Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 27

Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 27
KARI: Hverjum hefur þú verið að vinna með? Vann hérna fyrir nokkrum árum með Jagúar en núna með Quarashi og Vínyl. Var það ailtaf draumurinn að verða umboðsmaður? Veit nú ekki alveg hvort það var draumurinn en hlutirnir þróuðust þetta sem jú er en hvar er svo sem ég nú bara einsog allavegana útí ágætis draumsýn, draumurinn segi Stebbi Hilmarz. Hversu mikilvægir eru umboðsmenn? Álíka mikilvægir og Morinhio er hjá Chelsea. Hvað felst í starfinu? Vá þessu er nú auðveldarða svarað með spurningunni : Hvað felst ekki i starfinu ? Allavegana til þess að gefa svona e-h mynd af því þá er starfið svona Stuttur Frakki vs. Hver er skemmtiiegasta reynslan þín i starfinu? Það jafnast fátt við að heyra upphafstóna hljómsveitar á sviði með troðfullan sal af æstum áhorfendum fyrirframansig. Svonasvipuðtilfinning þegar Héðinn Gilsson var að klína honum í netið í adidas stuttbuxunum á HM í Sviss 1986, Hófi vann Miss World og lcy hópurinn steig á svið í Bergen. Það geta allir samsamað sig við þessa reynslu og skilja þá útá hvað mátið gengur. Hver er farsælasti umbjóðandinn til þessa? Til þessa myndi það og vera strákarnir í skúrnum á Furumelnum sem kalla sig Quarashi. „EINAR: Það er kannski verið að búa til músík fyrir ungar stelpur en vídjó fyrir pabba þeirra.“ er svona verið að skoða þetta og búa til smá lið í kringum stelpurnar. En það er bara á byrjunarreit. Við kláruðum plötuna á ensku og fyrir mér þá á ég soldið erfitt með að venjast lögunum á ensku. KÁRI: Já, já, einmitt. EINAR: En þeir sem hafa heyrt plötuna finnst hún heilsteypt og skemmtileg. Svo verður þetta bara að koma í Ijós. Það kemur mér samt soldið á óvart að þeir Bretar sem hafa verið að skoða hana fýla að stelpurnar séu ekki í bikiní framan á plötunni og svoleiðis rugl. KÁRI: Já ok! EINAR: E ins og 411 og Girls Aloud. Það er kannski verið að búa til músík fyrir ungar stelpur en vídjó fyrir pabba þeirra. Það á ekki að þurfa að klæða allar kellingar úr fötunum til að menn nenni að hlusta á músíkina þeirra. Þó að ég sé nú engin kvenremba þá finnst mér þessi myndbönd með 50 Cent og svona vera ekki bara niðurlægjandi fyrir kvenfólk heldur niðurlægjandi fyrir tónlistina. KÁRI: Shiiit, algjör steypa. Ég sá í gær einhverja treilera úr nýju myndbandi með 50 cent, þær voru allar alsberar og í sleik og hann stóð þarna eins og hálfviti við hliðina á þeim. EINAR: En það verða allir að hafa þetta einhvernveginn, en það besta við það er að kaupandinn hefur alltaf síðasta orðið. Ég held til að mynda að þessi Norah Jones og Diana Krall væðing sé öll partur af einhverjum ákveðnum mótmælum. KÁRI: Já, já, það er alveg rétt. UM FRAMTÍÐINA KÁRI: Er Skítamórall að koma með plötu núna í sumar? EINAR: Já, en það er ekki alveg búið að ákveða dagsetninguna. KÁRI. Ert þú að gefa þetta út sjálfur? EINAR: Já, ég stofnaði svona lítinn label sem heitir Plan B. Það eru óvenju miklar fjárfestingar í því að enska þetta live stuff og taka það upp á nýtt og þá verður maður að hafa budget frá einhverju fyrirtæki. Það er kannski ekki eðlilegt að Concert eða Management kompaníið eigi líka hljóðritin. KÁRI: Já einmitt. EINAR: Maður er að reyna að hafa þetta aðskilið og rétt frá gengið. Þaðan kemur þetta Concert Groupy yfirnafn. KÁRI: Já einmitt. Maður ætti kannski að stofna eitthvað svona holding kompaní í Grímsey eða eitthvað. Er Grímsey ekki orðin einhver skattaparadís? EINAR: En svo getur maður lent í sömu vandræðum og Skífan ef maður kallar þetta allt saman Concert Record og Concert Management og endar í því að þurfa að splitta þessu öllu upp. KÁRI: Já akkúrat, Samkeppnisstofnun mætir og allt að gerast. EINAR: Maður fagnar nú þeim degi þegar maður er kominn í þá aðstöðu að Samkeppnisstofnun bankar uppá hjá manni. KÁRI: Já, þá er eitthvað að gerast. Eigum við ekki að gera það að yfirlýstu markmiði að þegar við hittumst eftir 5 ár verðum við búnir að ná því. EINAR: Búnir að splitta upp kompaníunum. KÁRI: Markmiðið er að ná Samkeppnisstofnun inn á dekk hjá sér, það er númer 1, 2 og 3. „KÁRI: Já, ég held samt í rauninni að það haf i aldrei verið nein lægð... Ég held að þetta hafi gefið plötu- fyrirtækjunum tækifæri til að leika ákveðinn píslarvott til að ná hagstæðari samningum hér og þar út á það að það væru allir að stela frá þeim.“

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.