Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 4
Ég var á gangi um götur Vínarborgar um daginn þegar ég var spurð að því hvort að ég myndi vilja fara nokkur ár aftur í tímann, gæfist mér kostur á því, og endurupplifa síðustu ár. Með tímaflakkinu gæti ég fengið að byrja upp á nýtt, gera hlutina öðruvísi og skapa mér breytta framtíð. Djöfulli væri það nú freistandi, hugsaði ég með mér um leið og ég hoppaði yfir götuna. Verða kannski aftur 19 ára, um það bil að skríða úr menntaskóla og ekki búin að klúðra hinu og þessu. Já, það er vissulega margt sem ég hefði gert öðruvísi, sagði ég við sjálfa mig. Það er svo margt sem ég sé eftir að hafa gert og ennþá fleira sem ég sé eftir að hafa ekki gert. Ég vildi til dæmis oft óska að ég hefði tekið fleiri áhættur í gegnum árin og ekki alltaf verið hrædd við að taka því óþekkta. Mikið vildi ég líka að ég gæti tekið til baka stóran hluta af því sem ég hef misst út úr mér eða talað þegar það átti við. Ef ég fengi annað tækifæri myndi ég ekki vísvitandi hafa þagað í öll þessi skipti vitandi að þögnin mín væri meira særandi en nokkuð sem ég hefði getað sagt. Endalausar minningar komu upp í hausinn á mér á meðan ég gekk meðfram gangstéttinni og til þess að gera langa sögu stutta þá var ég búin að endurskipuleggja ævina áður en ég náði að næstu gatnamótum. Ég hef nefnilega verið mikill fíkill í fortíðina eins og svo margt annað um ævina. Sem fortíðarfíkill hef ég dópað mig upp af gömlum minningum sem afbakast í vímunni, því að endirinn verður mér yfirleitt alltaf í hag. Þessar hugsanir mínar eru yfirleitt mjög óraunsæjar og tengjast raunverulegum atvikum kannski bara að örlitlu leyti. Ég held að flestir kannist við það sem ég er að meina. Eftirsjá er mannleg tilfinning, við höldum í það sem er farið og þráum það sem aldrei varð. En hvað getur maður í rauninni gert mínútum, vikum eða árum seinna? Ekkert! Nákvæmlega ekki neittl! Það er ekki hægt að snúa klukkunni til baka. Það er ekki hægt að éta upp orðin sem maður hefur sagt og það er ekki hægt að búa til neðanmálsgreinar við liðna atburði. Ef maður virkilega trúir því að slíkt sé möguleiki þá er alveg eins gott að breiða sængina bara yfir haus og láta draumana bera mann aftur í tímann, slökkva Ijósin og vona að maður vakni ekkert aftur. Eftir að hafa hugsað spurninguna vandlega varð ég því að svara henni neitandi þar sem tímaflakkið hefði ekki breytt neinu í rauninni. Ég hefði örugglega tekið sömu ákvarðanirnar þó að mér gæfist nýtt tækifæri til að skrifa ævisöguna. Það segir að minnsta kosti enginn að þær hefðu verið nokkru betri. Ég hefði örugglega sagt það sama, kannski orðað það öðruvísi. Ég hefði án efa þagað á vitlausum augnablikum og snúið við á sama staðnum af ótta við sömu höfnunina. Hversu mikið getur maður líka sagst sjá eftir þeim ákvörðunum sem maður hefur tekið um ævina ef maður heldur áfram að taka þær sömu aftur og aftur og aftur? Lífið er auk þess allt of stutt til þess að vera að eyða því í að sjá eftir hlutunum og horfa til baka. Við ættum frekar að taka þessa sérkennilegu tilfinningu og nýta hana á öfugan hátt. Nýta hana með því að njóta dagsins í dag og læsa fortíðina ofaní skúffu. "So take this world and shake it ... Come squeeze and suck the day ... Come carpe diem baby!" eins og (slandsvinurinn syngur. Þegar ég hljóp niður í metróinn ákvað ég því að setja mér nýtt lífsmottó. Nýja mottóið mitt er að hætta að hugsa um það sem búið er að gerast eða gerðist ekki síðustu ár. Hætta að búa til ævintýraleg endalok við sögum sem ég þorði aldrei að vera persóna í. Ég ætla að njóta þess hvað lífið getur verið yndislega ómerkilegt og hugsa um daginn í dag sem merkisdag, lausan við eftirsjá og óraunhæf endalok. Gamalt er gleymt! sagði ég við sjálfa mig, hoppaði upp í lestina og lét hana bruna með mig áfram. Steinunn Jakobsdóttir Orðlaus - apríl 2005 10 Quiz - Ertu kvikmyndamógúll? 12 Survival of the Flottest 38-39 Tískuþáttur Aktíf - Kringlunni Umsj'ón: Kristín Soffía Ljósmyndari: Gúndi Förðun: Sóley frá MAC Hár: Helga Módel: Sólveig og Sara Þakkir Prikið 46-47 Ólifnaður íslendinga 8 Viðtal - Jeff Who 18 Síðasti Móhíkaninn 22 Tíska - Steldu Stílnum 26 Tónlist - Tónlistarfárið 2005 28-29 Viðtal 32 Stjórnmál - 34-35 Saga Tískunnar - Jón Sæmundur hjá Dead og Andrea hjá Júníform Áhrifamenn okkar tíma 51 Viðtal - Donna Mess 54 Stjörnuspá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.