Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 16

Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 16
Mynd: Kevin Westenberg.com Texti: Hrefna Björk Emiliana Torrini er einþekktasta söngkona íslendinga en hún hefur verið búsett á Englandi siðustu sjö ár. Hún kom til s Islands á dögunum og við fengum hana til að spjalla við okkur um tónlistina og lífið. Emilianahefurunniðaðnýjuplötunnisinni, Eisherman’s Woman, siðustu ár ísamvinnu viðpródúsentinn Dan. Platan virðist œtla að slá ígegn enfyrstu dómar lofa mjóggóðu og má þar nefna að Guardian gaf henni fjórar affimm mögulegum stjörnum. Ætlar þú ekki aðflytja heim til íslands? Ummmm ... Nei, ekki eins og er því ég er flutt til Brighton sem er svolítið svipuð og Reykjavík, mikið af listum og litlum hippum. Þar er líka sjórinn og þú getur labbað allt sem þú þarft að fara. Stórborgir eru ekki mikið fyrir mig, þar sem þú þarft að plana með viku fyrirvara ef þú ætlar að hitta vini þína. The Fisherman’s Woman .... Ég samdi hana með Dan, en við kynntumst þegar ég var að vinna plötuna mína. Hann kemurfrá hip hop og dub bakgrunni. Þegafvið kynntumst vildi ég bara semja með gítar en hann byrjaði eitthvað á trommuheilanum sem ég vildi alls ekki. Ég vildi skilja að prodúktsjón og lagaskrift, ekki gera bæði í einu. Hann sættist á það og þá kom í Ijós að hann er einn besti gítarleikari sem ég hef séð, enda höfum við unnið saman frá því. Þetta var allt einhvernveginn svona með plötuna. T.d. ætluðum við ekki að hafa píanó, en þá hitti Dan Julian Joseph sem er einn fremsti jazz píanóleikari Englendinga og hann bauðst til þess að spila á plötunni. Þannig að þetta small allt fallega saman. stundum rífur það í hárið á manni og kýlir mann í klessu. En síðan er það oftast voða gott... lífið sér alveg um mann. Ahugamál... Ég labba alveg í svona þrjá klukkutíma á dag og finnst voða gott að týnast. Síðan prjóna ég mjög mikið ... ég er rosalega boring hehehe. Síðan fer ég mikið á tónleika og kómedíur (stand up), en ég hef mjög gaman af því. Ég held mig eiginlega aldrei við eitthvað eitt heldur skipti á fimm mfnútna fresti, t.d. tók ég einu sinni sippuæði og var þá alltaf að sippa. Já svo finnst mér líka gaman að fara á snjóbretti. Slow... Það var maður sem vinnur í fyrirtaekinu hennar Kylie sem bað mig um að semja lag fyrir hana. Hann hafði heyrt lag sem ég samdi með strák sem var að reyna að fá samning og vildu fá það lag. Þau breyttu því og útsettu það eftir sfnu höfði og ég var ekkert sérstaklega ánægð með það og vildi eiginlega ekkert leyfa þeim að nota lagið, þannig að þau buðu mér að semja annað. Ég spurði Finnurþú fyrir frœgðinni hérna heima? Nei, ekki núna ... ekki eins og þegar ég bjó hérna. Ég held að viðhorf fólk breytist svolítið eftir að maður flytur út, það lítur einhvern veginn öðruvlsi á mann. Það var áreiti áður fyrr en það líka sýndi manni hvað maður vildi í lífinu. Ég vil ALDREI aftur verða svona þekkt því mér fannst það algjör pína. En núna er þetta meira þannig að fólk er að segja hæ við mig og heldur kannski að það þekki mig en fattar ekki alveg hver ég er. Hehehe heldur að ég sé frænka þeirra eða eitthvað. En hefurðu lent í einhverju sem hefur hratt þig? Nei ekki núna, en þegar ég var hérna þá gerðust stundum Ijótir hlutir. T.d. var ég einu sinni á skemmtistað og stóð undir tröppunum og þá var einhver sem stóð uppi og reyndi að grýta glasi ( hausinn á mér en hitti ekki. Það hefði getað drepið mig! En glasið fór í handriðið, smallaðist og skar mig alla. Þá var ég rosalega hrædd og hætti bara alveg að fara út. Síðan var þetta komið út ( það að ég gat ekki sest niður með vinum mínum ( bjór án þess að það kæmi eitthver og settist á borðið hjá okkur. Þannig að tónlistarlega séð var þetta mjög góð reynsla en hinn parturinn að vera þekkt andlit á bara EKKERT við mig. Ég er svo mikil moldvarpa, finnst svona athygli ekkert þægileg. Þá var ég rosalega hmdd og hœtti bara alveg aðfara út. Síðan var þetta komið út íþað að éggat ekki sest niður með vinum mínum í bjór. Löngfeðing.... Ætli við höfum ekki verið í svona tvö ár að vinna plötuna, þó að við hefðum ekki þurft þess. Ég held að við höfum unnið svona fjóra tíma á dag en eyddum samt meiri tíma saman ... bara að gera eitthvað. Við hefðum örugglega getað gert hana á sex mánuðum. Það bilaði líka hljóðið á plötunni því við vorum að vinna í svo gömlum græjum, allt í einu var skruðningur undir öllum lögunum. Þannig að það tók aðrar þrjár vikur að laga það. Hefur þú alltaf cetlað að vera sóngkona? Já, það hefur aldrei neitt annað komist að. Þegar ég var yngri var kórinn það eina sem ég hélst í og eina sem ég fékk ekki að hætta í en ég var í handbolta, fótbolta og fimleikum í Gerplu. Ég var alveg rosalega léleg í fimleikum og var sú eina sem fékk ekki viðurkenningu ... ég gleymdist alltaf hehehe. Textasmíði... Á þessari plötu eru textarnir mjög mikið frá hjartanu enda samdi ég ekki einu fleira lag en er á plötunni. En á Merman plötunni eru sumir textar sem ég hlusta á og er alveg úff.. en það var þá. Maður þróast ekki nema maður byrji einhverstaðar. En jú það er fullt af hlutum sem ég fæ aulahroll yfir í dag og alveg orga yfir. En það er líka gott á mann. Um trúna.... Ég er skírð kaþólsk en er ekkert kaþólsk ... þannig. Ég trúi ekki á líf eftir dauða og mér finnst það rosaleg græðgi þegar fólk talar um umbun og refsingu. Ég þoli ekki svoleiðis og get ekki einu sinni hlustað á það. Ég trúi á lífið og að þú verðir að njóta þess. Þegar þú deyrð þá bara deyrðu en (staðinn þá verðurðu að ýta á þig til að nota lífið og vera góð manneskja. Ég trúi að maður verði að trúa. Það eru svo margir sem líta aldrei upp og hugsa bara um að eiga hús og bíl en ég þoli ekki svoleiðis. Ég hef bara gefið mig lífinu og þá Dan hvort hann vildi vera með mér í því. Þetta kom nefnilega á æðislegum tíma þv( við vorum orðin svolítið þreytt á plötunni. Þannig að þegar þetta kom upp þá fórum við í diskóskóna og sömdum þetta lag á hálftíma en héldum að þau myndu aldrei nota það. Síðan skelltum við okkur bara á pöbbinn. En hittu þið hana ekkert? Jújú... sko hún kom inn og samdi með okkur viðlagið og textann. Við vildum líka að hún gerði það því það er svo skrítið að vera að semja fyrir einhvern og bara "gjörðu svo vel, hér er lag" þannig að víð vildum að hún setti svolitið sitt í það. Grammy.... Já, ég hef reyndar aldrei séð þau en er voða spennt. Það var mjög fyndið af því ég fékk allt í einu fullt af skilaboðum "Til hamingju!" Ég vissi ekkert fyrr en mamma hringdi og spurði "Er þetta satt?" Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri einhver kjaftasaga sem væri í gangi heima. Ferðu á hátíðina? Ég veit það ekki. Við erum "skuggarnir" og erum bara ekki búin að fá að vita það ennþá. Við erum samt búin að vera í svo miklu hláturskasti yfir þessu lagi því við héldum að þau myndu aldrei nota það, sömdum það einhvern veginn bara á hálftíma og ætluðum bara að nota það sjálf ef hún myndi ekki þiggja það og setja það síðan á klúbbana. Síðan allt í einu ætlar hún að nota það, svo fer það í sæti númer eitt í Bretlandi og svo Grammy. Það sem var svo skrítið var það að þegar við gerðum þetta þá stígur maður inn í einhvern heim sem er allt öðruvísi en manns eigin. Hjá mér eru engin rauð teppi og glimmer, þannig að þegar ég steig út úr honum aftur þá fékk ég alveg "úfff" hvað ég er fegin að vera í mlnum. Þetta er bara búið að vera svo súrealískt allt saman. Barneignir... Ummm ... allir vinir mínir eru búnir að eignast börn þannig að ég reyni að vera frábæra frænkan held ég í bili. Ég á líka guðdóttur sem er sætust í heimi og ég eyði miklum tíma með. Æi svarið er kannski og kannski ekki. Umboðsmenn ... Það er lang best að vera með umboðsmann því þá þarftu ekkert að spá í þessa hluti sem ég vil ekki þurfa að hugsa um eða viðskiptahliðina. Síðan er Kka oft óþægilegt að vita ekkert um hana. Þegar ég fékk mér fyrst umboðsmann þá vissi ég ekkert hvað hann var að gera og kunni í rauninni ekki að meta það sem hann var að gera því ég vissi ekkert hvað var í gangi. Maður sér ekki hvað þetta er mikil vinna því þú ert ekkert ( kringum þetta. Þannig að í dag er kærastinn minn umboðsmaðurinn minn. Hann var umboðsmaður hvort sem er en fólk var alveg "Hvað ertu að gera?" En þetta virkar miklu betur fyrir mig því við vinnum bæði heima og ég er inni í öllu sem er í gangi. Hamingjan ... Já, ég er rosalega hamingjusöm núna en ég hélt alltaf að maður yrði ekki á þeim stað sem maður vill vera á fyrr en maður verður fimmtugur en í dag er ég á nákvæmlega þeim stað sem ég vil vera á, aðeins 27 ára, þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Það er að líða á lok viðtalsins og kcerasti Emiliónu kemur inn með fullt fangið af geisladiskum. Emiliana segir mér frá því að þau séu búin að kaupa fjós ( Brighton undir allar plöturnar sínar því þau komist ekki lengur inn til sín út af plötum. "Hann er fanatíkskur á tónlist." Ég spyr hann hvort Emiliana sé næsta stjarna Islendinga, Emiliana erfljótað grípa fram í "Nei." En hann erekki sammála henni. "Jú, auðvitað getur hún orðið það en það er ekki það sem þetta snýst um hjá okkur heldur snýst þetta um að gera tónlist. Þú getur verið stjarna í eitt ár en síðan aldrei sést aftur. Þess vegna finnst mér mikilvægara að fáir hlusti á þig í 25 ár heldur en milljón manns í eitt ár." EmiKana tekur við. "Þetta fer bara allt eftir því hvað þú villt og mig langar að geta verið að gera tónlist þegar ég verð 50 ára."

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.