Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 26

Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 26
-\ Hverjum hefur þú verið að vinna með? í gegnum tíðina hef ég verið að vinna með SSSól, Jet black Joe og fleirum en núna aðallega Skítamóral og Nylon flokknum. Stöð 2 er búin að biðja mig um að taka við nýrri Idol stjörnu sem verður skemmtilegt að takast á við. Síðan er ég með annað verkefni í undirbúningi. Var það alltaf draumurinn að verða umboðsmaður? Nei þetta æxlaðist í rauninni bara svona. Hversu mikilvægir eru umboðsmenn? Tónlistarmaðurinn er auðvitað númer eitt og síðan kemur umboðsmaðurinn. En síðan þurfa þeirnáttúrulegaaðpassa saman. Ég til dæmið myndi kannski ekki geta gert neitt fyrir Quarashi og Kári kannski ekkert fyrir Nylon þannig að umboðsmaðurinn þarf að passa við tónlistarmannínn. Hvað felst í starfinu? Það er í rauninni bara allt sem kemur bransanum við. Samningar, tónleikar, ímyndarmótun og fleira. Hver er skemmtilegasta reynslan þín í starfinu? Það er bara að sjá uppskeruna og að hjálpa fólki að gera það sem þeim hefur alltaf dreymt um að gera. Hver er farsælasti umbjóðandinn til þessa? Ég held að þau hafi nú bara öll verið mjög farsæl, það vilja náttúrulega ekki allir það sama. fj XIAWW/ Wm ( mmi é s ’-A ITMBAR ISLANDS Snemma dags á Hótel Borg hittast tveir af stærstu tónlistarumboðsmönnum landsins, þeir Kári Sturluson og Einar Bárða og ræða um markaðinn, plötursöluna, þjófnað og framtíðina. Eftir stuttar kynningar berst talið að útlitseinkennum umbjóðendanna ... UM FRIÐA UMBJÓÐENDUR EINAR: Ég verð nú að segja að ég sé heppnari en þú, það er að segja hvað varðar útlit á umbjóðendum. KÁRI: Ha ha, já það er rétt hjá þér. Mínir umbjóðendur eru ekkert sérlega aðlaðandi. EINAR: Tiny er sætur. KÁRI: Já, Tiny er ansi sætur. EINAR: Viltu ekki bara setja hann á coverið og burt með alla hina. KÁRI: Ha jú, við gerum það í Bandaríkjunum. Tiny er nefninlega „spitting image" af Elijah Wood. EINAR: Já einmitt, það er það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá hann. Ég hélt að Elijah Wood væri kominn í Quarashi. © UM NYLON, VINYLOG QUARASHI KÁRI: Hvað er annars að frétta af Nylon stúlkunum? EINAR: Við erum að undirbúa nýja plötu fyrir næsta sumar og erum að fara að gefa út DVD disk fyrir páskana. Þetta verður svona partýgripur páskanna. KÁRI: Já, ég verð að næla mér í þetta. EINAR: En hvernig er með strákana þína alla? Er ekki platan að koma út í Japan. KÁRI: Jú, Quarashi platan kom út I Japan í síðustu viku og fór helvíti vel af stað og síðan er útgáfa í Bandaríkjunum í haust. EINAR: Þetta er soldið sérstakur markaður, Japan. KÁRI: Já, þetta er það. Þetta er soldið skrýtið því að við vorum að selja svipað í Japan og í Bandaríkjunum. EINAR: Já, hvað er það? KÁRI: 100.000 eintök EINAR: Það er auðvitað alveg gríðarlegt. En hvað er það mikið miðað við Japansmarkaðinn? KÁRI: Það er bara með söluhæstu plötunum í Japan. EINAR: En hinir strákarnir? KÁRI: Vinyl? EINAR: Já. KÁRI: Við erum að fara á South by Southwest hátíðina í Texas í næstu viku. EINAR: Hefurðu farið á þessa hátíð áður? KÁRI: Nei, en Quarashi strákarnir spiluðu þarna 2002 og það var víst alveg geðveikt. EINAR: Og njótiði liðsinnis frá Loftbrú? KÁRI: Já, já, við fljúgum á því. UM SJÓRÆNINGJA- MARKAÐINN EINAR: Það er ekki mikið kóperað af Quarashi hérna heima, því salan er rosalega góð. Þá spyr maður sig: Bera krakkarnir meiri virðingu fyrir Quarashi eða væri hugsanlega stærri markaður fyrir plötuna? KÁRI: Ég myndi telja að það væri svona 25% meiri markaður í sölu, en Quarashi teygir sig líka svo víða. Fer alveg niður í krakkana og upp í þrítuga fólkið. Maður áttar sig ekki á því hversu mikið er verið að stela en mér sýnist þó vera mun minna um það hérna á íslandi en annars staðar. EINAR: Já manni sýnist sem íslenskt stöff fái lágmarks virðingu. KÁRI: Já, fólk kann kannski ekki við að vera að stela frá gaurnum sem býr hinum megin við ganginn. EINAR: Mér finnst hljómplötubransinn þó vera aðeins að rétta úr sér eftir 2-3 ára bömmer yfir þessu. KÁRI: Já, ég held samt í rauninni að það hafi aldrei verið nein lægð því að það sést á sölutölunum að droppið var í rauninni ekkert það mikið. Ég held að þetta hafi gefið plötufyrirtækjunum tækifæri til að leika ákveðinn píslarvott til að ná hagstæðari samningum hér og þar út á það að það væru allir að stela frá þeim. EINAR: Svo getur verið að þessi ofsalega poppmenning í kringum aldamótin hafi kannski bara verið úr sér gengin. KÁRI: Já það getur verið alveg rétt. Mér sjálfum hefur alltaf þótt internetið sem slíkt vera jákvætt fyrir bransann. Þú heyrir kannski eitthvað og þig langar til að vita meira um það og í gegnum netið færðu svo mikið aðgengi að öllu sem til er um viðkomandi að þú getur á stuttum tíma komist að því hvort þú viljir kaupa plötuna eða ekki. UM “HEIMSFRÆGД ÍSLENDINGA EINAR: Það er varla hægt að láta sjá sig uppi í Leifsstöð með einhverja hljómsveit án þess að það sé blásið upp að þeir séu orðnir heimsfrægir. KÁRI: :Já ég veit það. EINAR: Það er svolitið erfitt. KÁRI: Já, já það er á vissan hátt erfitt. EINAR: Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því að þótt það sé kominn publishing samningur þýðir það ekki útgáfusamningur og að vera með umboðsmann þýðir ekki plötusamningur og að vera með plötusamning þýðir oft bara ekki neitt. KÁRI: Já það er bara staðreynd að þó að band fái plötusamning þá er ekki nema 25% líkur að það sé gefið út. EINAR: Nei, þetta er mjög sérstakt. KÁRI: En ertu eitthvað að stefna með stúlkurnar erlendis? EINAR: Já, við erum með mann með okkur en hann kom hérna í heimsókn og var að skoða þessi mál. Þetta er mjög öflugur dúddi og það

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.