've got better things to do Than sit around and fuck my head Hang out with the living dead Snort white shit up my nose Pass óut at the shows I don't even think about speed That's something I just don't need l've got the straight edge Höfundur: Tim Roman

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.