Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 29

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 29
s- DEAD UM SKÓLABÚNINGA Jón Sæmundur: Hvað finnst þér um skólabúninga? Andrea: Hmmm ... ég veit það ekki, ég sjálf myndi vera rosalega leið yfir því að þurfa að vera í sama dressinu alla daga. En þetta er kannski sniðugt að mörgu leyti þar sem það á ekki að vera að mismuna börnum og þannig. Jón Sæmundur: Spila inná fjárhag foreldranna, nýjustu merkin og allt það. En ég hef alltaf verið mjög hrifinn af skólabúningum, ég lærði í Glasgow, var tvö ár þar, þar voru allir í skólabúningum. Andrea: Köflóttum pilsum. Jón Sæmundur: í Japan líka, eru þeir ekki með skólabúninga? Andrea: Þetta er á voða mörgum stöðum, þetta er meira að segja á sumum leikskólum hér. Jón Sæmundur. Þannig að það er alveg málið að fara að hanna flotta skólabúninga. Andrea: Já, það gæti verið svolítið sniðugt, en heldurðu að það myndi einhvern tímann virka hérna? Jón Sæmundur: Ég veit það ekki, maður á allaf að prófa. Andrea: Þetta verður þá eins og í bíómyndunum, stelpurnar í eihnverjum svakalegum toppum innanundir og klæða sig svo í þegar þær koma í skólann svo mamma og pabbi sjái ekki. UM LÍFIÐ séum rosalega duglegt fólk, það er greinilega mikil orka hérna. Eins og með okkur Birtu þá kvörtum við stundum mikið yfir því að það sé svo lélegt úrval hérna af efnum og fl. en útfrá því höfum við búið rosalega mikið til sjálfar sem við erum mjög ánægðar með. Jón Sæmundur: Það vantar meira efni, flottari og betri efnabúðir. Andrea: Nokkrar búðir hér eru að gera ágætis hluti, en það vantar meiri tísku. Jón Sæmundur: Ertu ein? Andrea: Nei, ég á mann og barn. Og núna er ég að verða þrítug og langar bara aðeins að setja niður í 4 gír, lulla meira áfram og vera meira heima. Ég sé það alveg í hillingum akkurat núna. Kannski bara orðin of gömul. (hlátur) Hvað ert þú gamall? Jón Sæmundur: 36 ára, ég er í myndlistinni, hönnun og svo á ég tvo stráka, 16 mánaða tvíbura. Og eina stelpu, þriggja ára að verða fjögurra ára. Þetta er bara klikkun. Andrea: En konan þín, hvað gerir hún þá? Jón Sæmundur: Það er náttúrulega stutt síðan strákarnir fæddust, hún var í háskólanum og er að byrja aftur i haust en núna er hún heima. Ég vakna snemma á morgnana, keyri elstu stelpuna í leikskólann og svo fer ég á vinnustofuna, er þar til kl sex, kem heim, við eldum og setjum alla í rúmið kl átta eða niu og þá reyni ég yfirleitt vera heima, en það koma dagar þar sem ég fer aftur niður á vinnustofu og vinn frameftir. Andrea:Ég er búin að lifa alltof marga daga þar sem ég vinn of lengi en ég á eitt barn og einn hund og á í fullu fangi með þetta allt ... og einn mann líka. (hlátur) Jón Sæmundur: Þetta er ekkert grín. Andrea: Mér finnst bara ísland i dag, það eru allir í lífsgæðakapphlaupinu og allir eru að vinna eins og mother fuckers, og svo at the end of the day, manstu þá eftir dögunum þar sem þú vannst langt frameftir eða manstu eftir hvernig barnið þitt leit út þegar það var fimm ára. Jón Sæmundur: Það er alveg rétt, ég er sammála því. Fólk er líka að keppast um að kaupa allt nýtt, eiga flotta bíla og áfram... Andrea: Þetta eru nefnilega bara dauðir hlutir og hlutir sem skipta engu máli þó þeirséu fallegir laga þetta hjá stákunum. Andrea: Þaðereittsemgeristlíka hérna, allir verða oft svo eins. Jón Sæmundur: Já, það er rétt, koma líka svona æði... Andrea: Sem er auðvitað gott fyrir okkur sem erum að selja. Jón Sæmundur: Talandi um að það séu margir að gera góða hluti hérna, eru þá ekki líka margir að gera vonda hluti líka? Andrea: Ég veit það ekki. Ég reyni að horfa bara á þetta góða (hlátur). Mér finnst búðin hjá Aftur stelpunum í Kaupmannahöfn rosa flott og barinn hjá Frikka. Það er svo mikið af íslensku fólki að gera góða hluti miðað við hvað við erum líka fá. Ég held að við íslendingar Jón Sæmundur: En hitt er samt nauðsynlegt þar sem myndlistarmenn hafa það ekki svo gott, salt í grautinn og allt það, þannig að hitt heldur mér uppi. Andrea: Þarna ertu kannski að setja málverkið þitt á bol í staðinn fyrir á vegg. Jón Sæmundur: Jú, eða setja bolinn á vegg. Mig langar að prófa að fara alla leið í hönnuninni og vera síðan bara myndlistarmaður og halda mínar sýningar. Ég ætla að prófa hitt allavega, sjá hvernig það gengur. Ég læt þig bara vita. Andrea: Já, ég óska þér góðs gengis, þetta er harður heimur. AÐ GERA GÓÐA HLUTI Jón Sæmundur: Talandi um föt, hvernig finnt þér l’slendingar klæða sig? Andrea: Sko, íslendingar eru mjög trendý, rosalega með á nótunum um hvað er að gerast miðað við að við erum lítil eyja úti í hafi. Ef þú sérð til dæmis einhverja flotta píu útá götu í London eða París, þá snýrðu þér við, en hér er það öfugt, maður snýr sér frekar við ef maður sér eina hallærislega. Það er til svo mikið af kreatívu og kláru fólki hérna miðað við hvað við erum fá. Jón Sæmundur: (sland er voða "inn" núna. Mér finnst samt sumir ekki vera nógu djarfir. Ég er svona að reyna að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.