Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 4

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 4
Hverju leitar þú hel á þér í sambandi við konur? Ef þú fengir að vera kon Er eitthva Hver er besti maturinn sem þú hefur smakkað? Hefur þú einhvern tímann svikið mikilvægt loforð? Hvað er klám fyrir þér? Hvað er á döfinni? Mynd: Gúndí Ákveðm, hreinskilni, lifsgleði, brosmildi, almennri útgeislun og sterkum og heilbrigð- um skoðunum á lífinu og tilverunni. Auk þess sem hún verður að vera skemmtileg og fá mig til þess að hlæja. Þá skemmir hófleg metnaðargirni og hógværð heldur ekki fyrir. Ég er svo heppinn að kærastan mín er gædd öllum þessum kostum og miklu fleiri. Almenn leiðindi, baktal og hégómi fara í taugarnar á mér, sama hvort kona eða karl á i hlut. Margaret Thatcher og deginum myndi ég eyða í að lesa kommúnistaávarpið! Sumar konur skil ég alls ekki neitt yfir höfuð, en aðrar kon ur held ég að ég skilji bara þónokkuð vel. Fréttamennskan er afskaplega skemmtileg, en það er mýmargt annað sem mig langar til að gera. Ég hef mikinn áhuga á að starfa að málefnum tengdum heilsu, bæði líkamlegri og andlegri, og gæti hugsað mér að klára framhaldsnám í sálfræðinni síðar meir. Alþjóðamál- iri koma líka sterkt inn og ég gæti vel hugsað mér að mennta mig og starfa í þeim geira. Mér líður vel i Reykjavík, en af þeim stöðum sem ég hef komið til finnst mér Paris og New York afskaplega heillandi borgir, hvor á sinn máta. Ég hugsa að það væri gaman að búa þar í nokkur ár. Einhverra hluta vegna langar mig lika til þess að búa í Suður-Ameríku einhvern tíma í framtíðinni. Ég myndi að sjálfsögðu vilja meiri jöfnuð í heiminum öllum. í vestrænum velferð- arríkjum mættu margir breyta forgangsröðun sinni. Þegar samstaða rikir um að einhver hafi náð langt í lífinu er það yfirleitt metið út frá starfsframa, eignum eða fjárhag. Ef við myndum beina metnaði okkar í að hámarka hamingju í stað eigna og starfsframa, værum við í góðum málum. Á / íslandi myndi ég vilja útrýma gunguskap úr stjórnmálum. Það er f skelfilegt að horfa upp á stóran hluta ungs fólks í stjórnmálum hér j á landi. I ungliðahreyfingunum virðist eiga sér stað geldingarstarf- semi í ætt við þá á kórdrengjum hér á öldum áður. Ef hugsjónirn- ar snúast um að ríghalda sér á þingi i meira en eitt kjörtímabil Eg er lítið fyrir persónudýrkun, en nefni samt Diego Maradona, Fidel Castro, Michael Jordan og Sigmund Freud, sem afburðamenn á sínum sviðum. Af mörgu að taka. Fótbolti, körfubolti og kendó, sem eru japanskar skylrningar og eina iþróttagrein in sem ég hef lagt fyrir mig af einhverju viti. Nautalund og rautt Wolf Blass black label með. ðlíu betrá vén ur það ekki, en þó kemst góð hreindýrasteik býsna nærri. Eflaust fréttamaður Klám þarf að mínu mati ekki að vera slæmt og getur verið gott krydd i tilveruna, en þvi miður er klám oft hreinasti viðbjóður. Klám er mjög gildishlaðið hugtak og er skilgreiningaratriði hvernig á það er litið. Á döfinni er að fara i ferðalag um Evrópu í lok mánaðarins, hafa það svo gott með vinum og vandamönnum í sumar. Til lengri tíma litið er vonin að mennta sig meira og ferðast um viðan völl. Viðvörun á Sears hárblásara: Notið ekki hárblásarann á meðan þið sofið! Framan á pakka af snakki: Þú gætir unnið verðlaun án þess að þurfa að kaupa snakkið. Nánari upplýsingar inni í pakkanum. Skrifað á Dial sápu: Leiðbeiningar: Notist eins og venjuleg sápa! Viðvörun á örbylgjuofni: ATH! Örbylgjuofninn þurrkar ekki gæludýr. Á frosnum mat frá Swann: Tillögur um hvernig þú berð fram matinn: Afþýðið! Leiðbeiningar með fiskum úr fiskabúð: Það er best að geyma fiskana í vatni. Tiramisu eftirrétturfrá Tesco: Viðvörun á botni eftirréttsins: Ekki hvolfa boxinu! Viðvörun á Marks & Spencer brauðbúðingi: Varan verður heit eftir að þú hitar hana! Skrifað á smokkapakka: Virkar á flest spendýr! Á pakkningum fyrir Rowenta straujárn: Viðvörun! Ekki strauja fötin þegar þið eruð klædd í þau! Athugun á standi í gleraugnabúð: Athugið, glerin í gleraugunum eru glær! Viðvörun á barnahóstasafti frá Boot's: Keyrið ekki bíl né vinnið vélarvinnu eftir inntöku! Á Nytol svefntöflum: Varúð, gæti valdið þreytu! Leiðbeiningar á jólaseríu: Notist aðeins utan- og innandyra! Á Sainsbury's hnetum: Viðvörun, inniheldur hnetur! Hnetupoki frá American Airlines: Leiðbeiningar: Opnið pakkann, borðið hneturnar. Skrifað á sænska keðjusög: Reynið ekki að stöðva keðjuna með höndunum! Viðvörun á Superman búning: Athugið! Búningurinn lætur þig ekki fljúga.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.