Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 32

Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 32
-\ Sunna Dís Másdóttir Áttundi mars síðastliðinn var alveg sérstakur dagur. V-dagur. Markmið V-dagssamtakanna er að binda endi á ofbeldi gegn konum um allan heim, og munu samtökin halda starfi sínu áfram þar til því markmiði er náð. í tengslum við V-daginn sýndi Ríkissjónvarpið þáttinn Mansal, eða Inhuman Traffic, sem fjallaði um flutninga á fólki milli Evrópulanda, og þá sérstaklega flutninga á konum í þeim tilgangi að selja þær í vændi. Þessi glæpastarfsemi er nú sú þriðja arðbærasta í heiminum, á eftir ólöglegri sölu á fíkniefnum og vopnum. Sitt finnst hverjum um vændi og kynlífsiðnaðinn í heild sinni. Undirrituð telur þó að þessi "elsta atvinnugrein kvenna" komi til af þörf til að lifa af. Ekki þörf karlmanna til að kaupa konur, heldur grundvallarþörf kvenna, eins og karlmanna, til að lifa af. Vændi er oftast eini kosturinn - í það minnsta er hann eini kosturinn sem þessar konur telja sig hafa. Stundum eru auglýsingar birtar í dagblöðum undir nafni ferðaskrifstofu sem ekki er til. Jafnvæl eru dæmi um að glæpamenn hafi sett upp bás á starfskynningum sem haldnar eru fyrir háskólanema. Þegar stúlkurnar hafa látið glepjast, og til glitrandi landsins er komið, eru þær læstar inni, brotnar niður andlega og líkamlega og neyddartil að stunda vændi. Laun fyrir þessa "elstu atvinnugrein" kvenna sjá stúlkurnar ekki. bindur enda á líf sitt með sama hætti og Danguole. Myndin er því í raun nokkurs konar tilgáta um hvernig líf Danguole hefði getað verið. Frásögnin vekur hryllilegan óhug, og veitir raunsæja innsýn í líf og örlög ungrar stúlku í hringiðu kynlífsiðnaðarins. í öðru lagi hefur myndin, eftir sorglega sigurgöngu sína um heiminn, verið notuð sem kennsluefni í tengslum við fræðslu um mansal. Og í þriðja lagi beinir hún sjónum að Svíþjóð, sem er einmitt ífremstu víglínu hvað viðkemur lagasetningum um kynlífsiðnaðinn. Margareta Winberg, þáverandi jafnréttisráðherra Svíþjóðar, fjallaði um sænska sérstöðu á ráðstefnu um verslun með konur í Washington 2003. Á meðan alþjóðleg umræða um vændi hefur helst snúist um konur hafa Svíar beint sjónum sínum að karlmönnum. ráðuneytinu, Utanríkisráðuneytinu, Jafnréttisstofnun og fulltrúum samtaka sem vinna að jafnrétti og kvenréttindum, s.s. Stígamótum. Það lá í augum uppi að vandamálið var einna minnst á íslandi sökum einangrunar og fámennrar þjóðar. Áherslan hér á landi var lögð á þann fjölda útlendra kvenna sem kemur til íslands á hverju ári til að starfa sem nektardansarar. Árið 1999 voru 1000 konur fluttar inn til starfa í þessum anga kynlífsiðnaðarins. Aðaltekjur nektardansstaða koma úr einkadönsum. í lokaskýrslu ofannefnds átaks kemur fram að í rannsóknarskýrslu um vændi, sem dómsmálaráðherra hafði frumkvæði að árið 2001, hafi verið sýnt fram á greinilega tengingu vændis við nektardansstaði. Ofannefndur þáttur lagði áherslu á kynlífsiðnað Evrópu. Sameinuðu þjóðirnar áætla að2-4milljónirmanna verði fórnarlömb mansals á hverju ári, og þar af 500 000 í Evrópu. 80% þessa fólks eru konur, og 70% þeirra eru seldar í kynlífsþrælkun. Hinn hlutinn stendur fyrir sölu í vinnuþrælkun sem og sölu líffæra. „Þegar stúlkurnar hafa látið glepjast, og til glitrandi landsins er komið, eru þær læstar inni, brotnar niður andlega og líkamlega og neyddar til að stunda vændi. Laun fyrir þessa "elstu atvinnugrein" kvenna sjá stúlkurnar ekki." í ársskýrslu Stígamóta, sem kynnt var á blaðamannafundi 8.mars siðastliðinn, kemur fram að vændismálum hafi fækkað á milli ára. Hér snýst talan um tvo til þrjá tugi fólks sem leitar sér hjálpar. Stigamótakonur segja hins vegar að vændi sé falið vandamál. Oft leitar fólk, í yfirgnæfandi meirihluta konur, sér hjálpar vegna sifjaspjalla eða misnotkunar í æsku. í viðtölum kemur svo seinna í Ijós að þær hafa einnig lent í vændi. Það er ástæða fyrir því að áhersla er lögð á Evrópu. Það voru ekki bara landamæri Austur-Evrópu sem var kollvarpað með hruni Sovíetríkjanna - fjárhagir þjóða lágu líka í valnum. Skipulögð glæpastarfsemi, t.d. með fíkniefni, blómstraði og ekki leið á löngu áður en glæpasamtök rönkuðu við sér. Þegar manneskjur lifa við bág kjör er ekkert eðlilegra en að gylltir loftkastalar skjóti upp kollinum í hugum þeirra; draumar um betra líf í öðru landi. Ameríka er ennþá hið gullna, fyrirheitna land en Vestur- Evrópa lokkar einnig. Glæpamennirnir nota mismunandi aðferðir til að lokka til sín stúlkur, en allar ganga þær út á að lofa gulli og grænum skógum, glitrandi framtíð og betra lífi. Oft næla þeir í stúlkurnar í gegnum kunningsskap og loforð um vinnu í framandi landi skólavisteða hjálp við að útvega ferðapappíra. 23. ágúst árið 2003 frumsýndi sænski leikstjórinn Lukas Moodyson nýjustu mynd sina, Lilja 4-ever. Kveikjan að myndinni var sjálfsmorð litháenskrar stúlku að nafni Danguole Rasalaite. Rúmlega þremur árum fyrir frumsýningu myndarinar hoppaði Danguole fram af brú í Malmö, í suður Svíþjóð. Hún dó nokkrum dögum síðar. Danguole var 16 ára þegar hún dó og hafði þá verið kynIífsþrælI í Svíþjóð í tvo mánuði. Án kaupenda er engin sala. 1. janúar 1999 var Svíþjóð fyrsta land í heimi til að gera kaup á kynlífi refsiverð. Þar með eru konur sem selja líkama sína ekki lengur glæpamennirnir. Þessi lög sýna afstöðu Svía; konur eru ekki hlutir og þess vegna ekki til sölu. Vændi er álitið vera ofbeldi karlmanna gagnvart konum. Að sjálfsögðu eru til undantekningar þar sem konur eru kaupendur - en þess vegna eru lögin heldur ekki kynbundin. Ástæðan fyrir því að minnast á þessa mynd er margþætt. Fyrst og fremst er myndin með þeim betri sem undirrituð hefur séð. Hún fjallar um stutt og sorglegt lífshlaup Lilyu, sem Sama kona, Margareta Winberg, tók árið 2001 frumkvæði að því að koma á laggirnar átaki gegn sölu á konum. Þáttakendur voru Eystrasaltslöndin og Norðurlöndin. Á árinu 2002 voru því settir saman hópar í hverju landi sem hrintu átakinu í framkvæmd. Á íslandi samanstóð hópurinn af fólki frá Dómsmálaráðuneytinu, Félagsmála- Eftir fyrstu sameiginlegu ráðstefnu ofannefnds átaks átti sér stað mikil umræða hér á landi um nektardansstaði og þá sérstaklega einkadansa. í lokaskýrslunni er talið líklegt að þessi umræða hafi átt mikinn hlut í því að Reykjavíkurborg og Akureyrarkaupstaður bönnuðu einkadansa árið 2003. í kjölfar átaksins, og sýningar myndarinnar Lilja 4-ever, var lagt fram frumvarp um breytingu á lagasetningu; að gera kaup á kynlífi ólögleg að sænskri fyrirmynd. Það var ekki samþykkt. Staðreyndin er sú að vændi er ekki atvinnugrein heldur orsakast oftar en ekki af misnotkun á konum, sem og örvæntingu kvenna sem sjá sér enga aðra vegi færa til að lifa af. Staðreyndin er sú að vændi er vandi - og það þarf að taka á honum. Staðreyndin er sú að vændi er til á íslandi og að hver sem er getur verið fórnarlamb. Við íslensku stelpurnar erum kannski í minni áhættu en systur okkar í austurríkjum Evrópu - en miðað við reynslu þeirra geturhversemersem lætursig dreyma um betra líf verið seldur í i Jcynlifsþrælkun. Og , + t , , .keyptur. i át t r ■ ■ fjjP * * T ■ ■ • I ^ É t r r i i -+ * * * T •fh*

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.