Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 50

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 50
ÞAÐ ER VARLA AÐ ÞÚ GETIR FARIÐ TIL AMSTERDAM OG EKKI FUNDIÐ EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI. BORGIN ER EINKAR FJÖLBREYTT OG ÞAR FINNURÐU ALLT FRÁ ÓMENNINGU EINS OG RAUÐAHVERFINU TIL HÁMENNINGU VAN GOGH. LITSKRÚÐUGT MANNLÍFIÐ SETUR SVIP SINN Á BORGINA OG HÚN IÐAR AF LÍFI ALLAN ÁRSINS HRING. ICELANDAIR ERU MEÐ BEINT FLUG TIL AMSTERDAM Á FRÁBÆRU VERÐI OG ÞVÍ TILVALIÐ AÐ FARA ÞANGAÐ í SUMAR OG SKELLA SÉR Á TÓNLEIKA, FARA Á ÁHUGAVERÐ SÖFN OG VERSLA Á ÓDÝRUM MÖRKUÐUM. HELSTU STAÐIR Dam Square 5 mínútna labb frá Central stöðinni og er miðpunktur borgarinnar. Stutt labb í búðir sem umkringja Dam. Við mælum með götunni Rokin til að versla en fyrir þá sem vilja skera sig úr og komast í gramsbúðir mælum við með Kalverstraat. Leidseplein Þarfinnurðu helsta næturlíf borgarinnar með hundruðum veitingastaða, vinsælumklúbbumogkvikmyndahúsum. Þar er líka allt fullt af götulistamönnum sem setja svip sinn á planið. Rembrandtplein: Fallegur garður umkringdurkaffihúsum.veitingastöðum og túlípönum. Museumplein Þar er að finna Albert Hein Markaðinn, Van Gogh safnið, Stedelijk Museum og stóran garð. GARÐAR Vondelpark Á sumrin fara allir í Vondelpark sem er risastór garður og troðfullur af fólki. Þar er mikil stemning og þú mátt eiga von á því að sjá fólk að grilla, giftingar, götulistamenn og margtfleira skemmtilegt. Fólk fer þangað til að slappa af, hafa það notalegt og skoða mannlífið. DÝRAGARÐUR Við mælum sérstaklega með dýragarðinum sem er staðsettur inni í miðborginni en það tekur aðeins 5 mínútur að taka strætó í hann f rá Central lestarstöðinni. í honum eru yfir 8000 dýr ásamt nýlega endurbyggðu sædýrasafni, tveimur söfnum og geimvísindasafni. MARKAÐIR Albert Cuyp Þetta er einn stærsti götumarkaður í Evrópu. Hann er mjög svipaður Kolaportinu og þar finnurðu allskyns vörur, húsgögn, plöntur, mat og föt. Það er auðvitað hægt að finna mikið af fallegum vörum á Albert Cuyp en fyrir þá sem eru að leita sér að fatnaði mælum við frekar með Waterloo markaðinum. Albert Cuyp er opinn mán - lau frá kl. 9-17. Waterloo Þessi markaður er minni en hentar safnaranum betur. Hann er með mikið af notuðu dóti svo sem föt, plötur, græjur, spreybrúsa, skart, skó og bara allt milli himins og jarðar. Þar finnur þú mikið af second hand vörum og það er um að gera að taka sér góðan tíma í að leita í gegnum básana. Á horninu á Waterloo markaðnum er einnig að finna risastóra búð sem svipar til Spúútnik hér heima. Waterloo er opinn mán - lau frá kl. 9- 17. TÓNLEIKAR Það er fullt af tónleikum í Hollandi allan ársins hring. Vertu þér úti um góðan tónleikabækling þegar þú ert komin eða fylgstu með á netinu áður en þú ferð. Hér fyrir neðan eru nokkrir af þeim tónleikum sem verða í sumar. Mos Def - 22. apríl The Shadows - 10., 11. og 12. maí The Black Eyed Peas - 18. maí Destiny's Child - 22. og 23. maí Moby - 22. maí Duran Duran - 30. og 31. maí Marilyn Manson - 2. júní Joe Cocker - 9. og 10. júní Audioslave -15. júní BB King - 27. júní James Brown - 29. júní Vefsíða vinsælasta tónleikastaðarins í Amsterdam: www.heineken-music-hall.nl Vefsíða stórs tónleikastaðar í Rotterdam (l.klst frá Amsterdam): www.ahoy.nl Vefsíða til að kaupa miða á flest alla viðburði: www.ticketmaster.nl SKEMMTUN Það er alltaf djamm í Amsterdam. Þú labbar kannski framhjá ítölskum bar klukkan 3 um dag og þar er fullt af fólki í rífandi stemmningu að dansa hópdans. Barirnir eru einnig hálf fullir alla daga og þá er bara að labba um og finna einhvern stað sem þér líkar vel við. Þú finnur staðina alveg frá Centralinu upp að Museumplein, en mesta fjörið er á Leidseplein. SÖFN The Heineken Experience - Safn fyrir þá sem vilja vita meira um listina að brugga. Þú færð einnig þrjá Heineken og óvæntan glaðning í lokin. Nemo Sicence and technology museum - Eitt skemmtilegasta safnið í Amsterdam þar sem þú færð að taka mikinn þátt í sýningunum. Sex Museum - Elsta kynlífssafn í heiminum. Inniheldurmyndir, teikningar og fylgihluti eins og tóbaksbox innréttuð með myndum. Madame Tussauds Museum - Vaxmyndasafn staðsett á Dam torgi. Van Gogh Museum - Eitt þekktasta safnið í borginni og algjört "möst" fyrir listafólk sem á leið sína um Amsterdam. Anne Frank - Fræga húsið þar sem Anna Frank var í felum og skrifaði dagbækurnar sínar. Hash Museum-Saga og notkuncannabis efna í heiminum er rakin á þessu safni. Erotic Museum - Hefur að geyma fimm hæða hús af erótískum verkum frá öllum tímum og hvaðan að úr heiminum. Þetta er þó aðeins smá brot af öllum þeim söfnum sem eru í borginni en það er alveg öruggt að það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Náðu þér í "Day by Day" bæklinginn sem er að finna á öllum ferðamannastöðum og þar munt þú finna þitt rétta safn. ALLIR SEM FARA TIL AMSTERDAM VERÐA AÐ ... Fá sér franskar með majónesi, hnetusmjörssósu og lauk. Já, ég veit þetta virkar ekki girnilegt en þetta borða allir Hollendingar og mikið af því. En við getum staðfest að þetta er gottl! Kíkja á stemninguna á einu af þeim hundruðum "Kaffihúsa" sem eru út um alla borg. Við mælum með Dampkring en það kaffihús er orðið frægt eftir að Ocean'sTwelve tókuppatriði í myndinni þar. Leigja sér hjól og rúnta um borgina eða fara í síkjabát. Hvort sem þú ákveður að taka hjól eða bát verður þú ekki svikin. Kíkja á að minnsta kosti eitt safn. Þó svo að þú hafir ekki áhuga á myndlist getur þú skellt þér á öðruvísi safn eins og til dæmis pyntinga-, kynlífs- eða töskusafn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.