Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 30

Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 30
MILLJOIU KROIUA BEIBI Það eru ekki nema fjögur ár síðan hnefaleikabanninu var aflétt hér á íslandi en þrátt fyrir stuttan líftíma hafa íslenskir keppendur staðið sig gríðarlega vel i bardögum hér heima sem og erlendis. Margir hafa tengt íþróttina við villimannsleg og stórhættuleg slagsmál stæltra stráka sem fá kikk út úr því að lemja hvorn annan þar til annar liggur rotaður í blóði sínu á gólfinu - en það er hins vegar hinn mesti misskilningur. Raunin er sú að hnefaleikar eru stórgóð og holl þjálfun sem byggir upp styrk og úthald og er um leið hörku skemmtun, gífurleg fitubrennsla og mikil útrás fyrir hvern sem er, og að sjálfsögðu líka fyrir stelpur. Áslaug Guðmundsóttir er ein þeirra stelpna sem hefur verið að gera það gott í boxinu, en hún hefur æft með Hnefaleikafélagi Reykjavíkur í tæp tvö ár. Nú fyrir skemmstu vann hún til gullverðiauna á móti í Svíþjóð og stefnir að sjálfsögðu á frekari sigra í framtíðinni. ERU MARCAR STELPUR í ÞESSU? „Þegar ég byrjaði var boxið voðalega mikil tískubóla og meira en helmingurinn á æfingunum voru stelpur, en núna hefur þeim fækkað. f heildina eru þó núna um 20- 30 stelpur sem æfa, fyrir utan fjöldann semer ífitnessboxinu. Við erum 5-6 sem æfum á fullu í framhaldshópnum og þrjár sem keppum reglulega. " ER PETTA ÍPRÓTT FYRIR STELPUR? „Já, alveg tvímælalaust. Þetta er alveg geðveik æfing sem reynir á styrk og þol án þess að maður endi sem eitthvað massatröll. Þú þarft heldur ekkert að vera í toppformi þegar þú byrjar þvi að það er tekið vel á móti öllum sem mæta á æfingar. Síðan er það er náttúrulega val fyrir hvern og einn að fara.í hringinn og keppa." HVERIUIG STANDA ÍSLEMSKU BOXARARMIR SIG í ERLENDUM KEPPMUM? „Við stöndum alveg ótrúlega vel, sérstaklega miðað við það að maður er að keppa við mun reyndari aðila, því það er tiltölulega stutt síðan boxið var leyft á íslandi. Samt erum við að vinna til verðlauna á erlendum mótum, bæði í karla- og kvennaflokki." ER PETTA EKKERT HÆTTULEGT? „Þetta er alls ekki eins hættulegt og fólk heldur og sér í atvinnuhnefaleikunum, þá sérstaklegaekkihjástelpunum. Við notum tæknina meira en þung högg og ég hef ekki einu sinni fengið blóðnasir. Það er auðvitað hætta á meiðslum í öllum íþróttum en reynslan hefur sýnt að sú áhætta er ekkert meiri í boxinu. Þrátt fyrir að markmiðið sé að koma höggi á hinn andstæðinginn notum við hlífarsem greinilega eru að skila sínu miðað við slysatíðni. Boxið er því ekkert mikið hættulegra en aðrar íþróttir á heildina litið. Ég hef að minnsta kosti ekkert verið hrædd við að meiða mig. Það er frekar að maður sé hræddur við að gera sig að fífli því að í einstaklingsíþrótt eins og þessari er enginn sem reddar manni nema maður sjálfur. En stressið hverfur yfirleitt eftir að komið er í hringinn." HVER ER SÍÐAN STEFNAM HJÁ PÉR? „Það er bara að halda áfram. Við erum að fara að keppa við Breta 18. mars á Broadway og þar ætla ég bara að reyna að gera mitt besta," segir Áslaug að lokum, um leið og hún hvetur fólk til að prófa að mæta á æfingar og kynnast iþróttinni. Við hjá Orðlaus hvetjum síðan alla til að mæta á Brodway 18. mars og fylgjast með Islendingunum valta yfir Bretana. Ska - stimpillinn hefur verið fastur á No Doubt, og þau hafa reynt að hrista hann af sér. Á meðan fyrstu alvöru áhrifin þeirra voru úr ska-heiminum hefur tónlistarstíllinn að sjálfsögðu þróast. New wave, reggae, popp og rokk er á meðal áhrifa fyrir næstu plötu þeirra, Return of Saturn. Á þeirri plötu er aftur mikið af sambands- og ástartextum úr smiðju Gwen - en i þetta skiptið vegna nýs ástarsambands hennar og Gavin Rossdale, söngvara Bush. Frábærum árangri plötunnar, fatalínu frá Gwen og dúett með Eve síðar, gifta þau sig í London. Gwen Stefani hefur nú gefið út sína fyrstu sólóplötu sem kallast Love.Angel. Music.Baby. Fyrir henni er platan samt ekki endilega sólóplata. Hún sér hana sem tækifæri, og áskorun, til að vinna með nýju, hæfileikaríku fólki. Á meðal fólks sem kemur að plötunni má til dæmis nefna Dr Dre, The Neptunes, Andre 3000 og Nellee Hooper. Fyrsta smáskífan af plötunni "What you waiting for" lýsir erfiðleikum Gwen við að hefjast handa. Hún var með hugann við lífið frekar en tónlist, enda nýgift. Þar að auki reyndist erfitt að brjótast út úr kunnuglegu No Doubt-ferlinu og hleypa nýju fólki inn í sköpunarferlið. Tíminn leið, og ekkert gerðist. Þá hringdi Linda Perry - kunningjakona Gwen frá því að þær voru hjá sama útgáfufyrirtæki. Þær hittust og snéru sér að störfum. Eftir einhverja örðugleika sneri Linda sér að Gwen og spurði; "What you waiting for?". Og eins og vinir okkar kanarnir segja; the rest is history. Gwen segist vera jarðbundin venjuleg stelpa frá Kaliforníu. Sautján ára stelpan sem lét sig dreyma um heimilislíf, barneignir og hjónaband er ennþá til staðar. Þrátt fyrir frægð og frama og þónokkrar glitrandi forsíðumyndir segist Gwen Stefani ennþá vera vera lúði innst inni. Henni hafi bara tekist að blekkja fólk. Við lifum á tímum fjöldaframleiddra poppstjarna sem baða sig í Ijósi aðdáunar og glitra framan í okkur af öllum forsíðum tískublaða. Hárið, vandlega litað í öllum tilbrigðum af Ijósu, bylgjast um í vindvéiinni og munnurinn er þrýstinn að vanda. Ekta varan er stundum vandfundin. Á sjónvarpsstöðvunum skarar þessa dagana eitt myndband fram úr öðrum hvað varðar glitur, liti og glamúr. Það er Gwen Stefani sem sveiflast um á sjóræningjaskipi - með hárskraut og sítt Ijóst hár og allt tilheyrandi - og syngur lag byggt á "Ef ég væri ríkur" úr Fiðlaranum á þakinu. Gwen tilheyrir þó alls ekki fjöldaframleiðslunni - hún hefur verið i hljómsveitinni No Doubt síðan hún var 17 ára stelpa sem vissi ekki hvernig hún átti að haga sér á sviðinu. Saga hennar er þessi. Gwen Stefani fæddist inn í músíkalska fjölskyldu 3. október 1969. Hún ólst upp í sólskininu í Anaheim, Kaliforníu, ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum; Todd, Eric og litlu systur sinni Jill. Stóri bróðirinn Eric virtist vera fæddur tónlistarmaður, og foreldrar Gwen voru í þjóðlagahljómsveitinni Innertubes. Tónlistarsmekkur Gwen á æskuárum einkenndist af söngleikjum; Sound of Music og Annie voru í sérstöku uppáhaldi hjá henni þangað til að hún byrjaði í menntaskóla. Þá kynnti stóri bróðirinn Eric hana fyrir ska - hljómsveitinni Madness, en ska-tónlistin var í mikilli uppsveiflu í suður - Kaliforníu á þessum tíma. Eric Stefani stofnaði svo hljómsveitina No Doubt með vini sínum John Spencer árið 1986. Eric tókst að sannfæra Gwen um að syngja bakraddir með þeim. Gwen hefur sjálf sagt að allt líf hennar hafi breyst með tónlistinni. Áður var hún bara sautján ára stelpa, í sundliði skólans, ástfangin og með áform og draumóra um giftingu og barneignir. Á augabragði breyttist allt. Hún uppgötvaði að hún gat samið lög; hún hafði hæfileika og eitthvað að segja. Gwen tók sér pláss á sviðinu við hliðina á John Spence. Ári siðar var öll sveitin harmi slegin þegar John Spence framdi sjálfsmorð. Eftir stutta tilraun til að leggja hljómsveitina niður hittust þau aftur og Gwen tók við míkrófóninum þar sem hún hefur verið síðan. ÖLLUM TILFINNINGUM SAMBANDSSLITANNA HELLTI GWEN í PLÖTUNA - MEÐ SÖNG OG TEXTUM. VINSÆLASTA LAG PLÖTUNNAR, "DON'T SPEAK", ER EINMITT ORT TIL TONY Það var með þriðju plötu sveitarinnar, Tragic Kingdom, sem kom út 1995, sem No Doubt varð virkilega vinsæl. Eric Stefani hafði yfirgefið sveitina og snúið sér að störfum við The Simpsons og flosnað hafði upp úr ástarsambandi Gwen við bassaleikara sveitarinnar, Tony Kanal. Þau höfðu verið í föstu sambandi í sjö ár. Öllum tilfinningum sambandsslitanna hellti Gwen í plötuna - með söng og textum. Vinsælasta lag plötunnar, "Don't Speak", er einmitt ort til Tony. Annað lag af plötunni, "Just a Girl", lýsir viðbrögðum heimsins vel. Fjölmiðlar og aðdáendur virtust gleyma að No Doubt væri hljómsveit - Gwen var ekki bara andlit sveitarinnar, hún var orðin drottning. Það er á þessum tíma sem Gwen tekur sér stöðu ásamt öðrum tísku-fyrirmyndum. Þegar breytingar á hárlit Gwen vekja meira umtal en tónlistin reynir No Doubt að minna á að þau séu ennþá hljómsveit og ekki bara stelpa. En heimurinn hefur ákveðið sig og tekið Gwen í dýrlingatölu.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.