Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 12

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 12
VIÐ MÆLUM MEÐ... Fríðindum Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að Hive býður netnotendum meðal annars upp á frítt, ótakmarkað niðurhal sem við mælum með að allir fái sér. Ekki nóg með það heldur eru tengingarnar þeirra margfalt hraðari en hjá öðrum og því er tvöfaldur ávinningur í því að fá sér Hive. Vertu nethæf og fáðu þér Hive ... þú getur ekki annað en grætt! Pepsi Max Pepsi max er eini alvöru sykurlausi drykkurinn. Það er tími til kominn að henda samviskubitinu út um gluggann og fá sér Pepsi Max. Betra bragð, færri kaloríur og enginn sykur, er hægt að biðja um meira? Við mælum með því að allir skipti út sæta gosinu fyrir Pepsi Max og haldi línunum í leiðinni. Jæja jæja, hið mikla svartnætti sem lá yfir tilveru minni um daginn hefur hopað fyrir rísandi sól og aukinni væntingavísitölu. Skrýtið hvað allt getur breyst með bara einum sleik, smá sól og einni flensu. Ég átti eftir að ná að klára vísindaferðina þar sem ég var gráti næst og nær komin með búlimíu sökum endurtekinna uppkasta sem orsökuðust af stórfelldum og síendurteknum aulahrolli. ... þegar þér hentar Tíu Ellefu Það er ekkert betra en að skella sér í 10-11 í hádegishléinu í sumar og setjast síðan út í góða veðrið. Þú nýtur ekki bara sólarinnar á meðan þú gæðir þér á salatboxi, súpu, samloku eða einhverjum af þeim fljótlegu réttum sem 10-11 bjóða upp á, heldur sparar þú líka peninga því það er mun ódýrara að versla í 10- 11 en að vera sífellt úti að borða. Þannig slærðu tvær flugur í einu höggi, verður brún og sælleg og sparar. Kea Skyr í prófunum ættu allir að fá sér eina skyrdollu á dag. Það kannast allir við orkuleysið og þreytuna sem hellist yfir mann í miðjum lestrinum en oftar en ekki er ástæðan næringarleysi. Skyr gefur þér góða orku og nóg af prótínum sem eru nauðsynleg fyrir alla sem vilja standa sig vel í prófunum. Ég var sem sagt á gangi með dæma- kennaranum mínum (a.k.a. tussu viðbjóði og horgaur) etir að við þurftum að hverfa úr vísindaferð sökum skrílsláta. Við fórum í smá leiðast- kyssast-kela og ég var bara í góðum gír. Þegar við erum að nálgast bæinn þá hringir síminn hans og hann: "Hæ elskan ... Já það er stutt í mig ... Nei lenti bara í smá veseni ... nei nei ég losa mig út úr því, þú veist hvernig þessir nemendur geta verið ... já ... já ... og alkóhól fara mjög illa saman þá leit ég út fyrir að vera móðursjúk og ástsjúk fyllibytta. Loksins var konan hans mætt á bílnum og hann sendi henni þreytu-ég er að koma-vinkið og hún brosti fallega til hans. Svo ýtti hann mér í burtu og settist upp í bílinn. Það fauk í mig, hann var búinn að vera í keleríi og sleik við mig í tvo klukkutíma á undan og var greinilega það mikill sikkópati að það truflaði hann ekkert! Þannig að ég henti með bólur í hvirflinum reyndi að bjóða mér út, var mér farið að líða betur. Það var allavega ekki öll von úti og ég ákvað að taka hann mér til fyrirmyndar og verða bjartsýnni. Þannig að í staðinn fyrir að leggjast í þunglyndi og fitusöfnun ákvað ég að fara bara í skólann og láta sem ekkert væri ... það eru fjórir dagar síðan og það hefur enn enginn talað við mig og samt virðast allir vera að tala um mig, ennþá! „Þannig að ég henti mér upp á húddið og öskraði til hennar stutta útgáfu af kvöldinu og leit þá fyrst út fyrir að vera geðsjúk og eina sem gerðist var að hann rauk út, henti mér af bílnum þannig að ég meiddi mig." ég er á Hofsvallagötu ... elska þig líka." Ég gjörsamlega missti andlitið og var samt innst inni að vona að þetta væri mamma hans. Hann leit síðan á mig með svona föðurlegu skíthæla plebbabrosi, strauk á mér kinnina og sagði að ef hann væri ekki giftur þá myndi ég vera "stúlkan hans" (gæsahúð, flökurt, oj plebbi). Svo kyssti hann mig á ennið og bað mig um að láta mig hverfa áður en konan hans kæmi að sækja hann. Ég var svo reið að ég fór að hrauna yfir hann og þar sem ég var full þá var þetta ekkert kúl og í minni tilraun til að láta ekki valta yfir mig þá gróf ég eiginlega bara mína eigin gröf. Hann fór þá bara að vera svona umhyggjusamur og segjast ekki vilja særa mig blaaaaaa og var ekki að skilja að ég var bara reið yfir hans framkomu, ekki út af því að ég væri ástfangin. En þar sem kúlheit, röksemi mér upp á húddið og öskraði til hennar stutta útgáfu af kvöldinu og leit þá fyrst út fyrir að vera geðsjúk og eina sem gerðist var að hann rauk út, henti mér af bílnum þannig að ég meiddi mig. Síðan fór hann aftur inn i bíl og þau keyrðu í burtu. Mér hafði aldrei liðið jafn illa á ævinni og það varð verra þegar ég sá að tveir samnemendur mínir voru að labba upp götuna og höfðu séð þetta allt. Ég hringdi á leigubíl og fór heim grenjandi og tók lengstu nauðgunarsturtu sem sögur fara af. En eftir tveggja daga gagngera sjálfsvorkunn ákvað ég að nú væri nóg komið og að ég þyrfti greinilega að fara að leggjast inn á Klepp og hugsa minn gang, annað gengi hreinlega ekki. Eftir fjögurra pylsu sundferð með Hildi, þar sem einhver aftanfeitur vatnspungur Ennnnnnnnn ... þá eruð þið ábyggilega farin að velta því fyrir ykkur af hverju í fjandanum ég sé svona ánægð með lífið þar sem það samanstendur eingöngu af því að láta einhverja lúða leggja mig í einelti og aftanfeitum bjartsýnum mönnum með standpínu. Jú ég er nefnilega skotin i strák og í fyrsta skipti á ævinni hef ég ákveðið að reyna að halda geðheilsu og fokka þessu ekki upp með því að breytast í geðsjúkan stokker kjæk. Þannig að ég hugsa ekkert um hann, nema þegar ég er að hugsa um að hugsa ekki um hann. Ég hef ekki hugmynd um það hvernig brúðarkjóllinn minn ætti að líta út og það sem meira er þá ætla ég að halda þessum aðeins út af fyrir mig ... svona til að byrja með. Get samt sagt að ég fór í sleik og hann var næææææss. Vala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.