Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 18

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 18
fiorl•** „PonKararmr voru oorn voru að reykja sína frið gerðu sér grein fyrir að var kjaftæði og frið hvergi að finna SIÐASTI MOHIKANINN SAGA STÍLFLOKKA FRÁ MODURUM TIL HIP-HOPPARA 2. HLUTI - PÖNKIÐ Texti: Sæunn Huld Eg held að það séu nokkrir móhíkanar eftir, ég sá einn þann síðasta á vappi í Soho um daginn ... og hann leit út fyrir að vera alveg ekta pönkari með hanakamb. Ekki svona metrosexúal Becham kamb, heldur alvöru, skotheldan og oddhvassan sem haldið er uppi með súperglúi og skipalakki. UR«T ttCMt. Sá sem skartaði honum var líklega hent út úr tímavél, sem hann hefur stigið upp í á silfur valdaafmæli Elísabetar Bretadrottningar árið 1976 og komið svo út tæpum 30 árum seinna, í tæka tíð fyrir brúðkaup Camillu og Karls. Það eina sem truflaði þessa nákvæmu stíliseringu var stórt spjald sem viðkomandi hélt á og benti vegfarendum á hvert ætti að fara ef þeir vildu næla sér í sértilboð á skyndibita. Annað sem áhugavert var að viðkomandi pönkari var líklega ekki fæddur þegar þessi stíll tröllreið Bretlandseyjum og dreifði sér svo þaðan um heimsbyggðina. Ef negla á niður upphaf pönksins í tíma og rúmi þá myndu flestir benda á London árið 1976. Þó voru svipaðir hlutir að gerast samtímis og fyrr í tónlist og fatastíl í New York. En breska útgáfan af pönkinu varð mun aggresífari og náði meiri útbreiðslu. Menningar- frömuðurinn Malcolm McLaren, fyrrverandi eiginmaður pönk- d rottn i n g a ri n n a r Vivian Westwood, hefur oft (ásamt Westwood) verið nefndur skapari pönksins. Saman ráku þau verslun á enda Kings rd. (worlds end) sem kallaðist ýmsum nöfnum, þar á meðal Too Fast to Live, Too Young to Dieog SEX. McLaren tóktónlistina og stílinn frá New York þar sem hann hafði meðal annars verið umbi fyrir hina goðsagnakenndu hljómsveit New York Dolls. Þegar sú hljómsveit lagði upp laupana árið 1975 pakkaði hann saman og fór aftur til Bretlands með stolinn gítar frá the Dolls í farteskinu. Hann stofnaði/ bjó til Sex Pistols og gaf Steve Jones gítarinn í þeirri trú að menningarlegur þjófnaður væri rokktónlist nauðsynlegur og að arfleifð amerísks pönk-rokks yrði þannig komið til Bretlands. Það mætti kannski gefa þeirri hugmynd smá svigrúm að Sex Pistols er í raun og veru ekkert annað en snilldarlega markaðssett "boyband". Það eru líka margir sem trúa því að pönkið sé afkvæmi eymdar og reiði unglinga úr verkamannastétt, en það ku ekki vera allskostar rétt. Frumkvöðlar pönksins sem stíls og hugmyndastefnu voru að stóruleitimillistéttardekurbörn, alin upp í úthverfum en ekki bæjarablokkum. Neikvæð umfjöllun í æsifréttablöðum varð þess valdandi að stíllinn breyddist um eins og sinueldur og var ættleiddur af fátækum, frústreröðum unglingum sem margir hverjir áttu enga framtíð (no future, slagorð pönksins). Pönkið er líka stórmerkilegur stíll að því leyti að í fyrsta sinn eru stelpur mjög sýnilegar og virkir þátttakendur í upphafi sköpunar, en ekki bara puntudúkkur eða fylgjendur. En ef maður veltir fyrir sér hvers vegna pönkið náði svona góðum hljómgrunni á svo stuttum tíma er vert að skoða þann jarðveg sem það spratt upp úr. Þó svo að fatastílar séu kannski ekki lausn á einhverjum þjóðfélagsvandamálum eða menningarárekstrum þá er hægt að lesa út úr þeim tíðaranda þess tímabils sem þeir spretta upp á. ÁBretlandiríktivonleysisástand, atvinnuleysi hafði ekki verið meira síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og stefna stjórnvalda var að gera út af við marga bæi. Pönkararnir voru börn hippanna sem enn voru að reykja sína friðarpípu þó að allir gerðu sér grein fyrir að öld vatnsberans var kjaftæði og frið hvergi að finna. Ungdómurinn átti sér einfaldlega ekki málpípu í svokallaðri unglingamenningu. Steingelt diskó og glamrokk spilað af miðaldra poppurum trónaði á toppi vinsældarlista. Andsvarið hlaut því að verða hart. í stað handsaumaðra náttúrulitaðra víðra mussna komu svartir rifnir bolir, gaddaólar og latex. Á móti mjúku síðu hári spruttu upp skærlitaðir kambar og harðhausahár. Nú til dags þegar flipp og gaddar eru hluti af daglegu brauði er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu ógnvekjandi múnderingar pönkaranna þóttu. Sem dæmi get ég sagt sögu sem ég heyrði frá Jane litunarsérfræðingi í Vidal Sassoon hárgreiðsluskólanum. Um miðbik sjöunda áratugar vann hún sem litunarmeistari í einni af fínu stofum Sassoon. Einn daginn birtist pönkari í dyrunum og spurði hvort hún gæti litað hárið á sér grænt! Ótti fór sem alda um viðskiptavinina og varð því að vísa manninum á dyr. Jane náði þó að fræða piltinn um hvar hann gæti haft upp á hárlitunarefnum og gat gefið honum nokkur góð ráð (kaupa gúmmíhanska og setja vaselín við hárrótina). Nokkrum vikum seinna á leiðinni heim úr vinnu rakst hún á hóp pönkara sem allir skörtuðu ótrúlega litríkum greiðslum, á meðal þeirra var pilturinn með græna kambinn. Hann hrópaði uppyfir sig af gleði þegar hann sá hana og sagði hópnum að hún væri sú sem bent hefði á litina. Upp hófst mikil gleði og spjall um mismunandi hárlitunarblöndur og litunaraðferðir. Mitt í þessum faglegu samræðum heyrðust lögreglusírenur og áður en þau vissu af voru þau umkringd af sérsveitarmönnum sem beindu að þeim byssum og bentu þeim að leggjast á jörðina! Einhver hafði þá rekið augun í fundinn, dregiðþáályktunaðpönkararnir væru að ræna, rupla og steikja hárgreiðslukonuna og hringt á lögregluna, sem auðvitað þótti þetta skynsamlega ályktað. Við íslendingar státuðum af stórum hóp pönkara sem héldu til á Hlemmi og af þeim fóru svakalegar sögur. Börn og gamalmenni voguðu sér vart inn á Hlemm í heilan áratug sökum ótta við þann skríl sem þar hafði lögheimili. Það eru enn nokkrir pönkarar frá þeim tíma sem sjást á götum Reykjavíkur, t.d. Frikki pönkari og Bjarni móhíkani og bera þeir stílinn með sannindum og þokka. Ótrúlegt hvað við erum orðin umburðarlynd og hvað normið breytist. Þegar ég var að umbreytast í ungling dreymdi mig um að eiga gaddabelti og fór þess á leit við foreldra mína að ég fengi að fjárfesta í slíkum grip. Þótti það af og frá, en að skarta því hefði verið það sama og að segja að ég væri vandræðabarn frá upptökuheimili (sem ekki var satt). Ég man þó eftir að hafa keypt beltið, faldi það bara og setti upp þegar foreldrarnir sáu ekki til. í jólaboðinu í ár voru litlu frændur mínir (4 og 7 ára) báðir með gaddaólarl! Og mömmu fannst þeir alger krútt. Svo núna um daginn kom litli bróðir minn heim og rak seinasta naglann í pönkkistuna þegar hann gaf 5 ára dóttur sinni Pönk Bratz!!!!! Kannski það sé endanleg sönnun þess að síðasti móhíkaninn sé dauður og jarðarförin verði auglýst síðar. Sá sem ég sá í London var bara leikari klæddur í búning. Ennnnnn .... ég sá svolítið annað þennan dag í Undergroundinu ... held að það sé ný tegund af móhíkana og ótrúlegt en satt þá sýndist mér þetta vera fyrsta unglingahreyfingin þar sem stelpur eru í aðalhlutverki. Og þær eru sko ekki með bert á milli laga, óneii, þær eru huldar bak við blæjur. Ég held að burka sé hinn nýi móhíkani ... ... framhald í næsta blaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.