Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 34

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 34
SAGA TISKUNNAR FRA 1900 - NÚTÍMANS. 1. HLUTI Texti: Steinunn Helga Tíska getur sagt meira um söguna en nokkuð annað því hún stendur aldrei í stað, breytist stöðugt og nýtir áhrif frá umhverfinu til að skapa nýtt og nýtt útlit. Fötin endurspegla lífsstíl fólks, tíðarandann og samfélag hvers tíma. Ef saga tískunnar á tuttugustu öld er skoðuð má því sjá mannkynssöguna í áhugaverðu Ijósi. Síðustu 100 árin hefur heimsmyndin gjörbreyst, menning og samfélög umturnast og tískan um leið tekið ýmsar stefnur. Evrópa í byrjun 20. aldar var fremur friðsöm og hafði ekki upplifað neinar stórorrustur í langan tíma en það átti eftir að breytast snögglega. Evrópa var á barmi valdabaráttu sem átti eftir að enda í tveimur blóðugum styrjöldum. París og fæðing nýtískunnar París í byrjun tuttugustu aldar var mekka tískunnar. Þar var kreatíva fólkið, þar voru framleiðendurnir, og síðast en ekki síst, þar voru kaupendurnir. Ríka fólkið á Vesturlöndunum lagði leið sína til borgarinnar í stríðum straumum til þess að versla og dreifðu um leið nýjum tískustraumunum um heiminn. Tímabilið sem hefur verið kallað Edwardian tímabilið, einkenndist af lúxus og þægindum hjá efri stéttum samfélagsins. Fötin voru vönduð og þeir fáu heppnu sem gátu lifað lúxuslífinu nutu þess að klæða sig upp í elegant kjóla, barmastóra hatta eða sérsaumuð jakkaföt og blanda geði við hitt fína fólkið. S KONUR VIÐ STÖRF í FYRRI HEIMSSTYRJÖLDINNI í byrjun 20. aldarinnar var nefnilega auðvelt að flokka fólk niður eftir stéttum, einfaldlega vegna þess hvaða fatnaði það klæddist hversdagslega. Þó að það mynstur ætti eftir að halda áfram átti tískuvitund almennings eftir að gerbreytast eftir því sem leið á öldina. Þegar tískublöðin fóru að birta Ijósmyndir af uppstríluðum leikkonum í glamúrgöllum tók almenningur við sér. Útlínurnar, sem höfðu verið nánast eins frá Endurreisnartímanum, fóru að breytast. Samfélagið í heild sinni varð afslappaðra og menn opnari fyrir nýjungum. Tíska, eins og við þekkjum hana í dag, var komin til að vera. Fyrri heimsstyrjöldin Hugsjónir fólks gerbreyttust í stríðinu og samfélagið tók stakkaskiptum. Konurnar, sem áður höfðu flestar verið heimavinnandi, flykktust út á vinnumarkaðinn og gengu í skarð karlmannanna sem voru að berjast við óvinasveitir um gjörvalla Evrópu. Konurnar þurftu að venjast þessu nýja hlutverki sínu og þegar þær þurftu að vera húsmæður, mæður og fyrirvinna í senn kölluðu þær á breytingar í klæðaburði. Þærvildu hentugri vinnuföt, því að síðir kjólar fóru einfaldlega illa saman við erfið hjúkrunar- og verksmiðjustörf. Án þess að vita hvaða gífurlegu þróun það ætti eftir að hafa í för með sér, skunduðu þær i tveimur skálmum út á vinnumarkaðinn, þannig að karlmaðurinn var ekki lengur sá eini sem var í buxum á heimilinu. Kjólarnir héldu auðvitað ennþá velli en sniðin urðu mun þægilegri og pössuðu beturfjölbreyttumathöfnumkvennanna. Kjólameistarinn Poil Poret (1879-1947) tjáði þetta aukna sjálfstæði með því að víkka mittin og losa um lífsstykkin þannig að núna fengu náttúrulegar línur kvennanna að njóta sín. En árin 1914- 1918 voru um leið sorgartímar. Milljónir hermanna og óbreyttra borgara létust í stríðinu og það hafði áhrif heimafyrir og sýndi sig í klæðaburði fólks. Þó að mikil gróska væri enn í París stóð tískan mikið til í stað á þessum árum og dökkir litir, einkennisbúningar og drungalegur klæðnaður voru mest áberandi. Breytingarnar sem voru að gerast komu ekki almennilega í Ijós fyrr en storminn hafði lægt og vopnin verið lögð niður. Frá skammvinnum friði til heimskreppu Fyrri heimsstyrjöldin hafði gífurleg áhrif á sjálfstæðisbaráttu kvenna og um leið framþróun tískunnar. Konurnar vöndust því að vinna úti, þær fengu aukinn kraft og fóru að berjast fyrir réttindum sínum. HEILSUTILBOÐ HEILSU TILBOÐ lv.1195 íkr.2390 Ef þú hringir og sækir fylgja 2 Toppar með tilboðinu • Gufusoðið brokkolí og pok-choi kál með hvltlauk í ostrusósu • Wok ristað blandað grænmeti og kartöflur í karrýsósu • Steiktar eggjanúðlur með kjúklingi, eggjum og grænmeti • Ristaðar kjúklingabringur með tofu og grænmeti • Steikt brún grjón með eggjum og grænmeti, soya og Sweet Chilli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.