Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 8

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 8
Ég átti að hitta reykvísku diskórokkhljómsveitina Jeff Who? á fimmtudagseftirmiðdegi, góðir strákar og myndarlegir, suma þeirra kannaðist ég meira að segja við áður en við hittumst og þessvegna gátum við sleppt vandræðalegum kynningum - sem einkenna oft svona viðtöl - þegar við ætluðum að byrja en ég krafðist þess samt að við tækjum þær upp því ég er hræddur við að brjóta hefðina og kanna slóðir hins ókunna, varpa viðtalinu á vit vitleysu og vonleysis (eða: Hvað er að gerast núna?). Mæting Jeff Who? manna var betri en gengur og gerist í almennum hljómsveitarspjöllum (enda ungir drengir rómaðir fyrir kurteislega, en fucking æsta spilamennsku sem lætur dansbeinin víbra og kollinn kínkast) og því þurfti Orðlaus að hefja leikinn á dónaskap. -Sælir strákar. Ég átti ekki von á ykkur svona mörgum í þetta viðtal. Það er gaman að sjá að þið hafið allir áhuga á fjölmiðlun, en ég held það verði best að við þykjumst að það hafi bara verið tveir ykkar í viðtalinu - þið megið ráða hverjir. Það er auðveldara að skrifa þetta þannig og þá verður textinn líka fallegri. Eg get gefið ykkur bjór í staðinn, Steinunn ritstýra virðist ekki enn búin að missa trúna á mér. Er það í lagi? gefur þannig til kynna hvernig takturinn í laginu ætti að vera. Út úr því fáum við svo eitthvað bít, sem við byggjum lögin á og skreytum, dansinn og partýið er fyrir öllu. Okkur þykir raunar leiðinlegt hvað það er lítil dansstemming á íslenkum tónleikum, þegar við höfum komið fram hefur í mesta lagi einhver fullur sjóari tekið nokkur spor. íslendingar ættu að hætta vera svona feimnir og læra að sleppa sér aðeins á tónleikum, dansa, syngja, klappa með og svona. Það er ekkert sem segir að maður þurfi „Okkur þykir raunar leiðinlegt hvað það er lítil dansstemming á íslenkum tónleikum, þegar við höfum komið fram hefur í mesta lagi einhver fullur sjóari tekið nokkur spor." „Já, blessaður. Það á sennilega bara eftir að verða Elli sem talar hvort eð er. Já og takk fyrir bjórinn. Eigum við að gera þessa kynningu núna? Ég er semsagt Bjarni Hall (eða Baddi), söngvari, og þetta er Elli, sem spilar á bassa (hann er líka á gítar í Ghostigital [það er semsagt gaurinn með toppinnj). Þeir sem eru í þykjustunni ekki hérna eru Tobbi (hann leikur á synta og píanó) og Ásgeir (á gítar). Svo er það hann Þormóður á trommurnar [sá er líka í hinni mikilfenglegu Skakkamanage], en hann er hvorki hérna í þykjustunni né raunveruleikanum." -Næs. Góðir og myndarlegir menn allir saman. Ryðjum þessu venjulega hljómsveitaviðtalastöffi úr veginum, hvernig rokk rokkiði, undir áhrifum frá hverjum, hvað er hljómsveitin gömul, af hverju heitir hún Jeff Who?, etc. Fólk hefur mikinn áhuga á því að lesa svoleiðis. Allt mjög mikilvægt. „Já. Ætli við spilum ekki einhverskonar diskórokk. Stuðtónlist. Það sem lætur hausinn á okkur bobba og fæturna hreyfa sig. Lagasmíðarnar fara flestar fram á æfingum, við tökum kannski smá bjór með okkur í húsnæðið, spilum rokk og erum þá um leið að gíra okkur upp fyrir kvöldið. Koma okkur í stuð og gott skap. Það er eiginlega andinn sem við erum að leita að; partý og skemmtilegheit. Ef þessi tónlist dugir til að koma okkur í gott skap fyrir kvöldið, þá ætti hún að geta haft samskonar áhrif á aðra. Við vonum það allavega... ...Lögin verða yfirleitt til með þeim hætti að Baddi dansar aðeins fyrir okkur og að standa íhugull á svip úti í sal þegar rokkhljómsveit spilar lögin sín. Það er fáránlegt... ...Við byrjuðum að spila saman fyrir um ári síðan, bara upp á vinskap og partýgaman. Hljómsveitin hefur verið til í svona hálft ár í þeirri mynd sem hún er núna, fyrsta opinbera framkoman okkar var á Ellefunni á lceland Airwaves. Við höfum alltaf lagt upp með þetta, hafa bara gaman, skemmta sjálfum okkur og vonandi þeim sem koma til að hlusta á okkur. Það er engin hugmyndafræði umfram hana, við látum pólitíkusum algjörlega eftir að vasast í pólitík... ...Áhrifavaldar okkar og átrúnaðargoð eru af ýmsu tagi, en óhætt er að segja að ELO, með hinn mikilfenglega Jeff Lynne í fararbroddi, spili þar stóra rullu hjá okkur flestum. Jeff Lynne er algjör snillingur, maður, hann skipar sér hæglega í flokk með stórmeisturum eins og John Lennon og fleirum. ELO er sárlega vanmetin hljómsveit. Talandi um John Lennon, þá eru Bítlarnir líka alltaf klassík." -En nafnið? Þetta er flott nafn, hvernig datt ykkur það í hug? Og eru hljómsveitarmeðlimir á lausu? Nú eruð þið allir áberandi myndarlegir... „Já, nafnið. Jeff Who? er sko ákveðið tribjút við uppáhalds... Heyrðu. Eigum við ekki bara að segja honum hvernig þetta var í alvörunni? OK, semsagt, við lentum í þessari hefðbundnu hljómsveitarnafnakrísu og vorum lengi vel nafnlausir. Svo vorum við Mynd: Gúndi „ ... auðheyrt að væntanleg tíulaga breiðskífa Jeff Who? ... á eftir að vera mikill fengur fyrir partý-og tónlistarþyrsta íslendinga. Þegar hérna er komið við sögu er fulltrúi Orðlauss gersamlega búinn að tapa sér í töfrandi takti Jeff Who? (og mögnuðu píanósólói!) og löngu búinn að gleyma hverju hann var eiginlega að spyrja að." einhverntíman að lesa grein í einhverju gítarblaði sem hafði fyrirsögnina „Jeff Who?" og okkur fannst það mjög fyndið af einhverjum ástæðum, sérstaklega þar sem maður var engu nær um hver þessi Jeffvareftiraðhafa lesið greinina. Þetta varð síðan einhvernveginn ofaná þegar kom að því að velja sveitinni nafn... ...Tveir okkar (Baddi og Ásgeir) eru í föstum langtímasamböndum, en við hinir erum allir á lausu og bara nokk ánægðir með það. Maður er samt alltaf að leita..." -Hvað finnst svo Jeff Who? um femínista og femínisma almennt? Er til kollektíf hljómsveitarskoðun á þessum fyrirbærum? [Þessi spurning kallar á ákveðið ráðstefnuhald meðal hljómsveitarinnar, þannig að Orðlaus slekkur á upptökunni um stundarsakir. Á meðan fær fulltrúi blaðsins að hlýða á afrakstur ný-afstaðinna upptökusessjona hijómsveitarinnar í Sundlaugarveri þeirra Sigur Rósarmanna [„...hann Biggi Sundlaugarvörður hefur verið að taka okkur upp og komið sérstaklega vel fram við okkur. Við skuldum honum miklar þakkir."]. Hljómar sérstaklega vel og auðheyrt að væntanleg tíulaga breiðskífa Jeff Who? (sem hefur skv. þeim ekki enn hlotið útgefanda, þrátt fyrir að ýmsar viðræður séu í gangi) á eftir að vera mikill fengur fyrir partý-og tónlistarþyrsta íslendinga. Þegar hérna er komið við sögu er fulltrúi Orðlauss gersamlega búinn að tapa sér í töfrandi takti Jeff Who? (og mögnuðu píanósólói!) og löngu búinn að gleyma hverju hann var eiginlega að spyrja að. Þá er bankað á öxl hans og hedfónarnir rifnir af með því sama...]. „Hæ. Heyrðu. Þetta var rosaleg spurning maður. Við erum allir mjög mjög hlynntir jafnrétti og femínisma, engin spurning. Þetta er hinsvegar ákveðið jarðsprengjusvæði að fara inná og þó svo við höfum mikla samúð með málstað þeirra, þá getum viðekki tekið undir allar birtingarmyndir kvennabaráttunnar. Eins og þessar aðgerðir með að líma miða á öll bOGb blöðin þarna um daginn, ég meina, stelpurnar sem sitja fyrir í þeim eru örugglega stoltar af sínu og skammast sín ekkert fyrir það. Það er verið að gera dálítið lítið úr þeim með þessum hætti, eins og það vanti meira umburðarlyndi í suma femínista. En það er svosum útúrdúr, málið er að sá sem er ekki hlynntur jafnrétti allra manneskja, þar með talið kynjanna, er greinilega bara fáviti sem hefur ekki hugsað hlutina til enda..." Og þó þetta verði að vera lokaorð þessa prentaða spjalls við Jeff Who? eru það sannarlega ekki þau síðustu sem fóru okkar á milli, enda um margt að ræða þegar svona ráðvandir og hressir ungir menn hittast yfir ölkollu á fallegum fimmtudagseftirmiðdegi. Og margt að segja um kvennabaráttu, ballhljómsveitir („...Þær eru fínar, en hvað er það sem segir að venjulegar rokkhljómsveitir geti ekki spilað á balli?..."), ríkisstjórnina og Almennt Ástand Mála. Þau orð verða hinsvegar hvergi birt nema í hinni stóru bók Guðs, sem hann notar til þess að halda tölu yfir alla mannanna gjörðir og mun á endanum dæma þá með. -hauxotron@hotmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.