Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 21

Orðlaus - 01.02.2005, Blaðsíða 21
Sú tíðindi bárust mér ekki alls fyrir löngu að klíka fslendinga hyggðist senda út einskonar afsökunarbeiðni til umheimsins og ekki síst til írösku þjóðarinnar fyrir stuðning landsmanna við stríðið í frak, stríð sem enginn efast lengur um að hafi verið óréttmætt og líklega síst þeir sem hæst létu um stuðnig sinn í upphafi átakanna. f kjölfar þessa hef ég ákveðið að senda út opinbera afsökunarbeiðni til bandarísku þjóðarinnar. Fáir hafa sýnt þessu uppátæki mínu skilning eða áhuga og því kem ég hér fram sem eins manns klíka, klíka sem hefur fengið sig fullsadda á þeim fordómum sem bandaríska þjóðin hefur orðið fyrir á þessum síðustu og verstu tímum. MER FINNST Nú ríkir skálmöld um heim allan og fáum dylst að Bandaríkjamenn séu þar í flestum tilfellum miklir og slæmir sökudólgar. Þeir vaða uppi með báli og brandi, svíkja, Ijúga og granda og myrða varnarlausar konur og ófullveðja ungmenni. Heilu þjóðunum er fargað, borgir eru jafnaðar við jörðu og útsendarar þeirra hafa komið sér fyrir um alla jarðarkringluna. Eða hvað? Hvaðerathugavertvið þessarfullyrðingar mínar? Hvers vegna ætli ég haldi því fram að það sem ég var rétt i þessu að skrifa sé tóm þvæla, ósannandi og hinn versti rógburður? Jú, ástæðan fellst í orðanna hljóðan, röngu vali á einu litlu orði sem hefur því miður villst svo oft á varir mínar að ég sé mig tilneyddan til þess að biðja heila þjóð afsökunar! Ástæðan er sú að ég hélt því fram hér að framan að það væru Bandaríkjamenn sem bæru ábyrgð á mörgu heimsbölinu líkt og stríðinu í (rak. En það er eins langt frá raunveruleikanum og hugsast getur. Hið rétta erað ríkisstjórn Bandaríkjanna, með forsetann og hans vígreifu hauka í fararbroddi, ber ábyrgð á þeim hörmungum sem dynja yfir landið við Persaflóa, ekki þjóðin. Mér var það hræsnislaust þegar ég hélt því fram að Bandaríkjamenn væru feitir, skotglaðir pillusjúklingar sem innrættu börnum sínum þjóðernishyggju frá blautu barnsbeini. Ég sá vísitölufjölskylduna í Bandaríkjunum fyrir mér sem hóp veruleikafyrrtra offitusjúklinga sem graðgaði í sig lífsbjörg vesælla þróunarlanda og horfði á Jerry Springer með græðgisglampa í augunum. Verst af öllu var að ég taldi Bandaríkjamenn vera slefandi-heimska satista sem fengu útrás fyrir pervertisma sinn með því að fara í stríð við varnarlaus menningarsamfélög sem höfðu unnið sér það eitt til saka að eiga ofurlítinn olíudreitil aflögu. Þvílíkir fordómar! Hvernig getur staðið á því að mér, vel uppýstum vesturlandabúanum, háskólamamanninum, gáfumenninu, heimsborgaranum og síðast en ekki síst sjálfum (slendingnum, hafi skjátlast svona hrapalega?! Jú, hér er viss tvískinnungur á ferðinni. Á meðan fordómar mínir gagnvart hinum almenna bandaríska borgara fóru vaxandi jukust fordómar mínir gagnvart sjálfum mér. (hvert skipti sem ég fordæmdi (þóttist vita eitthvað sem ég vissi ekkert um) bandarísku þjóðina fyrir heimsku sina og dugleysi, þá jókst álit mitt á mér, fordómar mínir á sjálfum mér jukust að því leyti aðallt í einu var litli Magnúsfrá íslandi orðinn heimsmaður, séní sem sá svo greinilega óréttlæti kúgaranns frá Norður-Ameríku í hverju skúmaskoti. Magnús, hinn mikli (slendingur sem hitti félaga sína á kaffihúsum og öðrum samkomustöðum og jós úr skálum reiði sinnar, rakkaði hina forheimsku bandarísku þjóð niður í hverju töluðu orði, steytti hnefa og lamdi í borð. Sannleikurinn var hinsvegar sá að ég var bara Magnús frá litla fslandi, Magnús sem aldrei hafði komið til Bandaríkjanna, Magnús sem aldrei hafði komið til (rak, Magnús sem aldei hafði orðið fyrir óréttlæti af hálfu hins almenna bandaríska borgara, Magnús sem hafði fordóma gagnvart sjáflum sér. Ég var heimsmaðurinn skynglöggi sem myndi sigra Bandaríkjamanninn með pennan að vopni, standa stoltur með annan fótinn á akfeitri velmegunnarbumbu bráðarinnar og reka upp stríðsöskur. Áður en við, kæru (slendingar, höldum áfram rækt við fordóma okkar gagnvart bandarískum almenningi (og ég fullyrði að þetta á við um ykkur flest þó þið kannski viljið ekki viðurkenna það), þá skulum við líta aðeins í eigin barm. Styðja fslendingar ekki innrásina í írak? Nei, liklega ekki, kannanir hafa sýnt að 84% þjóðarinnar voru á móti henni. Það hlýtur þá að vera ríkisstjórnin sem gerir það fyrir okkar hönd, er það ekki annars? Jú, alveg eins og þetta gekk fyrir sig í Bandaríkjunum. Þá getur einhver sagt sem svo „Ef bandaríska þjóðin væru á móti stríðinu þá hefðu þeir ekki kosið Bush aftur og líklega myndi bandaríska ríkisstjórnin hætta þessu stríðsbrölti ef kjósendur væru algerlega mótfallnir því". Gott og vel. En er ekki af sama skapi líklegt að stuðningurinn við stríðið yrði dreginn til baka ef íslenska ríkisstjórninn fyndi fyrir nógu miklum þrýstingi frá íslenskum kjósendum. Og hvar er þrýstingurinn? Hann var ekki meiri en sá að rfkisstjórnin hélt velli í kosningum sem haldnar voru eftir að við vorum opinberlega sett á lista hinna staðföstu þjóða, eftir að mótmælendur úti í heimi hófu að kveikja í íslenska fánanum, eftir að fangabúðir voru settar upp á Suðurnesjum, eftir að upp komst um spillingu þingmans frá Vestmannaeyjum, eftir að hollvinum valdhafa var komið fyrir, reglu og lagalaust, í Hæstarétti- og verst af öllu er að íslenska ríkisstjórnin þurfti ekki einu sinni að beita bellibrögðum líkt og skoðanabræður þeirra í Ameríku þurftu að gera til að ná endurkjöri. Á meðan bandaríska ríkisstjórnin berst með napalmi og stáli, berjast íslensku kotbændurnir með andlegum vopnum- áróðri. Áróðri sem skilar sér í engu öðru en að ala á gremju og hatri gagnvart hinum almenna bandaríska ríkisborgara sem á fjögurra ára fresti fær að velja á milli þess að kjósa kúk eða skít- Kerry eða Bush, þjóðarsem er haldið í ógnargreipum yfirvalda og áróðurs fjölmiðla. Næst þegar þú, lesandi góður, berð þér á brjóst og upphefur ræðu um fávisku og galla bandarísku þjóðarinnar skaltu athuga hvort ekki mætti beina nákvæmlega sömu athugasemdum að (slendingum. Veltu því svo fyrir þér hvort sanngjarnt sé að dæma heila þjóð út frá utanríkisstefnu ríkisstjórnar sem hefur nákvæmlega öll völd á sínum örmum. Ég bið alla Bandaríkjamenn enn og aftur afsökunar á fávisku minni og fordómum. (Ef einhver nær ekki kaldhæðninni þá get ég upplýst ykkur um það að ég skrifa þennan pistil á bandariska tölvu, í Levi's buxunum mínum og keðjureyki Marlboro... þetta gerði ég líka þegar Bandaríkjahatur mitt var í sem mestum blóma). Magnús Björn Ólafsson Égsá vísitölufjölskylduna í Bandaríkjunum fyrir mér sem hóp veruleikafyrrtra offitusjúklinga sem graðgaði í sig lífsbjörg vesœlla þróunarlanda og horfði ájerry Springer með grceðgisglampa í augunum VILTU FARA FRITT I LEIKHUS ? Saumastofan 30 árum síðar Eftir að hafa grenjað úr hlátri í tæpa tvo tíma og klappað þar til mig fór að yerkia i hendurnar lahbaði ég út úr Borgarleikhúsinu með bros á vör. Tíminn hafði gjörsamlega flogið frá niér. Frumsvning Saumastofunnar 30 árunr síðar heppnaðist vel, fullur salur af gestum sem virtust allir skemmta sér og gleðin geislaði af leikurunum. Við vinkonurnar vorum sammála um það að líflegra leikrit hefðum við ekki séð í langan tíma. Karakterarmr i syningunm eru allir mismunandi, hver með sína sérstoku og furðulegu lífsreynslusögu að baki. Leikhúsgestir fá að kynnast karakterunum og skilja þá betur og betur eftir því sem líður á þegar starfsmenn saumastofunnar enda í allsherjar trúnói sem fær mann til að veltast um afhlátri, þó svo að sögurnar séu surnar hálf sorglegar. Vandamál nútímakonunnar og kröfurnar sem oft eru gerðar til karla og kvenna eru tekin fyrir á bæði skemmtilegan og dramatískan hatt og þú getur bókað það að þú finnur sjálfa þig (að minnsta kosti að einhverju levtiJ i einhverri persónunni. Saumastofan 30 árum síðar er sýnt í Borgarleikhúsinu um þessar mundir, en það er leikfélagið Tóbías sem sér um uppsetningu og Agnar Jón Egilsson leikstýrir og skrifar handritið. Leikritið er byggt á vcrki Kjartans Ragnarssonar, Saumastofan, sem var skrifað árið 1975 í tilefni af kvennafrídeginum. Agnar, ásamt leikurunum, hefur nú fært verkið í nútímalegan búning, fullt afhúmor, söng og dansi. Saumastofan 30 árum síðar er bráðskemmtilegt leikrit og kjörið fvrir vinkonuhópana. Þess vegna viljum við gefa 5 heppnumlesendum2 frímiðaá sýninguna. Það eina sem þú þarft aðgera er að svara einni laufléttri spurningu og senda svarið ásarnt nafni og símanúmeri á steinunnéPordlaus. is fyrir 8. febrúar. Vinningshafar verða dregnir út fimmtudaginn 10. febrúar. Spurningin er: Hvaða leikfélag scr um uppsetningu Saumastofunnar 30 árum síðar?

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.