Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 46

Orðlaus - 01.03.2005, Blaðsíða 46
NÝTT ÚRRÆÐI GEGN ÁTRÖSKUN Átraskanir eru einn af mest áberandi sjúkdómum dagsins í dag. Nú eru að birtast erlendis fullt af nýjum meðferðum til þess að vinna á sjúkdómnum. Þar má nefna meðferðir eins og að elda saman og borða saman, dansmeðferð og veitingastaður sem stílar sérstaklega inn á fólk með átraskanir; allir réttirnir heita nöfnum eins og Happy, Free og svo framvegis. Hér á íslandi eru nýir möguleikar líka að líta dagsins Ijós og er Prisma miðstöðin enn af þeim. Texti: Linda Sigurjónsdóttir Mynd: Darri Sólveig Katrín Jónsdóttir er ein af stofnendum Prisma, sem er sjálfstætt starfandi miðstöð fyrir fólk með átraskanir. Miðstöðin var stofnuð 1. nóvember síðastliðinn og er hin fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Sólveig Katrín lauk meistaraprófi í listmeðferð á síðasta ári frá The Queen Margaret University í Edinborg. Hluta af náminu vann hún sem nemi í listmeðferð á deild fyrir átröskunarsjúklinga á einkaspítala í Glasgow. Sólveig Katrín er af mörgum betur þekkt sem fyrirsæta en hún hefur frá sextán ára aldri unnið samhliða námi við módelstörf víðs vegar um heiminn. L: Hvers vegna var Prisma stofnuð? S: Eftir að ég kom heim úr námi í fyrra hafði ég samband við Margréti Gísladóttur hjúkrunar- og fjölskyldufræðing sem annarri hæð við Hverfisgötu 4-6 og hófumst handa. L: Hverjir leita til ykkar? S: Það er bæði fólk sem þjáist af átröskunum og aðstandendur þeirra. Það er listaverk og það þarf enga sérstaka hæfileika. Þetta er bara hluti af tjáningu eins og að tala, brosa, gráta og allt annað sem við gerum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á myndlist, var alltaf Átröskun þekktist á 19. öld áöur en Ijósvakinn varö til. Þá voru stelpur til dæmis aö svelta sig í hel til aö komast hjá skyldum samfélagsins, svo sem aö giftast og eignast börn hefur lengi starfað með átröskunarsjúklingum á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans til að fá upplýsingar um þau meðferðarúrræði sem í boði eru fyrir fólk hér á landi. Ég hafði þá unnið í eitt ár á The Priory Hospital í Glasgow sem hluta af starfsnámi mínu á deild fyrir fólk með átröskun. Átröskun er vaxandi vandamál og þar af leiðandi vantar fleiri og fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir það fólk sem lendir í þessari aðstöðu. Skömmu síðar hafði Þórhildur Sveinsdóttir samband við Margréti á sömu forsendum en hún er sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi sem hefur kynnst uppbyggingu meðferðar fyrir átraskanir í Noregi. S: Eftir það gerðist allt frekar hratt, við hittumst og ákváðum að stofna þverfaglega miðstöð fyrir fólk með átröskun, fundum okkur húsnæði á fólk með lystarstol (anorexiu), lotugræðgi (búlimíu) og fólk í yfirþyngd.Ofáterlíkaátröskun. Við bjóðum upp á einstaklings- og hópmeðferðir. Það eru almennir meðferðarhópar, aðstandenda- og fjölskylduhópar og hópar fyrir fólk í yfirþyngd. Markmið Prismu er að veita stuðning, fræðslu og meðferð við átröskun. L: Hvað er listmeðferð og hvers vegna valdir þú hana? S: Listmeðferð er sjálfstætt meðferðarform sem vinnur að tjáningu tilfinninga, hugsana og upplifana í gegnum listræna tjáningu. Sköpun er manninum eðlislæg og í listmeðferð er verið að hvetja einstaklinga til að nota sköpunarþörfina til að vinna úr vandamálum. ( gegnum sköpunina endurspeglast oft innri barátta og aðrir ómeðvitaðir þættir hugans. Tilgangurinn er ekki að gera að teikna og mála þegar ég var yngri. Ég held ég hafi fyrst heyrt um listmeðferð í gegnum mömmu mína og fékk strax mikinn áhuga. Ég útskrifaðistfrá myndlistardeild Kennaraháskóla íslands og fór beint þaðan að læra listmeðferð í The Queen Margaret University í Edinborg. Helstu áhugamál mín eru listsköpun, tjáning og sálfræði, og listmeðferð samanstendur af þessum þáttum. L: Þekktir þú einhvern í Skotlandi þegar þú fórst út? S: Nei, ekki neinn. En ég mæli með því að læra úti. Þetta er ómetanlegur timi og maður kynnist svo mörgu fólki af ólíku þjóðerni. Ég var í skóla með fólki frá 13 mismunandi löndum, til dæmis Japan, Kína, Chile, Portúgal, Tékklandi, Grikklandi og meira að segja einni frá Nepal. Ég bjó ásamt einni stelpu og tveimur strákum. Þetta var ansi skrautlegt þarna hjá okkur og erfitt fyrir okkur stelpurnar að fá strákana til að hjálpa við þrifin. En við urðum öll góðir vinir og þetta var æðislegur tími. Núna þarf maður bara að fara í heimsreisu til að hitta alla aftur. L: Hvernig fannst þér að starfa sem fyrirsæta? S: Það var ágætt, ég er svo mikill sígauni í mér að ég fékk útrás fyrir að búa á ýmsum stöðum og ferðast. Sem mér þykir æðislegt Ég byrjaði í módelstörfum 16 ára þegar ég tók þátt í Elite-keppninni. Svo fór ég að vinna á Elite- skrifstofunni í London þegar ég var 18 ára. Ég tók mér smá frí frá náminu í F.B. og var í eitt og hálft ár úti. Frá London fór ég svo til Hamborgar og þaðan til Parísar. Eftir þ'að kom ég heim og kláraði stúdentinn og vann svo aðeins í Mílanó. Þetta var allt skemmtileg reynsla fyrir mig en þetta er skrítinn heimur. Öll þessi áhersla á ytra útlit og ytri veruleika. L:Hvað finnst þér um útlitsdýrkun nútímans? S: Mér finnst hún orðin frekar ýkt. Fólkfinnurfyrirrosalegum þrýstingi frá samfélaginu og fjölmiðlum að líta út á einhvern ákveðinn hátt. Þetta hefur áhrif á rosalega marga. Ég tel samt ekki að áhrif fjölmiðla einna og sér valdi átröskun hjá fólki þó þeir hjálpi ekki til. Átröskun þekktist á 19. öld áður en Ijósvakinn varð til. Þá voru stelpur til dæmis að svelta sig í hel til að komast hjá skyldum samfélagsins, svo sem að giftast og eignast börn. Sumar stúlknanna sem ég vann með í London voru rosalega uppteknar af mataræði sínu og borðuðu nánast ekki neitt til að falla inn í módelímyndina. Það er til rannsókn sem sýnir að allt að 80% kvenna séu óánægðar með líkamann á sér, þær þróa samt ekki allar með sér átröskun. Það er svo margt sem spilar inn í, léleg sjálfsmynd, óöryggi, áfall úr fortíðinni eða einhvers konar vanlíðan. L:Hvernig er lífið utan vinnunnar? S: Það er frábært. Auk þess að vinna í Prisma starfa ég líka á Landspítalanum og er að setja upp listmeðferð fyrir geðdeildina á Kleppi, en ég hef einmitt starfað á sumrin samhliða náminu. í frítíma mínum reyni ég að finna tima tilaðsinna myndlistinni, hlusta á tónlist og að dansa. Úti lærði ég afró, hérna heima hef ég lært magadans og bollýwood- dans. Auk þess finnst mér æðislegt eiga gæðastundir með vinum mínum. L: Hvaðan kemur nafnið, Prisma? S: Það stendur fyrir alla liti litrófsins sem eru eins ólíkir og fólkið sem til okkar leitar. Og svo vonumst við að sjálfsögðu að fólk fari að sjá heiminn aðeins litríkari með aukinni velliðan. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM ÁTRÖSKUN: Vissir þú að: Það deyja 12 sinnum fleiri af völdum lystarstols hjá stúlkum á aldrinum 15-24 ára en af nokkrum öðrum orsökum. Spegillinn.is hefur alls konar upplýsingar um lystarstol, lotugræðgi og meðferðarúrræði. Spegilinn.is var stofnaður til minningar um Gerði Björgu Sandholt sem lést af völdum átröskunar þann 6. júní árið 2002. Langvarandi sultur getur valdið beinþynningu og hjá þeim yngstu getur vöxtur á hæðina staðnað. Talið er að lotugræðgissjúklingar séu mun fleiri en vitað er um þar sem þetta er vel falinn sjúkdómur því ekki fari allir í undirþyngd. Einkenni átröskunar hafa fundist hjá börnum undir átta ára aldri. Heilinn getur minnkað eftir langvarandi næringarskort. Lotugræðgi eykur líkur á hjartaáfalli þar sem kalíumbirgðir líkamans eyðast. Endurtekin uppköst eyða glerungi á tönnum og nöglum. Til að fá upplýsingar um átröskun og meðferðarúrræði getur þú hringt í Sólveigu í síma 659 3463, Margréti hjúkrunar- og fjölskyldufræðing í síma 692 2299 og Þórhildi iðjuþjálfa í síma 895 6514. SKBÝTNAR FRETTIR EKKI ER ALLT SEM SYNIST Tilkynnt var til lögreglunnar í Hollandi um daginn að sést hafði til þriggja karlmanna leiða unga Ijóshærða konu inn bakdyramegin í sendiferðabíl. Karlmennirnir höfðu rétt náð að tjónka við konuna sem var handjárnuð, með bundið fyrir augu og munn, í netasokkabuxum og vaggandi á háum hælum. Lögreglan var ekki lengi að taka við sér, talið var að um mannrán væri að ræða og ræst út þyrla, mótórhjól og bílar til að elta sendiferðabílinn um alla borg. Eltingaleikurinn endaði á þvi að 22 lögregluþjónar höfðu umkringt bilinn, á landi og i lofti, og út komu tveir hálf naktir karlmenn sem var um leið skipað að leggjast á jörðina með hendur fyrir aftan bak. Þegar konunni hafði síðan verið náð út og losað var um muninn á henni kom hún lögreglunni heldur betur á óvart. Hún byrjaði að öskra á þá að þeir höfðu eyðilagt allt og það hefði tekið marga mánuði að skipuleggja þetta. Karlmönnunum þremur var sleppt þar sem þetta var kynlífsfantasía sem fórnarlambið tók sjálft þátt í en henni var þó ráðlagt að láta ræna sér í heimahúsi næst. í MÁL ÚT AF ERÓTÍSKUM SMÁKÖKUM Belgísk kona er farin í mál við bakarí sem á Valentínusardaginn ákvað að selja litlar erótískar marsipan fígúrur. Hún vildi meina að kökurnar, sem sýndu kynferðislegar stellingar, ættu ekki heima í glugga bakarans. Bakarinn hélt því þó fram að þetta væri einungis gert í gríni, því þær sýndu engin kynfæri, og að fólk hefði bara farið að hlægja þegar það sá kökurnar og keypt þær handa elskunni sinni. Konan, sem býr í nágrenni við bakaríið, var ekki sammála þessu og fannst gluggasýningin vera að ota klámi að börnum. BUIN AÐ VERA HEIMA HJÁ SÉR I 15 ÁR Rúmensk kona segist hafa verið heima hjá sér i 15 ár eða frá því að maðurinn hennar var fangelsaður. Maðurinn hennar afplánar 30 ára dóm fyrir morð og lofaði hún, Mariana Schuster, honum því að vera honum trú á meðan hann afplánaði dóm sinn. Hann fékk hana til að skrifa undir samning þess efnis að hún skildi ekki fara út úr húsi því hann héldi að hún yrði honum ótrú. Mariana segist þó ekki vera einmana þvi systir eiginmanns hennar hugsi vel um hana. RÆNINGI ENDAR Á RÖNGUM STAÐ 26 ára japanskur karlmaður vopnaður hnifi braust heldur betur inn á vitlausan stað á dögunum. Hann braust inn á heimavist lögreglumanna og í stað þess að fá peninginn sem hann heimtaði þá var hann umkringdur lögreglumönnum. Sá handtekni sagðist hafa verið sama hvað hann væri að fara að ræna en aldrei grunað að hann myndi enda þarna!!! SÖLUMAÐUR DAUÐANS? Rússneskur karlmaður, eigandi skotvopnaverslunar, skaut sjálfan sig í hausinn í miðri söluræðu. Maðurinn var á spjalli við kúnna og í gríni miðar hann byssu að hausnum á sér og hleypir af. Hann hafði því miður gleymt þvi að byssan var hlaðin og var fluttur með hraði á næsta spítala með alvarlega áverka, en lifði þó af. Bruce Willis greindi frá því i viðtali við Good Morning America á ABC að hann yfirheyrði og hótaði kærustum dóttur hans lífláti. Hann sagði að í hvert skipti sem dótturin væri á leiðinni á stefnumót þá spyrði hann snáða í þaulana þangað til hann væri farinn að svitna og skjálfa og því næst hótaði hann þeim lífláti i grini ef þeir myndu gera henni mein. Þetta sagðist hann gera til að koma dótturinni í skilning um hvað 16 ára strákar séu að hugsa og að hann vildi fá hana heim í sama ástandi og hún færi út úr húsi ...

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.